Erlent

Heilsa Rainiers fursta versnar enn

Heilsu Rainiers fursta af Mónakó hefur enn farið hrakandi í dag. Jóhannes Páll páfi, sem sjálfur hefur ekki varið varhluta af heilsubresti undanfarin misseri, er á meðal þeirra sem sent hafa furstanum baráttukveðjur í dag. Af ummælum lækna hans má ráða að furstinn eigi skammt eftir ólifað. Rainier fursti var fluttur á sjúkrahús fyrr í mánuðinum vegna sýkingar í lungum. Í gær var hann svo tengdur við öndunarvél vegna vandkvæða í hjarta og nýrum. Ríkisarfinn, Albert prins, sinnir nú opinberum skyldustörfum föður síns. Furstinn er í hópi þeirra þjóðhöfðingja sem lengst hafa verið við völd, eða í 55 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×