Innlent

Trúnaðarpappírar á víðavangi

Skjalamöppur með nöfnum fólks sem hefur átt í útistöðum vegna meðlagsmála, faðernismála, skilnaðarmála og forsjármála lágu fyrir hunda og manna fótum á bak við hús Sýslumannsins í Reykjavík.  Hver sem átti leið hjá skrifstofu Sýslumannsins gat haft aðgang að upplýsingum um einkamál ýmissa einstaklinga. Fréttastofan hefur undir höndum eina af þeim möppum.Í þessari möppu er að finna nöfn hundruð einstaklinga sem komið hafa við sögu hjá embættinu vegna faðernismála, skilnaðarmála, meðlagsmála, forræðismála og sambúðarslita. Í möppunum eru vaktalistar starfsmanna Sýslumannsins og er hvert mál flokkað undir ákveðinn lið og full nöfn einstaklinganna koma þar fram í hverju máli, meðal annars nöfn þjóðþekktra einstaklinga sem lent hafa í deilum vegna skilnaðar og forræðis yfir börnum. Fréttastofan reyndi án árangurs að ná tali af Sýslumanninum í Reykjavík í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×