Innlent

Segist ekki hafa stýrt atburðarás

Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, segir í yfirlýsingu að hann hafi ekki stýrt atburðarásinni á Reykjavíkurflugvelli við komu Bobby Fischers eins og stuðningsmenn Bobby Fischer hafa sagt. "Aðspurður upplýsti ég yfirlögregluþjón hins vegar um að Bobby Fischer hefði óskað eftir því að fara beint inn á hótel en taka ekki þátt í formlegri móttökuathöfn eða veita viðtöl inni á flugvellinum strax eftir lendingu," segir í yfirlýsingu Páls. "Það liggur aftur á móti í hlutarins eðli að Stöð 2 reyndi eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Bobby Fischer - og helst betri en keppinautanna." Fyrirtækið Baugur greiddi fyrir einkaflugvél sem flutti Bobby Fischer og föruneyti hans ásamt fréttastjóra Stöðvar 2 til landsins á fimmtudagskvöld. Fréttastjórinn, Páll Magnússon, segir aðspurður að hann hafi haft milligöngu um flugvélina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×