Fleiri fréttir Segja Stöð 2 hafa rænt Fischer Stuðningnefnd gagnrýnir framgöngu Páls Magnússonar fréttastjóra Stöðvar 2 við komu Bobby Fischers. Þeir telja hann hafa reynt að stýra atburðarrásinni og nánast rænt Bobby Fischer um stundarsakir. 25.3.2005 00:01 Persónulegar svívirðingar Á blaðamannafundi Bobby Fischers á Hótel Loftleiðum í gær kom til snarprar umræðu milli Fischers og blaðamanns frá bandarísku íþróttafréttastöðinni ESPN. Átökin voru farinn að snúast upp í persónulegar svívirðingar þegar blaðamaðurinn dró sig í hlé vegna geðshræringar. 25.3.2005 00:01 Niðurstöður í haust "Erfitt er að segja til um hvenær rannsókn lýkur en við erum aðeins byrjaðir að sjá fyrir endann og niðurstöður gætu legið fyrir með haustinu," segir Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, um rannsóknina á olíumálinu svokallaða. 25.3.2005 00:01 Fundust heil á húfi Laust eftir klukkan 17.00 í dag voru björgunarsveitir á Hellissandi og Ólafsvík kallaðar út vegna neyðarkalls sem borist hafði úr farsíma við sunnanverðan Snæfellsjökul. Ferðamenn höfðu villst sunnanmegin í Snæfellsjökli en fólkið fannst eftir rúmlega klukkutíma leit. Það var heilt á húfi en nokkuð kalt. 25.3.2005 00:01 Sjálfshjálp fyrir börn geðfatlaðra Nýr sjálfshjálparhópur fyrir fullorðin börn geðfatlaðra verður formlega stofnaður nk. þriðjudag Markmiðið er að þátttakendur geti deilt reynslu sinni og sótt sér stuðning í hópinn. Hópurinn verður starfræktur í samstarfi við Rauða kross Íslands en Rauði krossinn hefur hleypt af stokkunum námskeiðum fyrir aðstandendur geðsjúkra um land allt. 25.3.2005 00:01 Fischer kemur til landsins í kvöld Bobby Fisher er á leiðinni til Íslands og er búist við honum til landsins í kvöld. Skákmeistarinn var látinn laus úr prísundinni í Japan í nótt og er nú á leið til Kaupmannahafnar ásamt unnustu sinni, Miyoko Watai, þangað sem hann væntanlegur klukkan fjögur síðdegis. 24.3.2005 00:01 Fluttur á sjúkrahús eftir slagsmál Tveimur piltum á tvítugsaldri lenti saman í einni íbúðargötu Ísafjarðarbæjar um klukkan eitt í nótt. Flytja þurfti annan piltinn á sjúkrahús en hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Lögregla skakkaði leikinn en vitni létu vita af líkamsárásinni. 24.3.2005 00:01 Óeirðir í höfuðborg Kirgisistans Menn hafa barist á götum úti í höfuðborg Kirgisistans, Bishkek, í morgun og stjórnarbylting virðist í uppsiglingu. Stöðugar róstur hafa veirð frá því kosningar fóru fram í landinu í síðasta mánuði, en upp úr sauð í dag. Stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar börðust á götum úti í kjölfar þess að þúsundir mótmæltu stjórn landsins og kröfðust afsagnar forsetans. 24.3.2005 00:01 Fréttamenn auglýsa í Morgunblaðinu Fréttamenn Ríkisútvarpsins birta heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í morgun þar sem þeir segjast ekki geta treyst fréttastjóra með afar takamarkaða reynslu af fréttamennsku. Tilefnið er ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar en hann á hefja störf þann 1. apríl, eftir eina viku. 24.3.2005 00:01 Tveir gripnir með fíkniefni Lögreglan í Hafnarfirði hafði afskipti af tveimur bílum í nótt vegna gruns um fíkniefnamisferli. Smáræði af kannabis fannst á einum manni í hvorum bíl. Báðir játuðu þeir að eiga fíkniefnin og teljast málin upplýst. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur í bænum. 24.3.2005 00:01 Greiðfært um helstu þjóðvegi Greiðfært er um helstu þjóðvegi landsins samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Þó eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og á fjallvegum á sunnanverðum Vestfjörðum. Hálkublettir eru á Mývatnsheiði, Mývatnsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja er á Breiðdalsheiði. 24.3.2005 00:01 Skíðasvæði við borgina lokuð Skíðasvæðin í Bláfjöllum og í Skálafelli eru lokuð vegna hlýinda. Önnur helstu skíðasvæði landsins eru hins vegar opin. Vorfæri er í Hlíðarfjalli og er Stomplyftan opin til suðurs og niður Suðurbakka. Fólk er þó beðið um að fara varlega þar sem grunnt er á grjót utan hefðbundinna skíðaleiða. Þar verður opið til klukkan fimm í dag. 24.3.2005 00:01 Ákærður fyrir aðild að tilræði Ísraelskur arabi hefur verið ákærður fyrir morð, en hann hefur viðurkennt að hafa aðstoðað Palestínumann við sjálfsmorðsárás á næturklúbbi í Tel Aviv í lok febrúar þar sem fimm Ísraelar létust. Manninum er gefið að sök að hafa aðstoðað uppreisnarmenn innan samtakanna Heilagt stríð við að velja stað til þess að gera árás á og fyrir að hafa keypt skordýraeitur sem árásarmennirnir notuðu í sprengiefni. 24.3.2005 00:01 Lögðu undir sig stjórnarráðið Mótmælendur hafa lagt undir sig stjórnarráðsbygginguna, forsetaskrifstofuna og ríkissjónvarpið í höfuðborg Kirgisistans, Bishkek, eftir átök við herlögreglu og stjórnarsinna á götum úti í morgun. 24.3.2005 00:01 Mannskæð sprenging í olíustöð Að minnsta kosti fjórtán létust og 70 særðust í gríðarlega öflugri sprengingu sem varð í olíuhreinsunarstöð í Texas í Bandaríkjunum í gær. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni. Átján hundruð manns starfa við stöðina, sem er í eigu olíurisans BP, og er sumra þeirra enn saknað. 24.3.2005 00:01 Farfuglar streyma til landsins Farfuglarnir eru farnir að streyma til landsins, fuglaáhugamönnum og öðrum landsmönnum til óblandinnar ánægju. Venjulega eru það íbúar á Suðausturlandi sem fyrstir sjá þá. Á heimasíðu fuglaáhugamanna á Höfn í Hornafirði kemur fram að skúfandarsteggur sást í gær í höfninni og einnig um 30 sílamáfar. 24.3.2005 00:01 Vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar Bobby Fisher er á leiðinni til Íslands og er búist við honum til landsins í kvöld. Hann vandar Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans ekki kveðjurnar og segir að þá eigi að hengja. Sæmundur Pálsson segist vona að Fisher róist eftir að hafa fengið hvíld. 24.3.2005 00:01 Selasetur stofnað á Hvammstanga Selasetur Íslands var stofnað á Hvammstanga í gær, hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Hugmyndin er að efla ferðaþjónustu í Húnaþingi og sérstaklega á Vatnsnesi en aðstandendur fullyrða að nánast hvergi á landi séu selalátur eins aðgengileg og við Vatnsnes. 24.3.2005 00:01 Segir að kosið verði aftur Leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fyrrverandi forsætisráðherra Kirgisistans, Kurmanbek Bakiev, lýsti því yfir að kosið yrði aftur til þings í landinu eftir að stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar höfðu lagt undir sig stjórnarráðið og höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins í höfuðborginni Bishkek fyrr í dag. 24.3.2005 00:01 Ekið á bifhjólamann Ungur vélhjólamaður slasaðist í árekstri bifhjóls og fólksbíls á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar um hálftvöleytið í dag. Bifhjólinu var ekið úr norðri eftir Kringlumýrarbraut þegar bílnum, sem kom úr suðri, var sveigt í veg fyrir bifhjólið. Ökumaður þess var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild. 24.3.2005 00:01 Fischer að lenda á Kastrup Flugvél Bobbys Fischers sem kemur frá Japan er nú í aðflugi að Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn og á hún lenda á vellinum eftir um stundarfjórðung. Skákmeistarinn var látinn laus úr prísundinni í Japan í nótt eftir að hann undirritaði yfirlýsingu þess efnis að hann félli frá málsókn á hendur japönskum yfirvöldum. 24.3.2005 00:01 Eldur í blokk í Hafnarfirði Eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi að Svöluási 1 í Hafnarfirði laust eftir klukkan eitt í dag og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var slökkvstarfi lokið rétt um klukkan tvö. Einn maður var í íbúðinni og var hann fluttur á slysadeild með snert af reykeitrun. 24.3.2005 00:01 Ríkislögmaður efaðist um innrásina Breska ríkisstjórnin er nú aftur lent í vandræðum vegna Íraksstríðsins en því er nú haldið fram að aðallögfræðingur ríkisstjórnarinnar hafi skipt um skoðun varðandi lögmæti innrásarinnar skömmu fyrir innrásina. 24.3.2005 00:01 Féllu fyrir hendi samherja Þrír írakskir hermenn og tveir lögreglumenn létust þegar þeir skutu hvorir á aðra, en báðir aðilar héldu að þeir ættu í höggi við uppreisnarmenn. Atburðurinn átti sér stað í bænum Rabia í Írak nærri landamærum Sýrlands og segja yfirvöld að átta til viðbótar hafi særst í bardaganum. 24.3.2005 00:01 Fischer flýgur heim frá Malmö Skákmeistarinn Bobby Fischer flýgur heim til Íslands frá Malmö í Svíþjóð en ekki Kaupmannahöfn eins og til stóð. Ástæðan er sögð vera þoka og gat þota sem flytja á Fischer til Íslands ekki lent í Kaupmannahöfn. Flugvél Fischers frá Japan lenti á fjórða tímanum á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn en hann fór ekki sömu leið og aðrir farþegar heldur var honum fylgt frá flugvélinni af nokkrum lögreglumönnum og öryggisvörðum á flugvellinum og upp í lögreglubíl. 24.3.2005 00:01 Flugvél hrapaði í Viktoríuvatn Átta manna áhöfn lést þegar flutningavél steyptist ofan í Viktoríuvatn skömmu eftir flugtak frá Mwanza-flugvelli í Tansaníu seint í gærkvöld. Flugvélin var af gerðinni Ilyushin-76 og var skráð í Moldóvu en hún var á leiðinni til Khartúm, höfuðborgar Súdans, með fisk. Ekki er ljóst hvað olli því að hún hrapaði en skömmu eftir flugtak missti flugturninn samband við vélina og hún hvarf af ratsjá. 24.3.2005 00:01 Friðargæsla SÞ fær yfirhalningu Lagt er til að friðargæsla á vegum Sameinuðu þjóðanna verði tekin til rækilegrar endurskoðunar í nýrri skýrslu sem birt var í dag. Í henni er farið fram á að þeim friðargæsluliðum sem framið hafi kynferðisbrot gagnvart þurfandi fólki á hættusvæðum víða í heiminum verði refsað, laun þeirra verði lækkuð og komið á fót sjóði til að aðstoða þær konur og stúlkur sem þeir hafi barnað. 24.3.2005 00:01 Ekkert vitað um Akajev Ekki er vitað hvar Askar Akajev, forseti Kirgisistans, er niður kominn eftir að uppreisn var gerð í landinu. Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar lögðu undir sig stjórnarráðið og forsetaskrifstofuna í höfuðborginni Bishkek fyrr í dag, en til átaka kom á milli þeirra og stjórnarsinna og þegar þúsundir andstæðinga stjórnarinnar þustu út á götur og kröfðust afsagnar Akajevs vegna ásakana um að svindlað hafi verið í þingkosningum í síðasta mánuði. 24.3.2005 00:01 Hæstiréttur hafnar kröfu foreldra Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag kröfu foreldra Terriar Schiavo um að næringarslanga verði aftur tengd við hana, en hún var tekin úr Schiavo fyrir tæpri viku að skipan dómara í Flórída. Foreldrar Schiavo leituðu til Hæstaréttar eftir að alríkisdómari í Flórída og áfrýjunardómstóll í Atlanta höfðu hafnað kröfu þeirra. 24.3.2005 00:01 Flutt á sjúkrahús eftir bruna Kona á sextugsaldri var flutt á slysadeild til skoðunar eftir að eldur kom upp í íbúð hennar á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. 24.3.2005 00:01 Harður árekstur við Kringluna Harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar um hálftvöleytið í dag. Ökumaður fólksbifreiðar var á leið norður Kringlumýrarbraut og hugðist beygja vestur Miklubrautina. Hann ók þá í veg fyrir mótorhjól sem var á leið suður eftir Kringlumýrarbrautinni og kastaðist ökumaður þess yfir bílinn og lenti á bakinu á götunni. 24.3.2005 00:01 Fagnaðarfundir á Kastrup-flugvelli Það voru fagnaðarfundir þegar Sæmundur Pálssson tók á móti vini sínum Bobby Fischer á Kastrup-flugvelli í dag. Fischer segist kominn til að vera á Íslandi. 24.3.2005 00:01 Flogið frá Kristianstad Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, var í föruneyti Fischers á Sturup-flugvelli í Malmö skömmu fyrir klukkan sjö. Hann sagði að svartaþoka væri þar og aðeins 50 metra skyggni og því yrði brugðið á það ráð að fara til Kristianstad sem væri fyrir norðan Malmö. Þar væri vélin lent og með henni kæmi föruneytið heim. 24.3.2005 00:01 Viðbúnaður vegna komu Fischers Mikill viðbúnaður er á Reykjavíkurflugvelli vegna komu Bobbys Fischers til landsins. Sýnt verður beint frá því þegar stórmeistarinn kemur í aukfréttatíma á Stöð 2. Þá eru einnig fjölmargar erlendar stöðvar hingað komnar til að fylgjast með atburðinum og þá hafa stóru, erlendu fréttaþjónusturnar þegar keypt réttinn á þeim myndum sem íslenskar stöðvar senda út í kvöld. 24.3.2005 00:01 Sagði að hengja ætti ráðamenn Fyrstu skilaboð skákmeistarans til heimsbyggðarinnar, eftir að hann var látinn laus úr prísundinni í Japan, var að hengja ætti Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans. 24.3.2005 00:01 Velur á milli tveggja hótela Og Fischer þarf stað til að gista á þegar hann kemur til Íslands í kvöld. Starfsmenn tveggja hótela í Reykjavík, eiga von á því að hýsa skáksnillinginn. 24.3.2005 00:01 Þurfa ekki atvinnuleyfi í maí 2006 Borgarar átta nýrra ríkja í Evrópusambandinu mega koma hingað til lands og vinna án sérstaks atvinnuleyfis frá og með 1. maí 2006, að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að færa þá dagsetningu framar. 24.3.2005 00:01 Bein útsending um klukkan 23 Aukafréttir verða á Stöð 2 um klukkan 23 vegna komu skákmeistarans Bobbys Fischers til landsins en flugvél hans hefur nú yfirgefið Kristianstad í Svíþjóð. Bein útsending verður frá Reykjavíkurflugvelli og verður Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, á staðnum. 24.3.2005 00:01 Ráðherra hafi beitt þrýstingi Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir úthlutun úr launasjóði myndlistarmanna vera eins faglega og framast má vera. Stjórnin hafi aldrei beitt úthlutunarnefndina nokkrum þrýstingi en það hafi hins vegar ráðherra í ríkisstjórninni gert. 24.3.2005 00:01 Skíðasvæði lokuð vegna veðurs Skíðasvæðin í kringum höfuðborgarsvæðið voru lokuð vegna veðurs í dag. Önnur helstu skíðasvæði voru hins vegar opin þótt skíðafæri hefði verið misgott. 24.3.2005 00:01 Fischer lentur í Reykjavík Einkaflugvél lenti nú rétt áðan á Reykjavíkurflugvelli með Bobby Fischer og föruneyti og tók fjöldi fólks á móti honum, bæði fjölmiðlafólk og velunnarar. Með Fischer í vélinni komu Sæmundur Pálsson vinur hans, unnusta hans, Miyoko Watai, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og heimildarmyndargerðarmenn. 24.3.2005 00:01 Vilja Fischer enn framseldan Adam Ereli, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir að þarlend stjórnvöld hafi óskað eftir því í gær að Japanar framseldu Fischer til Bandaríkjanna þrátt fyrir aðgerðir Íslendinga. Ereli sagði Bandaríkjamenn vonsvikna vegna þess að Íslendingar hefði veitt Fischer ríkisborgararétt enda væri hann glæpamaður á flótta. 23.3.2005 00:01 Gekk berserksgang á lögreglustöð Sunnlenskur atvinnurekandi gekk berserksgang á lögreglustöðinni á Selfossi í gær þegar hann ætlaði að sækja þangað íslenskan ökumann sinn sem hafði verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og með útrunnið ökuskírteini. Hafði ökumaðurinn verið að aka pólskum starfsmanni atvinnurekendans til vinnu í uppsveitum Árnesssýslu en Pólverjinn hafði ekki atvinnuréttindi. 23.3.2005 00:01 Verslunarmiðstöð sprengd í Beirút Tveir týndu lífi þegar sprengja sprakk í verslunarmiðstöð norður af Beirút í Líbanon í morgun. Fimm slösuðust. Veggir verslunarmiðstöðvarinnar þeyttust nánast út og þakið hrundi þegar sprengjan sprakk. Miðstöðin var lokuð þegar atvikið varð og því er talið að ekki hafi fleiri farist. Björgunarsveitir leita þó í rústunum. 23.3.2005 00:01 Vagn gaf sig undan þunga rafals Dráttarvagn sem átti að flytja 80 tonna þungan rafal frá Sundahöfn upp í virkjun Orkuveitu Reykjavíkur við Nesjavelli gaf sig þegar verið var að draga hann um hringtorgið í Sundahöfn snemma í morgun. Rafallinn tollir á vagninum og hefur starfsmönnum ET flutningafyrirtækisins tekist að flytja vagninn inn á athafnasvæði sitt við Sundahöfn þannig að þar eru engar umferðartafir lengur. 23.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Segja Stöð 2 hafa rænt Fischer Stuðningnefnd gagnrýnir framgöngu Páls Magnússonar fréttastjóra Stöðvar 2 við komu Bobby Fischers. Þeir telja hann hafa reynt að stýra atburðarrásinni og nánast rænt Bobby Fischer um stundarsakir. 25.3.2005 00:01
Persónulegar svívirðingar Á blaðamannafundi Bobby Fischers á Hótel Loftleiðum í gær kom til snarprar umræðu milli Fischers og blaðamanns frá bandarísku íþróttafréttastöðinni ESPN. Átökin voru farinn að snúast upp í persónulegar svívirðingar þegar blaðamaðurinn dró sig í hlé vegna geðshræringar. 25.3.2005 00:01
Niðurstöður í haust "Erfitt er að segja til um hvenær rannsókn lýkur en við erum aðeins byrjaðir að sjá fyrir endann og niðurstöður gætu legið fyrir með haustinu," segir Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, um rannsóknina á olíumálinu svokallaða. 25.3.2005 00:01
Fundust heil á húfi Laust eftir klukkan 17.00 í dag voru björgunarsveitir á Hellissandi og Ólafsvík kallaðar út vegna neyðarkalls sem borist hafði úr farsíma við sunnanverðan Snæfellsjökul. Ferðamenn höfðu villst sunnanmegin í Snæfellsjökli en fólkið fannst eftir rúmlega klukkutíma leit. Það var heilt á húfi en nokkuð kalt. 25.3.2005 00:01
Sjálfshjálp fyrir börn geðfatlaðra Nýr sjálfshjálparhópur fyrir fullorðin börn geðfatlaðra verður formlega stofnaður nk. þriðjudag Markmiðið er að þátttakendur geti deilt reynslu sinni og sótt sér stuðning í hópinn. Hópurinn verður starfræktur í samstarfi við Rauða kross Íslands en Rauði krossinn hefur hleypt af stokkunum námskeiðum fyrir aðstandendur geðsjúkra um land allt. 25.3.2005 00:01
Fischer kemur til landsins í kvöld Bobby Fisher er á leiðinni til Íslands og er búist við honum til landsins í kvöld. Skákmeistarinn var látinn laus úr prísundinni í Japan í nótt og er nú á leið til Kaupmannahafnar ásamt unnustu sinni, Miyoko Watai, þangað sem hann væntanlegur klukkan fjögur síðdegis. 24.3.2005 00:01
Fluttur á sjúkrahús eftir slagsmál Tveimur piltum á tvítugsaldri lenti saman í einni íbúðargötu Ísafjarðarbæjar um klukkan eitt í nótt. Flytja þurfti annan piltinn á sjúkrahús en hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Lögregla skakkaði leikinn en vitni létu vita af líkamsárásinni. 24.3.2005 00:01
Óeirðir í höfuðborg Kirgisistans Menn hafa barist á götum úti í höfuðborg Kirgisistans, Bishkek, í morgun og stjórnarbylting virðist í uppsiglingu. Stöðugar róstur hafa veirð frá því kosningar fóru fram í landinu í síðasta mánuði, en upp úr sauð í dag. Stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar börðust á götum úti í kjölfar þess að þúsundir mótmæltu stjórn landsins og kröfðust afsagnar forsetans. 24.3.2005 00:01
Fréttamenn auglýsa í Morgunblaðinu Fréttamenn Ríkisútvarpsins birta heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í morgun þar sem þeir segjast ekki geta treyst fréttastjóra með afar takamarkaða reynslu af fréttamennsku. Tilefnið er ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar en hann á hefja störf þann 1. apríl, eftir eina viku. 24.3.2005 00:01
Tveir gripnir með fíkniefni Lögreglan í Hafnarfirði hafði afskipti af tveimur bílum í nótt vegna gruns um fíkniefnamisferli. Smáræði af kannabis fannst á einum manni í hvorum bíl. Báðir játuðu þeir að eiga fíkniefnin og teljast málin upplýst. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur í bænum. 24.3.2005 00:01
Greiðfært um helstu þjóðvegi Greiðfært er um helstu þjóðvegi landsins samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Þó eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og á fjallvegum á sunnanverðum Vestfjörðum. Hálkublettir eru á Mývatnsheiði, Mývatnsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja er á Breiðdalsheiði. 24.3.2005 00:01
Skíðasvæði við borgina lokuð Skíðasvæðin í Bláfjöllum og í Skálafelli eru lokuð vegna hlýinda. Önnur helstu skíðasvæði landsins eru hins vegar opin. Vorfæri er í Hlíðarfjalli og er Stomplyftan opin til suðurs og niður Suðurbakka. Fólk er þó beðið um að fara varlega þar sem grunnt er á grjót utan hefðbundinna skíðaleiða. Þar verður opið til klukkan fimm í dag. 24.3.2005 00:01
Ákærður fyrir aðild að tilræði Ísraelskur arabi hefur verið ákærður fyrir morð, en hann hefur viðurkennt að hafa aðstoðað Palestínumann við sjálfsmorðsárás á næturklúbbi í Tel Aviv í lok febrúar þar sem fimm Ísraelar létust. Manninum er gefið að sök að hafa aðstoðað uppreisnarmenn innan samtakanna Heilagt stríð við að velja stað til þess að gera árás á og fyrir að hafa keypt skordýraeitur sem árásarmennirnir notuðu í sprengiefni. 24.3.2005 00:01
Lögðu undir sig stjórnarráðið Mótmælendur hafa lagt undir sig stjórnarráðsbygginguna, forsetaskrifstofuna og ríkissjónvarpið í höfuðborg Kirgisistans, Bishkek, eftir átök við herlögreglu og stjórnarsinna á götum úti í morgun. 24.3.2005 00:01
Mannskæð sprenging í olíustöð Að minnsta kosti fjórtán létust og 70 særðust í gríðarlega öflugri sprengingu sem varð í olíuhreinsunarstöð í Texas í Bandaríkjunum í gær. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni. Átján hundruð manns starfa við stöðina, sem er í eigu olíurisans BP, og er sumra þeirra enn saknað. 24.3.2005 00:01
Farfuglar streyma til landsins Farfuglarnir eru farnir að streyma til landsins, fuglaáhugamönnum og öðrum landsmönnum til óblandinnar ánægju. Venjulega eru það íbúar á Suðausturlandi sem fyrstir sjá þá. Á heimasíðu fuglaáhugamanna á Höfn í Hornafirði kemur fram að skúfandarsteggur sást í gær í höfninni og einnig um 30 sílamáfar. 24.3.2005 00:01
Vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar Bobby Fisher er á leiðinni til Íslands og er búist við honum til landsins í kvöld. Hann vandar Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans ekki kveðjurnar og segir að þá eigi að hengja. Sæmundur Pálsson segist vona að Fisher róist eftir að hafa fengið hvíld. 24.3.2005 00:01
Selasetur stofnað á Hvammstanga Selasetur Íslands var stofnað á Hvammstanga í gær, hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Hugmyndin er að efla ferðaþjónustu í Húnaþingi og sérstaklega á Vatnsnesi en aðstandendur fullyrða að nánast hvergi á landi séu selalátur eins aðgengileg og við Vatnsnes. 24.3.2005 00:01
Segir að kosið verði aftur Leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fyrrverandi forsætisráðherra Kirgisistans, Kurmanbek Bakiev, lýsti því yfir að kosið yrði aftur til þings í landinu eftir að stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar höfðu lagt undir sig stjórnarráðið og höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins í höfuðborginni Bishkek fyrr í dag. 24.3.2005 00:01
Ekið á bifhjólamann Ungur vélhjólamaður slasaðist í árekstri bifhjóls og fólksbíls á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar um hálftvöleytið í dag. Bifhjólinu var ekið úr norðri eftir Kringlumýrarbraut þegar bílnum, sem kom úr suðri, var sveigt í veg fyrir bifhjólið. Ökumaður þess var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild. 24.3.2005 00:01
Fischer að lenda á Kastrup Flugvél Bobbys Fischers sem kemur frá Japan er nú í aðflugi að Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn og á hún lenda á vellinum eftir um stundarfjórðung. Skákmeistarinn var látinn laus úr prísundinni í Japan í nótt eftir að hann undirritaði yfirlýsingu þess efnis að hann félli frá málsókn á hendur japönskum yfirvöldum. 24.3.2005 00:01
Eldur í blokk í Hafnarfirði Eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi að Svöluási 1 í Hafnarfirði laust eftir klukkan eitt í dag og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var slökkvstarfi lokið rétt um klukkan tvö. Einn maður var í íbúðinni og var hann fluttur á slysadeild með snert af reykeitrun. 24.3.2005 00:01
Ríkislögmaður efaðist um innrásina Breska ríkisstjórnin er nú aftur lent í vandræðum vegna Íraksstríðsins en því er nú haldið fram að aðallögfræðingur ríkisstjórnarinnar hafi skipt um skoðun varðandi lögmæti innrásarinnar skömmu fyrir innrásina. 24.3.2005 00:01
Féllu fyrir hendi samherja Þrír írakskir hermenn og tveir lögreglumenn létust þegar þeir skutu hvorir á aðra, en báðir aðilar héldu að þeir ættu í höggi við uppreisnarmenn. Atburðurinn átti sér stað í bænum Rabia í Írak nærri landamærum Sýrlands og segja yfirvöld að átta til viðbótar hafi særst í bardaganum. 24.3.2005 00:01
Fischer flýgur heim frá Malmö Skákmeistarinn Bobby Fischer flýgur heim til Íslands frá Malmö í Svíþjóð en ekki Kaupmannahöfn eins og til stóð. Ástæðan er sögð vera þoka og gat þota sem flytja á Fischer til Íslands ekki lent í Kaupmannahöfn. Flugvél Fischers frá Japan lenti á fjórða tímanum á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn en hann fór ekki sömu leið og aðrir farþegar heldur var honum fylgt frá flugvélinni af nokkrum lögreglumönnum og öryggisvörðum á flugvellinum og upp í lögreglubíl. 24.3.2005 00:01
Flugvél hrapaði í Viktoríuvatn Átta manna áhöfn lést þegar flutningavél steyptist ofan í Viktoríuvatn skömmu eftir flugtak frá Mwanza-flugvelli í Tansaníu seint í gærkvöld. Flugvélin var af gerðinni Ilyushin-76 og var skráð í Moldóvu en hún var á leiðinni til Khartúm, höfuðborgar Súdans, með fisk. Ekki er ljóst hvað olli því að hún hrapaði en skömmu eftir flugtak missti flugturninn samband við vélina og hún hvarf af ratsjá. 24.3.2005 00:01
Friðargæsla SÞ fær yfirhalningu Lagt er til að friðargæsla á vegum Sameinuðu þjóðanna verði tekin til rækilegrar endurskoðunar í nýrri skýrslu sem birt var í dag. Í henni er farið fram á að þeim friðargæsluliðum sem framið hafi kynferðisbrot gagnvart þurfandi fólki á hættusvæðum víða í heiminum verði refsað, laun þeirra verði lækkuð og komið á fót sjóði til að aðstoða þær konur og stúlkur sem þeir hafi barnað. 24.3.2005 00:01
Ekkert vitað um Akajev Ekki er vitað hvar Askar Akajev, forseti Kirgisistans, er niður kominn eftir að uppreisn var gerð í landinu. Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar lögðu undir sig stjórnarráðið og forsetaskrifstofuna í höfuðborginni Bishkek fyrr í dag, en til átaka kom á milli þeirra og stjórnarsinna og þegar þúsundir andstæðinga stjórnarinnar þustu út á götur og kröfðust afsagnar Akajevs vegna ásakana um að svindlað hafi verið í þingkosningum í síðasta mánuði. 24.3.2005 00:01
Hæstiréttur hafnar kröfu foreldra Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag kröfu foreldra Terriar Schiavo um að næringarslanga verði aftur tengd við hana, en hún var tekin úr Schiavo fyrir tæpri viku að skipan dómara í Flórída. Foreldrar Schiavo leituðu til Hæstaréttar eftir að alríkisdómari í Flórída og áfrýjunardómstóll í Atlanta höfðu hafnað kröfu þeirra. 24.3.2005 00:01
Flutt á sjúkrahús eftir bruna Kona á sextugsaldri var flutt á slysadeild til skoðunar eftir að eldur kom upp í íbúð hennar á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. 24.3.2005 00:01
Harður árekstur við Kringluna Harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar um hálftvöleytið í dag. Ökumaður fólksbifreiðar var á leið norður Kringlumýrarbraut og hugðist beygja vestur Miklubrautina. Hann ók þá í veg fyrir mótorhjól sem var á leið suður eftir Kringlumýrarbrautinni og kastaðist ökumaður þess yfir bílinn og lenti á bakinu á götunni. 24.3.2005 00:01
Fagnaðarfundir á Kastrup-flugvelli Það voru fagnaðarfundir þegar Sæmundur Pálssson tók á móti vini sínum Bobby Fischer á Kastrup-flugvelli í dag. Fischer segist kominn til að vera á Íslandi. 24.3.2005 00:01
Flogið frá Kristianstad Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, var í föruneyti Fischers á Sturup-flugvelli í Malmö skömmu fyrir klukkan sjö. Hann sagði að svartaþoka væri þar og aðeins 50 metra skyggni og því yrði brugðið á það ráð að fara til Kristianstad sem væri fyrir norðan Malmö. Þar væri vélin lent og með henni kæmi föruneytið heim. 24.3.2005 00:01
Viðbúnaður vegna komu Fischers Mikill viðbúnaður er á Reykjavíkurflugvelli vegna komu Bobbys Fischers til landsins. Sýnt verður beint frá því þegar stórmeistarinn kemur í aukfréttatíma á Stöð 2. Þá eru einnig fjölmargar erlendar stöðvar hingað komnar til að fylgjast með atburðinum og þá hafa stóru, erlendu fréttaþjónusturnar þegar keypt réttinn á þeim myndum sem íslenskar stöðvar senda út í kvöld. 24.3.2005 00:01
Sagði að hengja ætti ráðamenn Fyrstu skilaboð skákmeistarans til heimsbyggðarinnar, eftir að hann var látinn laus úr prísundinni í Japan, var að hengja ætti Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans. 24.3.2005 00:01
Velur á milli tveggja hótela Og Fischer þarf stað til að gista á þegar hann kemur til Íslands í kvöld. Starfsmenn tveggja hótela í Reykjavík, eiga von á því að hýsa skáksnillinginn. 24.3.2005 00:01
Þurfa ekki atvinnuleyfi í maí 2006 Borgarar átta nýrra ríkja í Evrópusambandinu mega koma hingað til lands og vinna án sérstaks atvinnuleyfis frá og með 1. maí 2006, að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að færa þá dagsetningu framar. 24.3.2005 00:01
Bein útsending um klukkan 23 Aukafréttir verða á Stöð 2 um klukkan 23 vegna komu skákmeistarans Bobbys Fischers til landsins en flugvél hans hefur nú yfirgefið Kristianstad í Svíþjóð. Bein útsending verður frá Reykjavíkurflugvelli og verður Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, á staðnum. 24.3.2005 00:01
Ráðherra hafi beitt þrýstingi Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir úthlutun úr launasjóði myndlistarmanna vera eins faglega og framast má vera. Stjórnin hafi aldrei beitt úthlutunarnefndina nokkrum þrýstingi en það hafi hins vegar ráðherra í ríkisstjórninni gert. 24.3.2005 00:01
Skíðasvæði lokuð vegna veðurs Skíðasvæðin í kringum höfuðborgarsvæðið voru lokuð vegna veðurs í dag. Önnur helstu skíðasvæði voru hins vegar opin þótt skíðafæri hefði verið misgott. 24.3.2005 00:01
Fischer lentur í Reykjavík Einkaflugvél lenti nú rétt áðan á Reykjavíkurflugvelli með Bobby Fischer og föruneyti og tók fjöldi fólks á móti honum, bæði fjölmiðlafólk og velunnarar. Með Fischer í vélinni komu Sæmundur Pálsson vinur hans, unnusta hans, Miyoko Watai, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og heimildarmyndargerðarmenn. 24.3.2005 00:01
Vilja Fischer enn framseldan Adam Ereli, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir að þarlend stjórnvöld hafi óskað eftir því í gær að Japanar framseldu Fischer til Bandaríkjanna þrátt fyrir aðgerðir Íslendinga. Ereli sagði Bandaríkjamenn vonsvikna vegna þess að Íslendingar hefði veitt Fischer ríkisborgararétt enda væri hann glæpamaður á flótta. 23.3.2005 00:01
Gekk berserksgang á lögreglustöð Sunnlenskur atvinnurekandi gekk berserksgang á lögreglustöðinni á Selfossi í gær þegar hann ætlaði að sækja þangað íslenskan ökumann sinn sem hafði verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og með útrunnið ökuskírteini. Hafði ökumaðurinn verið að aka pólskum starfsmanni atvinnurekendans til vinnu í uppsveitum Árnesssýslu en Pólverjinn hafði ekki atvinnuréttindi. 23.3.2005 00:01
Verslunarmiðstöð sprengd í Beirút Tveir týndu lífi þegar sprengja sprakk í verslunarmiðstöð norður af Beirút í Líbanon í morgun. Fimm slösuðust. Veggir verslunarmiðstöðvarinnar þeyttust nánast út og þakið hrundi þegar sprengjan sprakk. Miðstöðin var lokuð þegar atvikið varð og því er talið að ekki hafi fleiri farist. Björgunarsveitir leita þó í rústunum. 23.3.2005 00:01
Vagn gaf sig undan þunga rafals Dráttarvagn sem átti að flytja 80 tonna þungan rafal frá Sundahöfn upp í virkjun Orkuveitu Reykjavíkur við Nesjavelli gaf sig þegar verið var að draga hann um hringtorgið í Sundahöfn snemma í morgun. Rafallinn tollir á vagninum og hefur starfsmönnum ET flutningafyrirtækisins tekist að flytja vagninn inn á athafnasvæði sitt við Sundahöfn þannig að þar eru engar umferðartafir lengur. 23.3.2005 00:01