Innlent

Fjarðaál fær leyfi fyrir byggingu

MYND/Vísir
Fjarðaál hefur fengið tímabundið leyfi frá umhverfisnefnd Fjarðabyggðar til að reisa þjónustu- og upplýsingamiðstöð við gamla þjóðveginn, vestan við Sómastaði. Um er að ræða upplýsingamiðstöð fyrir framkvæmdir á álverslóð og fyrir ferðaþjónustu í Fjarðabyggð. Umhverfisnefnd samþykkti umsóknina á fundi sínum í fyrradag en formlega þarf svo að sækja um byggingarleyfi fyrir húsinu og leggja fram nauðsynleg gögn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×