Erlent

Fleiri ETA-meðlimir handteknir

Spænska lögreglan handtók þrjá meinta meðlimi ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, í morgun. Mennirnir vorui handteknir í borginni San Sebastian og var töluvert magn vopna gert upptækt. Þetta er þriðja handtakan á aðilum sem taldir eru tengjast ETA á jafnmörgum dögum. Samtökin eru sögð bera ábyrgð á dauða hátt meira en átta hundruð manns frá árinu 1968 í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Baska-héraðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×