Erlent

Hægt að bjarga tugþúsundum barna

Hægt væri að bjarga lífi tugþúsunda barna í Afríku með því að bólusetja þau fyrir lungnabólgu. Þetta er niðurstaðan í nýrri tilraun sem gerð hefur verið. Það kom nokkuð á óvart hversu mikil áhrif slík bólusetning hefur en bólusetning gegn lungnabólgu og heilahimnubólgu á um 17 þúsund ungabörnum minnkar barnadauða um heil 16%. Bólusetningin hefur svipuð áhrif gegn banvænni lungnabólgu og flugnanet hafa á banvæna malaríu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×