Erlent

Fuglaflensan herjar enn

Tala þeirra sem látist hafa úr fuglaflensu í Víetnam hækkar enn. Í dag var tilkynnt að 17 ára gömul stúlka hafi látist af völdum veirunnar í fyrradag og hafa þá 35 íbúar landsins látist af þeim sökum. Þá liggur kona á fimmtugsaldri, illa haldinn af fuglaflensunni, á sjúkrahúsi í norðurhluta Víetnam, nærri landamærunum að Kína. 70% þeirra sem smitast af veirunni látast. Frá árinu 2003 hafa tæplega 50 manns látist af völdum fuglaflensu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×