Innlent

Undrast ákvörðun Kópavogsbæjar

Forsvarsmenn íbúa Hjallahverfis í Kópavogi hafa í bréfi óskað eftir því að bæjaryfirvöld skoði skipulag Dalvegar í heild sinni. Íbúarnir lýsa yfir furðu sinni á því að mál Brimborgar, sem keypti græna lóð gróðrarstöðvarinnar Birkihlíð við Dalveg í von um breytt skipulag, sé skoðað af bæjaryfirvöldum en ekki blásið af borðinu þegar, samkvæmt Heiðari Guðnasyni eins forsvarsmanna. Íbúarnir hafa sent bæjarfulltrúum bréf í ábyrgðapósti og óskað eftir skoðun þeirra á málinu og hafa bókað fund með bæjarstjóranum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×