Innlent

Greiðfært um helstu þjóðvegi

MYND/Róbert
Greiðfært er um helstu þjóðvegi landsins. Þó eru hálkublettir á Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og á milli Akureyrar og Ljósavatns. Á Suðurlandi er umferð fjallabíla almennt leyfð á flestum hálendisleiðum en á Norður- og Austurlandi er víðast allur akstur bannaður vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum. Allur akstur er bannaður um Uxahryggi og á Kaldadal en hægt er að komast að Langjökli um Borgarfjörð hjá Húsafelli, um veg 550 að vegi 551.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×