Fischer bjartsýnn á framtíð sína 25. mars 2005 00:01 Bobby Fischer segist bjartsýnn á framtíð sína á Íslandi, þótt hann sé lítið farinn að skipuleggja hana. Hann segist engan áhuga hafa á venjulegri skák lengur. Fischer kom víða við á blaðamannafundi í dag. Fischer lét blaðamenn bíða aðeins eftir sér, eins og hans er kannski von og vísa inn. Hann fór hægt af stað en síðan kjaftaði á honum hver tuska í á aðra klukkustund, svo mjög að sumum fannst nóg um, enda er Fischer ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum. Það er augljóst að Fischer er frelsinu feginn. Hann sagði mjög ánægjulegt að vakna upp sem Íslendingur, sérstaklega þar sem hann hafi verið í japönskum fangaklefa. Hann var búinn að láta skerða hár sitt og skegg síðan í gær og kvaðst ætla að taka það rólega næstu daga og njóta frelsisins. Skákmeistarinn vildi ekki ræða það hvort unnusta hans myndi dvelja með honum hér á landi en hann sér fyrir sér bjarta framtíð á Íslandi. „Ég held að hún verði mjög góð. Landið er frábært. Hreina loftið er yndislegt og fólkið mjög gott. Maturinn er framúrskarandi og hér er nóg pláss,“ sagði Fischer. Spurður hvort hann ætlaði að kaupa einhverjar fasteignir hér á landi sagðist hann ekki hafa tekið ákvörðun um það. Fischer tók það margoft fram á fundinum að hann hefði ekki áhuga á skák lengur, hann telur hana vera komna í ógöngur og segir einvígi vera fyrirfram skipulögð leik fyrir leik. Hann er þó ekki í vafa um hver sé besti skákmaður heims. „Ég tefli ekki lengur gömlu skákina en ef ég gerði það væri ég auðvitað ennþá bestur. Hún vekur engan áhuga hjá mér því maður þarf að eyða tímanum í að leggja óteljandi afbrigði á minnið. Það er heimskulegt,“ sagði Fischer. Hann tók þó nokkrar skákir við samfanga sína frá Myanmar meðan á fangavistinni stóð og vann alltaf, að sögn. Stór hluti blaðamannafundarins fór í það sem kalla má samtal bandarískra blaðamanna og Fischers en þeir vildu fá skýringu á því hvers vegna Fischer hatist svona við gyðinga og níði þá niður við hvert tækifæri. Niðurstaðan var í sjálfu sér engin - í stuttu máli þá hafa skoðanir Fischers ekki breyst á nokkurn hátt. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Bobby Fischer segist bjartsýnn á framtíð sína á Íslandi, þótt hann sé lítið farinn að skipuleggja hana. Hann segist engan áhuga hafa á venjulegri skák lengur. Fischer kom víða við á blaðamannafundi í dag. Fischer lét blaðamenn bíða aðeins eftir sér, eins og hans er kannski von og vísa inn. Hann fór hægt af stað en síðan kjaftaði á honum hver tuska í á aðra klukkustund, svo mjög að sumum fannst nóg um, enda er Fischer ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum. Það er augljóst að Fischer er frelsinu feginn. Hann sagði mjög ánægjulegt að vakna upp sem Íslendingur, sérstaklega þar sem hann hafi verið í japönskum fangaklefa. Hann var búinn að láta skerða hár sitt og skegg síðan í gær og kvaðst ætla að taka það rólega næstu daga og njóta frelsisins. Skákmeistarinn vildi ekki ræða það hvort unnusta hans myndi dvelja með honum hér á landi en hann sér fyrir sér bjarta framtíð á Íslandi. „Ég held að hún verði mjög góð. Landið er frábært. Hreina loftið er yndislegt og fólkið mjög gott. Maturinn er framúrskarandi og hér er nóg pláss,“ sagði Fischer. Spurður hvort hann ætlaði að kaupa einhverjar fasteignir hér á landi sagðist hann ekki hafa tekið ákvörðun um það. Fischer tók það margoft fram á fundinum að hann hefði ekki áhuga á skák lengur, hann telur hana vera komna í ógöngur og segir einvígi vera fyrirfram skipulögð leik fyrir leik. Hann er þó ekki í vafa um hver sé besti skákmaður heims. „Ég tefli ekki lengur gömlu skákina en ef ég gerði það væri ég auðvitað ennþá bestur. Hún vekur engan áhuga hjá mér því maður þarf að eyða tímanum í að leggja óteljandi afbrigði á minnið. Það er heimskulegt,“ sagði Fischer. Hann tók þó nokkrar skákir við samfanga sína frá Myanmar meðan á fangavistinni stóð og vann alltaf, að sögn. Stór hluti blaðamannafundarins fór í það sem kalla má samtal bandarískra blaðamanna og Fischers en þeir vildu fá skýringu á því hvers vegna Fischer hatist svona við gyðinga og níði þá niður við hvert tækifæri. Niðurstaðan var í sjálfu sér engin - í stuttu máli þá hafa skoðanir Fischers ekki breyst á nokkurn hátt.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira