Erlent

Hóta hryðjuverkum í Frakklandi

Bréf þar sem hótað er hryðjuverkum hafa borist Jacques Chirac, forseta Frakklands, og innanríkisráðuneyti landsins. Að sögn franskra yfirvalda vou bréfin send í gær og er þar farið fram á peningagreiðslu; að öðrum kosti muni eitthvað miður ánægjulegt eiga sér stað í maímánuði. Hópurinn sem skrifar undir bréfið kallar sig AZF en hótun um að sprengja lestarteina í Frakklandi, sem höfð var frammi á síðasta ári, var einnig undirrituð af hópi með því nafni.  Rannsókn á hótununum er þegar hafin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×