Innlent

Undirbúa málsókn gegn ríkinu

Félag eigenda sjávarjarða undirbýr nú málshöfðun gegn ríkinu vegna útróðraréttar sem þeir hafa haft frá landnámi en frá þessu er greint í Bændablaðinu í dag. Sjávarnytjar hafa lengi fylgt jörðum á Íslandi sem liggja á hafsvæði um 115 metra út frá stórsraumsfjöruborði. Með lögunum um stjórn fiskveiða var komið í veg fyrir að jarðirnar hafi getað nýtt sér réttinn til sjósókna frá einkajörðum sínum. Um ellefu hundruð jarðir með útræði sem hlunnindi eru hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×