Innlent

Lóan er komin

Lóan er komin og var það breskur fuglafræðingur og áhugamaður sem sá þrjár heiðlóur vestur í Gróttu á Seltjarnarnesi í gær. Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði, segist vita deili á Bretanum og treysta honum fyllilega. Brynjúlfur segir að sl. sjö ár hafi lóan komið á tímabilinu 24.-31. mars og fjögur af þeim skiptum þann tuttugustu og fjórða. Þetta sé því í fyrra fallinu. Hann segir að einnig sé farið að sjást nokkuð til álfta og grágæsa, svo einhverjar tegundir séu nefndar. Brynjúlfur kveðst trúa því að vorið verði gott, eins og gjarnan þegar fuglarnir komi snemma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×