Innlent

Ákæra þingfest vegna smyglara

Brasilíska konan sem handtekin var í Leifsstöð rétt fyrir jól með rúm 800 grömm af kókaíni og á annað þúsund skammta af LSD gistir fangageymslur fram í miðjan apríl. Ákæra á hendur henni var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag. Hefur konan, Da Silva að nafni, verið í gæsluvarðhaldi síðan hún var handtekin en efnin fundust við leit tollvarða á innanverðum lærum hennar og í leggöngum. Aðalmeðferð í máli hennar fer svo fram þann áttunda apríl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×