Innlent

Háspennustrengur í sundur

Háspennustrengur var grafinn í sundur í Laugardal um ellefuleytið í gær. Rafmagnslaust varð víðast hvar í Teigahverfi, á Sundlaugaveg, DAS-heimilinu, Klettagörðum, Vesturbrún og Viðey. Gert var við strenginn á skömmum tíma og var komið á rafmagn alls staðar nema í Viðey um hádegi. Helgi Pétursson, verkefnisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að þetta gerist stundum þegar unnið sé nálægt háspennustöðvum. Í þetta sinn voru verktakar að störfum nálægt World Class í Laugardalnum þegar grafið var í gegnum strenginn. Helgi telur þetta ekki vera neinum að kenna heldur hafi verið um slys að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×