Fleiri fréttir

Spenna fer vaxandi í Kirgisistan

Ólga vex enn í fyrrum Sovétlýðveldinu Kirgisistan. Stjórnarandstæðingar segjast berjast fyrir lýðræðisumbótum en Akayev forseti og talsmenn hans segja að glæpamenn séu að reyna að ná undirtökunum í landinu.

Móta stefnu um ríkisborgararétt

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur mikilvægt að ákvarðanir Alþingis byggi á því að einstaklingar njóti jafnræðis. Hann telur að veitingu ríkisborgararéttar þurfi að skoða í heild sinni.

Gæta jafnræðis

Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, taldi langsótt að ríkisborgararéttur til handa skákmeistaranum Bobby Fischer kæmi til kasta Alþingis. Henni finnst þurfa að gæta jafnræðis í svona málum.

Arabafundur veldur vonbrigðum

Fundur leiðtoga Arabaríkjanna í Algeirsborg í Alsír sem hófst í gær virðist ætla að skila litlu.

Ákvörðun Íslendinga vonbrigði

Sæmundur Pálsson, vinur skákmeistarans Bobby Fischers, stefnir að því að sækja Fischer til Japans fyrir helgi og vonast til að koma með hann hingað til lands á morgun eða um helgina. Fischer hefur áhyggjur af því að Bandaríkjamenn reyni að hefta ferð hans.

Norður-Kóreumenn iðnir við kolann

Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í gær að þeir hefðu stækkað kjarnavopnabúr sitt svo að þeir gætu varist árásum óvina sinna.

Myrti níu og stytti sér svo aldur

Níu manns féllu fyrir hendi unglingspilts sem gekk berserkgang á verndarsvæði indíána áður en hann svipti sig lífi. Sjónarvottar segja að pilturinn hafi virst viti sínu fjær þegar hann framdi ódæðið.

Rannsókn að ljúka

Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður í Stykkishólmi, segir að verið sé að ljúka rannsókn og skýrslugerð í máli sjö lettneskra verkamanna sem teknir voru að ólöglegum störfum í Ólafsvík fyrir helgi.

Samningar um Arnarnesháls

Samningar við verktaka um uppbyggingu á Arnarneshálsi voru undirritaðir á bæjarskrifstofum Garðabæjar í dag. Landið hefur gengið kaupum og sölum og verið í fréttum þess vegna.

Dæmdur eftir níu ár í felum

Stefán Aðalsteinn Sigmundsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir Skeljungsránið. Fyrrverandi eiginkona hans kom lögreglunni á sporið. Aðeins lítill hluti af sex milljóna króna ránsfeng hefur komist til skila.

Til heiðurs Vigdísi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að styrkja alþjóðlega ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur um 2,5 milljónir.

Eftirlit Vegagerðarinnar leggst af

Leyfiskerfi vegna vörubíla verður einfaldað, nái nýtt frumvarp samgönguráðherra fram að ganga. Hann kynnti frumvarp til laga um breytingar á lögum um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga fyrir ríkisstjórn í gær. 

Breytingar á höfundalögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í gær frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum. Byggir frumvarpið á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins og samþættingu tiltekinna þátta höfundarréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu.

Samherji semur um inniveruna

Sjómenn þriggja ísfisktogara Samherja hafa undir handleiðslu stéttarfélaga sinna samið við fyrirtækið um hafnarfrí. Meirihluti skipverjanna greiddi atkvæði með samningunum sem gildir í eitt ár um borð í Akureyrinni, Björgúlfi og Björgvini.

Óheimilt að stöðva Kristal plús

Ölgerð Egils Skallagrímssonar íhugar að krefja Reykjavíkurborg um skaðabætur eftir að úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarnarmála úrskurðaði að óheimilt hefði verið að stöðva dreifingu hins vítamínbætta drykkjar Ölgerðarinnar, Kristals plús.

Fæstir ofbeldismenn greiða bætur

Fórnarlömb ofbeldismanna verða af stórum hluta þeirra miskabóta sem þeim hafa verið dæmdar. Ástæðan er að brotamennirnir eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Þar sem miskabætur úr ríkissjóði hafa ekki hækkað síðan þær voru teknar upp fyrir áratug munar oft miklu á dæmdum bótum og bótagreiðslum

Fischer: Bandaríkjamenn vonsviknir

Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur.

Von á frekari stríðsátökum?

Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum?

Vilja rannsókn á viðskiptum banka

Þingmenn Vinstri-grænna vilja rannsókn á viðskiptum bankanna með lóðir og fasteignir - og hvort þeir brjóti lög með því að hafa byggingarverktaka á sínum snærum. Viðskiptaráðherra ætlar ekki að krefjast þess að bankarnir láti í té upplýsingar um fasteigna- og lóðakaup sín.

Þrjú tundurdufl á Langanesi

Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning frá lögreglunni á Þórshöfn um að tundurdufl hefðu fundist á Langanesi. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru norður í morgun og sprengdu tundurduflið til að eyða því. Er sprengjusérfræðingarnir höfðu verið á staðnum um tíma fundu þeir tvö tundurdufl til viðbótar og voru að undirbúa eyðingu þeirra undir kvöld.

Schiavo-deilan tæplega risið hér

Schiavo-deilan hefði tæplega risið hér á landi eins og í Bandaríkjunum þar sem er rifist um hvort heilasködduð kona skuli lifa eða deyja. Samkvæmt reglum hér er leitað fyrst til maka sjúklings um slíka ákvörðun. Seinna á árinu mun væntanlega verða komin skrá yfir vilja fólks, lendi það í slíkri eða svipaðri aðstöðu og Terri Schiavo.

Enn óvissa um sölu Símans

Þeir sem áttu von á að ríkisstjórnin ákveddi fyrir páska hvernig staðið verður að sölu Símans mega bíða enn. Á fjármálamarkaði er mikið rætt um það hverjir munu bjóða í Símann. Því er haldið fram ítrekað að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, segi kaupin í höfn svo lengi sem nægilega breiður hópur fjárfesta sameinist um tilboð.

Íslenskættuð kona tæplega 110 ára

Guðrún Björg Björnsdóttir Johnson átti einungis eftir tvo mánuði í að ná 110 ára aldri þegar hún dó 1998. Guðrún Björg fæddist á Vopnafirði en flutti fjögurra ára gömul til Kanada. Tengdadóttir Guðrúnar segir lykilinn að löngum aldri að líkindum fólginn í því hve mjög hún elskaði börnin sín og þau hana.

Vopnasölubann í brennidepli

Þrýst var á leiðtoga Evrópusambandsins á fundi þeirra í Brussel í gær að fresta ákvörðun um að aflétta í áföngum vopnasölubanni á Kína. Breski utanríkisráðherrann Jack Straw sagði að áframhaldandi mannréttindabrot í Kína og ný lög um Taívan hefðu skapað "mjög erfitt pólitískt andrúmsloft" fyrir tilburði til að aflétta banninu.

Stjórnarkreppa í Eistlandi

Flokkarnir þrír, sem myndað hafa ríkisstjórnarmeirihlutann í Eistlandi síðustu tvö árin, sátu í gær að samningaviðræðum um myndun nýrrar stjórnar eftir að forsætisráðherrann Juhan Parts baðst óvænt lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Það gerði hann á mánudag, í kjölfar þess að vantraustsyfirlýsing á dómsmálaráðherrann var samþykkt í þinginu.

Framboð Mussolini löglegt

Æðsti stjórnsýsludómstóll Ítalíu úrskurðaði á þriðjudag að framboð flokks Alessöndru Mussolini, barnabarns fastistaleiðtogans, í héraðskosningum í Lazio-héraði á Mið-Ítalíu væri löglegt, en kosningarnar fara fram 3.-4. apríl. Þar með sneri dómstóllinn við fyrri úrskurðum neðri dómstiga.

Hundi bjargað af þaki

"Hvolpurinn var björguninni feginn enda skalf hann af hræðslu þegar við náðum til hans," segir Oddur Eiríksson, hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en þeir fengu sérstætt verkefni um miðjan dag í gær þegar óskað var eftir aðstoð þeirra við að bjarga hundi af þaki íbúðarhúss við Tjarnargötu í Reykjavík.

Ísraelar skila Vesturbakkabæ

Ísraelar luku í gær við að skila yfirráðum yfir bænum Tulkarem á Vesturbakkanum í hendur palestínskra yfirvalda. Yfirmenn í öryggissveitum Ísraela og Palestínumanna innsigluðu afhendinguna með handabandi í hliði á aðalveginum að bænum, sem Ísraelar höfðu haldið lokuðu.

Vilja upplýsingar um starfslok

Fjármálaeftirlitið hefur krafið stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins um upplýsingar um starfslokasamning sem fyrruverandi stjórn sjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, þáverandi framkvæmdastjóra. Einnig er óskað upplýsinga um starfslok hans í síðasta mánuði.

Minna fé til listaverkakaupa

Listasafn Íslands hefur átta milljónum króna minna fé að raunvirði til kaupa á listaverkum en það hafði árið 1989. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri-grænna.

Neytendur sviknir um ágóðann

Innflytjendur og verslanir hafa nýtt sér sterka stöðu krónunnar til að hækka álagningu sína, að mati Neytendasamtakanna. Þetta geri þeir með því að halda verðinu að mestu óbreyttu þótt innkaupsverð lækki.

Ólína verst ásökunum

Stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur skorað á menntamálaráðuneytið að gera rækilega úttekt á framgöngu Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, gagnvart samstarfsfólki við skólann. Í bréfi félagsins til ráðuneytisins er talað um að "ógnarstjórn" ríki í skólanum. Ólína segir ásakanirnar staðlausar ærumeiðingar.

Örfá atriði ófrágengin

"Það voru nokkur atriði sem talin var ástæða til að skoða betur," segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, spurður um ástæður þess að söluferli Símans verður ekki kynnt fyrir páska eins og til stóð. Hann vill ekki tilgreina nánar hvaða atriði þurfi nánari skoðunar við.

Brugðist við verðbólguógn

Seðlabankinn ætlar að hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig á þriðjudaginn eftir páska. Þá verða vextirnir komnir í níu prósent en í maí í fyrra voru þeir 5,3 prósent.

Pólverjar teknir án atvinnuleyfis

Þrír Pólverjar, sem reyndust vera án atvinnuleyfis í vinnu á hérlendis, voru yfirheyrðir af lögreglunni á Selfossi í gær.

Gagnagrunnur um bíóaðsókn

Samtök myndrétthafa á Íslandi, SMÁÍS, hafa tekið í notkun nýja veflausn sem heldur utan um aðsókn í kvikmyndahús og gerir kvikmyndahúsunum kleift að vinna með hagkvæmum hætti tölfræði um aðsókn að kvikmyndum.

Nóatún þakkar slökkviliðinu

Nóatún þakkaði slökkviliðsmönnum fyrir störf sín að Hringbraut 121 í dag þegar endurgerð Nóatúnsverslun var opnuð þar á ný eftir stórbruna sem varð í versluninni í desember sl. Sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf færði Nóatún Líknarsjóði brunavarðafélags Reykjavíkur peningagjöf að upphæð 500.000 krónur.

Essó og Olís hækka einnig

Olíufélögin Essó og Olís hafa fylgt í kjölfar Skeljungs og hækkað bensínlítrann um 2,70 og kostar bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu nú víða um hundrað krónur. Hann er enn nokkrum krónum ódýrari hjá dótturfélögum stóru olíufélaganna og Atlantsolíu.

Gjörbreytir hernaðarjafnvæginu

Aflétti Evrópusambandið vopnasölubanni sínu á Kína, gjörbreytir það hernaðarjafnvæginu í Asíu. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í morgun en hún er sem stendur í opinberri heimsókn í Kína.

Tveir bátar urðu vélarvana

Vélarbilun varð í tveimur trillubátum út af Reykjanesi í gærdag og óskuðu bátsverjar eftir aðstoð. Í báðum tilvikum komu nálægir bátar þeim til aðstoðar og drógu bátana til lands.

1500 ný heimili á Vesturbakkanum

Ísraelsmenn ráðgera að byggja fimmtán hundruð ný heimili fyrir landnema á hernumdu landi á Vesturbakkanum. Tilgangurinn er að tengja eina af stærri landnemabyggðum gyðinga þar við Jerúsalem. Ariel Sharon mun hafa skipað fyrir um byggingu tveggja nýrra hverfa í síðustu viku og er það hluti áætlunar Sharons um „Stór-Jerúsalem“.

Snarræði kom í veg fyrir eldsvoða

Snarræði vaktmanns að Reykjalundi kom í gærkvöldi í veg fyrir að eldur næði að breiðast út á vinnusvæði þar sem plaströr eru steypt og mikill eldsmatur er. Strax og hann varð eldsins var kallaði hann á slökkvilið sem þegar hafði mikinn viðbúnað, en á meðan maðurinn beið þess að það kæmi á vettvang náði hann að slökkva eldinn.

Íslendingar aflahæstir í Evrópu

Íslenskir og hollenskir sjómenn skipta með sér fyrsta sætinu þegar skoðað er aflaverðmæti á hvern sjómann í Evrópu. Samkvæmt samantekt <em>Sjávarfrétta</em> yfir aflaverðmæti í hitteðfyrra nam verðmæti á hvern sjómann frá þessum þjóðum röskum fjórtán milljónum íslenskra króna. Næst komu svo færeyskir, belgískir og norskir sjómenn.

Dæmt fyrir lágar launagreiðslur

Danski vinnumáladómstóllinn hefur dæmt pólskt fyrirtæki, sem er í eigu Dana, í fjársektir fyrir að hafa greitt fjórum pólskum byggingaverkamönnunum sínum í Danmörku allt of lág laun. Það var fyrirtæki í danska byggingariðnaðinum sem kærði málið, m.a. á grundvelli þess að pólsku starfsmennirnir hefðu ekki heldur rétt fagréttindi.

Sjá næstu 50 fréttir