Fleiri fréttir

Berlusconi að draga í land?

Silvio Berlusconi virðist eitthvað vera að draga í land með þá ákvörðun sína að fara með herlið Ítala burt frá Írak í september. Í gær sagði Berlusconi að ekki væri búið að ákveða hvenær herinn færi og það yrði að gerast í góðri sátt við bandamenn landsins.

Leikskólagjöld lækka um fjórðung

Leikskólagjöld á Akureyri munu lækka um allt að fjórðung, ef bæjarráð fer að tillögum skólanefndar bæjarins um einföldun og samræmingu gjaldskrárinnar. Verði þetta samþykkt munu leikskólagjöld vegna 650 barna af þeim þúsund sem eru á leikskólum bæjarins lækka um fjórðung, eða um 5700 krónur á mánuði á hvert barn.

Sýknaðir af hryðjuverkaárás

Kanadískur dómstóll sýknaði í gær tvo Indverja af ákæru um að hafa staðið á bak við sprengjutilræði sem varð meira en þrjú hundruð manns að bana fyrir tuttugu árum síðan. Mönnunum var gefið að sök að hafa komið fyrir sprengju um borð í Air India flugvél sem var á leiðinni frá Kanada til Indlands árið 1985.

Berjast gegn Da Vinci lyklinum

Háttsettir menn innan kaþólsku kirkjunnar berjast nú hatrammri baráttu gegn metsölubókinni, <em>Da Vinci lyklinum</em>. Í bókinni, sem notið hefur fádæma vinsælda um allan heim, er því meðal annars haldið fram að Jesús hafi gifst Maríu Magdalenu og átt með henni afkomendur.

Umferðartafir í Kópavogi

Miklar umferðartafir urðu við Gjána í Kópavogi í gærkvöldi þegar akreinum til norðurs hafði verið lokað þar sem verktakar voru að koma upp byggingakrana. Annir voru hjá lögreglu við að greiða úr umferðarflækjunni en engin óhöpp hlutust af. Uppsetning kranans er vegna áforma um að halda áfram að byggja yfir Gjána.

Rektorskjör í HÍ í dag

Rektorskjör verður í Háskóla Íslands í dag. Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, og Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild, eru í framboði en þau urðu hlutskörpust í fyrri umferð kosninganna sem fram fór 10. mars.

Forstjóri varð fyrir sprengjuárás

Anatoly Chubais, forstjóri orkufyrirtækisins Unified Energy Systems í Rússlandi, varð fyrir skot- og sprengjuárás þegar hann var á leið til vinnu sinnar í morgun. Hann slapp ómeiddur frá tilræðinu.

Skóflustunga að nýrri innisundlaug

Skóflustungur að nýrri 50 metra innisundlaug og yfirbyggðum vatnagarði verða teknar við Sundmiðstöð Keflavíkur í hádeginu. Þar mun slökkvibíll frá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja sprauta vatni til lofts á táknrænan hátt og verður fyrsta skóflustungan fyllt vatni.

Fischer: Tillaga lögð fram

Tillaga var lögð fram í allsherjarnefnd Alþingis í morgun að Bobby Fischer verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Aukafundur verður líklega haldinn um málið á næstu dögum að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns nefndarinnar. 

Fyrsta hluta brottflutnings lokið

Sýrlendingar hafa lokið fyrsta hluta brottflutnings frá Líbanon. Sýrlenskar hersveitir og leyniþjónustufólk er nú komið til austurhluta Líbanons, skammt frá landamærunum að Sýrlandi, og stór hluti yfir landamærin.

Óvíst hvort Wolfowitz verði ráðinn

Tilnefning Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í embætti bankastjóra Alþjóðabankans, hefur vakið hörð viðbrögð. Óvíst er hvort tilnefningin fæst staðfest.

Siglingaleiðin enn lokuð

Siglingaleiðin fyrir Horn, sem er nyrst á Vestfjarðakjálkanum, er alveg lokuð vegna hafíss. Í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar síðdegis í gær kom glöggt í ljós að þéttur ís er orðinn alveg landfastur og einnig utar þannig að engin leið er að sigla þarna um.

Geispi tengist fullnægingu

Menn taka sér ótrúlegustu hluti fyrir hendur, eins og til dæmis Hollendingurinn Wolter Seuntjens. Hann komst að þeirri niðurstöðu að geispinn væri óeðlilega lítið rannsakað fyrirbæri og ákvað að bæta þar úr. Niðurstöður hans eru kynæsandi.

Dagskrárráð í stað útvarpsráðs

Vinstri hreyfingin - grænt framboð kynnti nýjar tillögur að frumvarpi fyrir Ríkisútvarpið á fundi í morgun en vinstri grænir segja það frumvarp, sem nú liggi fyrir Alþingi, meingallað. Þeir leggja m.a. til að útvarpsráð verði lagt niður í núverandi mynd og í stað þess komi sérstakt dagskrárráð sem hafi ekki afskipti af innri málefnum stofnunarinnar.

Ferðaþjónusta bænda verðlaunuð

Ferðaþjónusta bænda fékk fyrstu verðlaun Skandinavísku ferðaverðlaunanna 2005  á ITB-ferðakaupstefnunni í Berlín í vikunni. Samtökin fengu verðlaunin í flokknum „Besta söluvaran í ferðaþjónustu í Norðri“ en verðlaunin eru afhent af Nordis – Das Nordeuropamagazin í samstarfi við ferðamálaráðin á öllum Norðurlöndunum.

Jónas Kristjánsson ritstjóri DV

Jónas Kristjánsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Starfsmönnum var kynnt ráðning Jónasar fyrir stundu. Jónas hefur störf um miðjan apríl og mun starfa við hlið Mikaels Torfasonar. Mikael hefur ritstýrt DV einn frá því Illugi Jökulsson hætti og tók við útvarpsstjórn  á Talstöðinni.

Mildi að ekki fór verr

Ölvaður maður fékk skurð á höfuðið við Grindavíkurhöfn í nótt þar sem hann datt þegar hann var að reyna fara um borð í bát í höfninni. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem sauma þurfti nokkur spor í hnakkann á honum.

Auglýsingar ýta undir átraskanir

Sterk ímynd auglýsingaiðnaðarins stuðlar að því skelfilega og vaxandi vandamáli sem átröskun er, að mati landlæknis. Hann leggur áherslu á að nýta beri það sóknarfæri sem opnun nýrrar göngudeildar á Landspítala býður upp á. </font /></b />

Trúverðugleiki í hættu

Miðstjórn Bandalags háskólamanna lýsir yfir áhyggjum af því að trúverðugleiki Útvarpsins bíði hnekki vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra.

Börn vöruð við ljósabekkjum

Íslensk og erlend heilbrigðisyfirvöld vara mjög við því að börn yngri en 18 ára noti ljósabekki. Landlæknisembættið, geislavarnir ríkisins, Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra húðlækna hafa sent foreldrum og forráðamönnum fermingarbarna póstkort þar sem bent er á hætturnar sem fylgja því að ungt fólk fari í ljósabekki.

Meirihluti kýs sameiginlega forsjá

Hlutfall foreldra sem nýta sér sameiginlega forsjá yfir börnum sínum eftir skilnað hefur margfaldast síðasta áratug. Þetta kemur fram í grein Ingólfs V. Gíslasonar, Dómar í forsjármálum, sem birt var nýverið í ritinu Rannsóknir í félagsvísindum.

Gömul hús víkja fyrir stúdentum

Nokkur hús á Lindargötu víkja nú fyrir stúdentaíbúðum. Nikulás Úlfar Másson, arkitekt hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, segir að leyfi hafi fengist til að fjarlægja sex hús á Lindargötu og í nágrenni

Útsendingar NASN hjá Símanum

Síminn hóf í dag útsendingu á íþróttastöðinni NASN. NASN, eða North American Sports Network, sýnir eingöngu frá bandarískum íþróttagreinum allan sólarhringinn og er eina stafræna sjónvarpsstöðin í Evrópu sem gerir slíkt.

Krefjast rökstuðnings

Umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarpsins eru nú að ganga frá bréfum til þar til bærra stjórnenda á Ríkisútvarpinu, þar sem sett er fram krafa um rökstuðning fyrir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra Útvarps.

Mesta atvinnuleysi í 65 ár

Efnahags- og atvinnuástandið í Þýskalandi er afar slæmt. Atvinnuleysi hefur ekki verið meira síðan fyrir Seinni heimsstyrjöld og fjöldi þýskra stórfyrirtækja ætlar að segja upp fólki á næstunni.

Noregskonungur undir hnífinn

Haraldur Noregskonungur mun gangast undir hjartaaðgerð eftir páskahátíðina og mun Hákon krónprins gegna embættisfærslum föður síns í tvo mánuði. Boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara fyrir stundu til að greina frá þessum tíðindum.

Fjármagn gegn átröskun á næstunni

Vonir standa til þess að þær 16 milljónir króna sem vantar til þess að hægt sé að koma rekstri nýrrar göngudeildar fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi í fullan gang, fáist á næstunni, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra.

Breytingar leikskólagjalda boðaðar

Leikskólagjöld á Akureyri munu á næstunni lækka um allt að fjórðung og borgarstjórinn í Reykjavík ætlar að kynna breytingar á leikskólagjöldum í dag. Þær breytingar hljóta að vera til lækkunar því borgaryfirvöld boða ekki til blaðamannafundar til að kynna hækkanir á þjónustugjöldum.

Tíu bíla árekstur á Hellisheiði

Hellisheiðinni hefur verið lokað vegna áreksturs tíu bíla í Hveradalabrekku. Sjúkrabílar og lögreglubílar frá Selfossi og Reykjavík eru á leið á staðinn en ekki er vitað með slys á fólki. Færð á Hellisheiði er mjög slæm á þessari stundu að sögn lögreglu á Selfossi.

Blendin viðbrögð við skipuninni

Tilnefning Paul Wolfowitz í bankastjórastól Alþjóðabankans hefur vakið blendin viðbrögð í heiminum. Leiðtogum Breta og Japana líst vel á manninn en talsmönnum hjálpar- og þróunarstofnana síður.

Robert Blake sýknaður

Bandaríski leikarinn Robert Blake var í fyrradag sýknaður af ákærum um að hafa myrt eiginkonu sína.

Fischer: Verstu dagar lífs míns

„Þetta voru fjórir verstu dagar lífs míns,“ sagði Bobby Fischer er hann hringdi til stuðningshóps síns hér á landi í morgun. Þar lýsir hann veru sinni í illa þefjandi klefa í fjóra sólarhringa í niðurnýddri álmu innflytjendabúðannna í Japan. 

Margrét í borgarmálin

Margrét Sverrisdóttir gefur kost á sér í annað sætið á lista Frjálslynda flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2006. Frjálslyndi flokkurinn hóf kosningabaráttu sína í dag. 

Úrbætur gerðar á Hegningarhúsinu

Ýmsar úrbætur hafa verið gerðar á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í kjölfar athugasemda heilbrigðisyfirvalda og evrópunefndar um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Afsögn Perssons ekki á dagskrá

Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vísar því á bug að hann hyggist segja af sér embætti. Vinsældir Persons hafa dalað mjög samkvæmt skoðanakönnunum og í dagblaðinu <em>Expressen</em> í dag eru settar fram getgátur um afsögn hans á flokksþingi sósíaldemókrata síðar á þessu ári.

Enginn slasaðist alvarlega

Karlmaður slasaðist lítillega en enginn alvarlega í árekstrinum á Hellisheiði nú síðdegis. Færð á Hellisheiði var mjög slæm þegar slysið að sögn varðstjóra lögreglunnar á Selfossi. Þar var bæði snjóbylur og mikil hálka. Tíu bílar lentu í árekstrinum í Hveradalabrekku.

Hundruð rýma vestan megin

Vinna við rýmingaráætlun og viðbrögð við eldgosi í Mýrdalsjökli er langt komin og má búast við að niðurstöðurnar liggi fyrir eftir tvo mánuði. Áætlunin tekur til rýmingar hundruða manna á Hvolsvelli, í Fljótshlíð og Landeyjum ef jökulhlaup fer niður Emstrur og Markarfljót.

Vill fullvissu fyrir frelsi

Stuðningsmenn Fischers telja sig hafa sterkar vísbendingar um að Fischer verði leyft að fara til Íslands hafi hann íslenskt ríkisfang. Formaður Allsherjarnefndar vill fullvissu fyrir því að þessar upplýsingar standist.

Bónus sleppt í verðkönnun

Verði í Bónus var sleppt í verðkönnun sem verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands birti á miðvikudagskvöld.

Óeðlileg samkeppni?

Alþingismenn vilja að kannað verði hvort tilboð pólsku skipasmíðastöðvarinnar í endurbætur á varðskipum Landhelgisgæslunnar samræmist reglum á EES-svæðinu.

Ólga í skólamálum

Óánægðir íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa sent félagsmálaráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar hreppsnefndarinnar að leggja niður grunnskólann í Brautarholti og flytja skólahald í Gnúpverjaskóla í Árnesi.

Kosningabaráttan hafin

Margrét Sverrisdóttir lýsti því yfir í gær að hún sækist eftir öðru sæti á lista Frjálslyndra fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Á sama tíma lýsti hún yfir stuðningi við Ólaf F. Magnússon í fyrsta sætið og sagði það fagnaðarefni að hafa jafn reyndan mann í fyrsta sæti. Þau skipa nú fyrsta og annað sæti F-listans.

Rúður brotna í roki

Þrjár rúður brotnuðu í Klébergsskóla á Kjalarnesi fyrir hádegi í gær í allnokkru hvassviðri. Ein rúðan brotnaði þegar gluggi fauk upp en tvær aðrar þegar borð sem var á skólalóðinni fauk á glugga.

Tekjur hækka um 1,5 milljarð

Tekjur sveitarfélaga hækka um einn og hálfan milljarð króna á ári samkvæmt samkomulagi tekjustofnanefndar. Tímabundin áhrif á árunum 2006 til 2008 eru um níu og hálfur milljarður segir félagsmálaráðherra.

Mannréttindi á Íslandi gagnrýnd

Mannréttindaskýrsla Íslands var lögð fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag. Sérfræðingar nefndarinnar gagnrýndu breytingar á refsirétti og óljósa skilgreiningu á hryðjuverkum, auk þess sem lýst var yfir áhyggjum vegna þess hve fáar nauðgunarkærur leiða til dóma.

Sjá næstu 50 fréttir