Innlent

Mildi að ekki fór verr

Ölvaður maður fékk skurð á höfuðið við Grindavíkurhöfn í nótt þar sem hann datt þegar hann var að reyna fara um borð í bát í höfninni. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem sauma þurfti nokkur spor í hnakkann á honum. Maðurinn getur hrósað happi að ekki fór verr við þesar aðstæður því hann var mjög ölvaður og þurfti að gista fangageymslur lögreglunnar í Keflavík að aðgerð lokinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×