Innlent

Siglingaleiðin enn lokuð

Siglingaleiðin fyrir Horn, sem er nyrst á Vestfjarðakjálkanum, er alveg lokuð vegna hafíss. Í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar síðdegis í gær kom glöggt í ljós að þéttur ís er orðinn alveg landfastur og einnig utar þannig að engin leið er að sigla þarna um. Vonir standa til þess að með breyttri vindátt í dag fari ísinn að hopa frá landi á ný, en ef að líkum lætur verður leiðin þó með öllu ófær í dag og ef til vill fram á morgundaginn.
MYND/Landhelgisgæslan
MYND/Landhelgisgæslan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×