Innlent

Útsendingar NASN hjá Símanum

Síminn hóf í dag útsendingu á íþróttastöðinni NASN. NASN, eða North American Sports Network, sýnir eingöngu frá bandarískum íþróttagreinum og er eina stafræna sjónvarpsstöðin í Evrópu sem er eingöngu tileinkuð norðuramerískum íþróttum, 24 tíma á sólarhring, alla daga vikunnar. NASN sýnir mikilvæga íþróttaviðburði beint frá útsendingaraðila með upphaflegri lýsingu frá Bandaríkjunum og Kanada, ótruflað og óklippt. Stöðin sýnir dagkrárliði frá FOX sports, CBS, MSG og Raycom og mun sýna fjölmarga íþróttaviðburði beint í hverri viku. NASN næst eingöngu á breiðbandi Símans og verður í opinni dagskrá til kynningar til að byrja með. Til þess að ná stöðinni þarf að hafa stafrænan myndlykil frá Símanum. Hann má nálgast í næstu þjónustumiðstöð Símans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×