Auglýsingar ýta undir átraskanir 17. mars 2005 00:01 Auglýsingaiðnaðurinn ýtir undir átraskanir, að mati Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Embættið hefur starfað að úrlausnum þessa vaxandi vanda ásamt starfsfólki Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) og fleirum á heilbrigðissviði. Fram hefur komið að um 60 nýjar beiðnir vegna átröskunar hafa borist til geðsviðs LSH á undanförnum árum. Á síðasta ári tvöfaldaðist tala þeirra barna sem greindust með þennan sjúkdóm á Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut. Fjöldi þeirra fór þá úr tíu til fimmtán í 30. Þetta þýðir að á síðasta ári bættust að minnsta kosti 90 átröskunarsjúklingar í þann hóp sem fyrir var á geðdeildum LSH. Gera má ráð fyrir að hópur fólks hafi einnig leitað til heilsugæslustöðva, sálfræðinga og annarra fagaðila vegna átraskana. Í vikunni var ný göngudeild fyrir þennan sjúklingahóp tekin í notkun á geðsviði LSH. Samkvæmt upplýsingum frá Eydísi Sveinbjarnardóttur vantar 16 til 18 milljónir króna til að hægt sé að keyra þjónustuna þar eins og hægt er með því sérmenntaða fagfólki sem er á spítalanum. "Það er enginn vafi á því að það skelfilega og vaxandi vandamál sem átröskun er tengist samfélagsbreytingum nútímans," segir landlæknir. "Ég er sannfærður um að hluti af vandanum er þessi sterka ímynd auglýsingaiðnaðarins, snyrtivöruiðnaðarins og skemmtiiðnaðarins á ungar stúlkur sérstaklega, en einnig á einstaka drengi. Séu ákveðin geðlagseinkenni fyrir hendi er fólk móttækilegra fyrir sterkum áhrifum eins og eru látin dynja yfir okkur allan daginn. Sumir einstaklingar í samfélaginu hafa minni varnir en fjöldinn og fara yfir í átröskun. Þetta er ekki sjálfskaparvíti eins eða neins. Þetta er geðröskun." Sigurður segir að byggja þurfi upp þverfaglega þjónustu. Hún þurfi að beinast fyrst og fremst að fræðslu til umhverfisins, aðstandenda, sjúklinga, meðferð á göngudeild og dagdeild. Jafnframt þurfi að vera fyrir hendi aðgangur að sjúkrahúslegu, annað hvort á geðdeild eða jafnvel lyfjadeild. Þörf á því að leggja átröskunarsjúklinga inn á sjúkrahús sé yfirleitt lítil. Langflestum sé hægt að sinna á göngudeildum og dagdeildum. Efla þurfi þjónustuna við þá á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Nú sé sóknarfæri eftir opnun nýju göngudeildarinnar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Auglýsingaiðnaðurinn ýtir undir átraskanir, að mati Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Embættið hefur starfað að úrlausnum þessa vaxandi vanda ásamt starfsfólki Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) og fleirum á heilbrigðissviði. Fram hefur komið að um 60 nýjar beiðnir vegna átröskunar hafa borist til geðsviðs LSH á undanförnum árum. Á síðasta ári tvöfaldaðist tala þeirra barna sem greindust með þennan sjúkdóm á Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut. Fjöldi þeirra fór þá úr tíu til fimmtán í 30. Þetta þýðir að á síðasta ári bættust að minnsta kosti 90 átröskunarsjúklingar í þann hóp sem fyrir var á geðdeildum LSH. Gera má ráð fyrir að hópur fólks hafi einnig leitað til heilsugæslustöðva, sálfræðinga og annarra fagaðila vegna átraskana. Í vikunni var ný göngudeild fyrir þennan sjúklingahóp tekin í notkun á geðsviði LSH. Samkvæmt upplýsingum frá Eydísi Sveinbjarnardóttur vantar 16 til 18 milljónir króna til að hægt sé að keyra þjónustuna þar eins og hægt er með því sérmenntaða fagfólki sem er á spítalanum. "Það er enginn vafi á því að það skelfilega og vaxandi vandamál sem átröskun er tengist samfélagsbreytingum nútímans," segir landlæknir. "Ég er sannfærður um að hluti af vandanum er þessi sterka ímynd auglýsingaiðnaðarins, snyrtivöruiðnaðarins og skemmtiiðnaðarins á ungar stúlkur sérstaklega, en einnig á einstaka drengi. Séu ákveðin geðlagseinkenni fyrir hendi er fólk móttækilegra fyrir sterkum áhrifum eins og eru látin dynja yfir okkur allan daginn. Sumir einstaklingar í samfélaginu hafa minni varnir en fjöldinn og fara yfir í átröskun. Þetta er ekki sjálfskaparvíti eins eða neins. Þetta er geðröskun." Sigurður segir að byggja þurfi upp þverfaglega þjónustu. Hún þurfi að beinast fyrst og fremst að fræðslu til umhverfisins, aðstandenda, sjúklinga, meðferð á göngudeild og dagdeild. Jafnframt þurfi að vera fyrir hendi aðgangur að sjúkrahúslegu, annað hvort á geðdeild eða jafnvel lyfjadeild. Þörf á því að leggja átröskunarsjúklinga inn á sjúkrahús sé yfirleitt lítil. Langflestum sé hægt að sinna á göngudeildum og dagdeildum. Efla þurfi þjónustuna við þá á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Nú sé sóknarfæri eftir opnun nýju göngudeildarinnar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira