Fleiri fréttir

Bæjarstjóri bíður með brosið

"Ég bíð með brosið þangað til ráðherra tilkynnir þetta formlega á laugardaginn kemur," segir Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði.

Leitar réttar síns

"Ég þarf nauðsynlega á vitnum að halda sem sáu atvikið og eru reiðubúin að koma fram þó að langt sé um liðið," segir Kjartan Lilliendahl byggingatæknifræðingur. Hann slasaðist illa í árekstri við ungan mann í Skautahöllinni í Laugardal í mars árið 2000 með þeim afleiðingum að hann hrygg- og rifbeinsbrotnaði.

Lyfjanotkun drengja fjórfalt meiri

Á annað þúsund barna á aldrinum eins til fjórtán ára er á lyfjum við athyglisbresti og ofvirkni. Notkun drengja er fjórfalt meiri en stúlkna.

Bíræfið bankarán stöðvað

Bíræfið hátæknirán, þar sem ræna átti 220 milljónum punda úr japönskum banka í London, var upplýst áður en það var framið.

Fengu helmingi minna en vildu

<>Sveitarfélögin fá rúmlega 1,5 milljarða króna á ári frá ríkinu í tillögu mtekjustofnanefndar. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, sagði á Alþingi í gær að tímabundin áhrif tillagnanna næmu um 9,5 milljörðum króna til ársins 2008.

Sjúkrabílnum snúið við

Bróðir ungs karlmanns sem lést af ofneyslu lyfja telur að Neyðarlínan hafi brugðist skyldu sinni þegar hætt var við að senda sjúkrabíl eftir honum, eftir að hann hafði afþakkað aðstoð. Hann lést nokkrum klukkustundum síðar.

Fjárhættuspil á íslenskri vefsíðu

Vefsíða á íslensku hefur verið opnuð þar sem hægt er að spila fjárhættuspil upp á stórar upphæðir. Að hafa atvinnu af fjárhættuspili varðar við íslensk lög en eigendur síðunnar telja hana ekki ólöglega þar sem fyrirtækið á bak við hana er breskt.

Kvikmyndafyrirtæki fari á hausinn

Forstjóri Saga Film óttast að sjálfstæð fyrirtæki á sviði kvikmynda- og auglýsingaframleiðslu neyðist til þess að leggja upp laupana, verði frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið óbreytt að lögum.

Rice ræddi um eiturlyf

Eiturlyf en ekki hryðjuverkamenn voru umræðuefnið þegar Condoleezza Rice kom til Afganistans í dag. 

Geta leitað til foreldraþjálfara

Foreldrar sem vita ekki hvernig þeir eiga að ala börnin sín upp geta nú leitað til sérstakra „foreldraþjálfara“. Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri segir foreldra eiga að leita aðstoðar alls staðar þar sem þeim dettur í hug en að þeir geri sér grein fyrir því hver veiti hjálpina.

Prófkvíðanámskeið í skólum

Að hugsa jákvætt, slaka á og brosa er meðal þess sem kennt er á sérstökum prófkvíðanámskeiðum í grunn- og framhaldsskólum. Fjöldi nemenda hefur sótt námskeiðin, enda hefur komið í ljós að vanlíðan og streita hrjáir marga fyrir prófin.

Kristín kjörin rektor HÍ

Kristín Ingólfsdóttir prófessor hefur verið kjörinn rektor Háskóla Íslands. "Mér er efst í huga þakklæti fyrir þennan mikla stuðning sem ég hef fengið og þakklæti til þess fólks sem hefur unnið með mér í aðdraganda kosninganna," sagði Kristín Ingólfsdóttir í samtali við Fréttablaðið.

Málskotsrétturinn haldi sér

Í tilefni af endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur Þjóðarhreyfingin - með lýðræði sent frá sér yfirlýsingu, þar sem tíunduð eru þau mál sem að mati hreyfingarinnar er mikilvægast að gæta að í þessu sambandi. Mest um vert sé að þjóðin "njóti áfram þess málskotsréttar, sem þjóðkjörinn forseti fer með samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar."

Kosningum frestað í Afganistan

Hamid Karzai, forseti Afganistans, tilkynnti í gær að þingkosningum í landinu yrði frestað um tvo mánuði. Ákvörðunin um frestun kosninganna er staðfesting á því hve illa gengur að koma á stöðugleika í landinu, nú þegar rúm þrjú ár eru síðan talibanastjórnin var hrakin frá völdum.

Tsjúbajs sýnt banatilræði

Anatolí Tsjúbajs, yfirmaður rússnesku rafmagnsveitnanna, lifði af banatilræði sem honum var sýnt í Moskvu á fimmtudag. Fyrrverandi liðsforingi í hernum var yfirheyrður í gær, grunaður um aðild að tilræðinu. Embættismenn létu hafa eftir sér að hugsanlega hefðu tilræðismennirnir ekki ætlað sér að ráða Tsjúabajs af dögum, heldur aðeins skjóta honum skelk í bringu.

Tölvuþrjótar reyna bankarán

Breska lögreglan kom upp um tilraun tölvuþrjóta til að stela andvirði mörg hundruð milljóna króna af reikningum japansks banka í Lundúnum, að því er greint var frá á fimmtudag. Aðferðin sem beitt var við þjófnaðartilraunina var að sögn sú, að þrjótarnir brutust inn í tölvukerfi bankans og söfnuðu þannig upplýsingum um lykilorð og annað.

Segja RÚV styrkt í samkeppninni

Ríkisútvarpinu eru ekki lagðar meiri skyldur á herðar en einkafjölmiðlunum í nýju frumvarpi þrátt fyrir að fá á þriðja milljarð í styrk frá ríkinu segja forsvarsmenn einkafjölmiðlanna. Það sé eins og ef Landspítalinn þyrfti ekki að sinna sjúkum. Ríkisútvarpið tapi í raun að keppa á auglýsingamarkaði.

Deilt um takmörkun eignarhalds

Fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra hefur ekki komist að niðurstöðu um hversu strangar takmarkanir eigi að setja á eignarhald markaðsráðandi fyrirtækja á fjölmiðlum. Hugmyndir eru frá því að setja ekkert bann til þess að hafa sömu takmarkanir og í fjölmiðlafrumvarpinu á síðasta ári.

Gjaldfrjáls leikskóladvöl

Reykjavíkurborg hyggst veita öllum leikskólabörnum í borginni tveggja stunda gjaldfrjálsa vistun á næsta ári. Borgarstjóri kynnti í dag áætlun sem miðar að því að öll reykvísk leikskólabörn njóti sjö stunda gjaldfrjálsrar leikskóladvalar.

Sprengingar fyrir þingfund

Fréttir voru að berast af sprengingum við græna svæðið í Bagdad þar sem margar helstu stofnanir Íraka eru staðsettar. Sprengingin varð aðeins nokkrum mínútum fyrir fyrsta þingfund írakska þingsins sem fer fram í nágrenninu.

Fær frelsi með íslensku ríkisfangi

Japanar myndu veita Bobby Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang. Þetta sagði Masaharu Miura, yfirmaður útlendingaeftirlitsins í Japan, í morgun.

Loðnuvertíðinni lokið

Loðnuvertíðinni lauk í nótt þrátt fyrir að rúmlega 180 þúsund tonn væru eftir af kvótanum. Það er þó ekki svo að sjómenn hafi ekki nennt þessu lengur, heldur kom í ljós um helgina að hrygningu var að ljúka en loðnan drepst að henni lokinni og fellur til botns.

Ítalskir hermenn kallaðir heim

Ítalir ætla að hefja brottfluttning herliðs síns frá Írak þegar í september á þessu ári. Þetta sagði Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, í gær. Ummælin koma mjög á óvart því að hingað til hafa ítölsk stjórnvöld sagst ætla að halda herliði landsins í Írak þangað til Írakar geti sjálfir séð um öryggi lands síns.

Vegið að rótum íslensks iðnaðar

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á fjármála-, dómsmála- og iðnaðarráðherra um að beita sér fyrir því að ákvörðun Ríkiskaupa, um að láta gera endurbætur á tveimur varðskipum í Póllandi í stað Slippstöðvarinnar á Akureyri, verði endurskoðuð. Með þessu verklagi sé vegið að rótum íslensks iðnaðar.

Nærri því að handsama bin Laden

Pakistanar komust mjög nálægt því að handsama Osama bin Laden fyrir tíu mánuðum síðan, en nú vita þeir ekkert hvar hann er niðurkominn. Þetta sagði Pervez Musharraf, forseti Pakistans, í gær.

500 nýjar íbúðir í miðbænum

Gert er ráð fyrir 500 nýjum íbúðum og 15 þúsund fermetrum í atvinnuhúsnæði í tillögum að nýju skipulagi fyrir Mýrargötu- og slippasvæðið ofan við vesturhöfnina í Reykjavík. Í tillögunum er reiknað með þriggja til fimm hæða íbúðahúsabyggð, bílastæðahúsum og að Mýrargatan verði lögð í þriggja akreina neðanjarðarstokk.

Enginn árangur af þingfundinum

Fyrsta þingfundi írakska þjóðþingsins lauk nú fyrir skömmu, án þess að endanleg sátt hafi náðst um skipan nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Kúrdar og sjítar, sem hlutu yfirgnæfandi meirihluta í nýafstöðnum kosningum, hafa náð saman um stærstu embættin.

Forstjóri WorldCom fundinn sekur

Bernard Ebbers, fyrrverandi forstjóri WorldCom, var í gær fundinn sekur um að hafa skipulagt stærstu skattsvik í sögu Bandaríkjanna. Skattsvikin, sem áttu sér stað um nokkurra ára skeið, námu alls ellefu milljörðum bandaríkjadala. Ebbers á yfir höfði sér allt að 85 ára fangelsisdóm

Raðmorðingi tekinn af lífi

Íranskur raðmorðingi var hengdur og hýddur í morgun sunnan við höfuðborg Írans, Teheran. Maðurinn var stunginn í bakið af bróður eins fórnarlambsins, hýddur hundrað sinnum og að lokum hengdi móðir eins fórnarlambsins hann.

Ræða ekki kjarnorkuvopnaáætlunina

Norður-Kóreustjórn þvertekur fyrir að setjast aftur að samningaborði sexveldanna svokölluðu til að ræða kjarnorkuvopnaáætlun stjórnvalda í Pjongjang. Talsmenn ráðamanna í Norður-Kóreu segja viðræður útilokaðar fyrr en Bandaríkjamenn hætta að kalla landið útvörð harðstjórnar.

Bjargað af vélarvana báti

Björgunarskip frá Rifi kom tveggja manna áhöfn á Portlandi SH til aðstoðar í nótt þar sem trillan var vélarvana á reki undan Öndverðarnesi á Snæfellsnesi í nótt.

Siglingaleiðin enn illfær

Enn er mikill hafís fyrir Norðurlandi og er siglingaleiðin fyrir Horn illfær. Flugvél Landhelgisgæslunnar fer í ískönnunarflug í dag og flýgur þá með öllu Norðurlandi og fer með ísröndinni.

Beðið eftir krufningarskýrslum

Málsgögn vegna manndrápsmálanna í Keflavík og Mosfellsbæ frá síðasta ári hafa ekki enn verið send ríkissaksóknara. Beðið er eftir krufningarskýrslu í báðum málunum en búist er við að málsgögn verði send ríkissaksóknara í næsta mánuði.

Hersveitir kallaðar frá Jeríkóborg

Ísraelskar hersveitir hafa verið kallaðar frá Jeríkóborg og markar það upphaf brotthvarfs hersveita frá fimm borgum á Vesturbakkanum. Palestínskar öryggissveitir munu nú halda uppi lögum á svæðinu en þetta er sagt styrkja stöðu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, til mikilla muna.

Ástþór ákærður fyrir eignaspjöll

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi með meiru, hefur verið ákærður fyrir eignaspjöll. Honum er gefið að sök að hafa í september síðastliðnum tekið myndavél úr höndum annars gests á skemmtistaðnum Glaumbar, slegið henni nokkrum sinnum í barborð og síðan hent henni frá sér þannig að hún týndist.

Hlýnandi veður og blautt færi

Hlýnandi veðri er spáð um allt land eitthvað fram í næstu viku. Um helgina verður milt veður og hægur vindur. Því eru líkur á ágætis veðri en blautu færi fyrir skíðamenn samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu.

Veðhæfni nýlegra bíla lækkar óvænt

Veðhæfni á nýlegum bílum hefur óvænt lækkað ef þeir eru sömu gerðar og nýir bílar, sem bílaumboðið Ingvar Helgason lækkaði nýverið í verði til samræmis við gengisþróun.

49 taldir af eftir flugslys

Að minnsta kosti fjörutíu og níu manns eru taldir af eftir að farþegaflugvél hrapaði til jarðar í Rússlandi rétt fyrir hádegi. Vélin var að koma inn til lendingar nærri bænum Barandei í norðurhluta Rússlands þegar annar vængurinn rakst í jörðina með þeim afleiðingum að eldur varð laus í flugvélinni.

Málið rætt í allsherjarnefnd?

Allsherjarnefnd fundar á morgun en ekki liggur fyrir hvort að mál Bobby Fischers verður þar rætt. Eins og greint var frá í morgun myndu Japanar veita Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang, eftir því sem japanskur stjórnmálamaður hefur eftir yfirmanni japanska útlendingaeftirlitsins. 

Dæmdur í 14 mánaða fangelsi

Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og fyrir að hafa stolið tæplega 30 bifreiðum, skemmt sumar þeirra og stolið úr þeim. Maðurinn hefur hlotið dóma áður og rauf skilorð með þessu.

Króatar sýna ekki samvinnu

Evrópusambandið mun í dag að öllum líkindum ákveða að fresta upphafi aðildarviðræðna við Króatíu þar sem stjórnvöld þar hafa ekki sýnt nægilega samvinnu við alþjóðaglæpadómstólinn í Haag.

Starfsmenn S.þ. yfirgefa V-Súdan

Sameinuðu þjóðirnar hafa flutt alla starfsmenn sína frá vesturhluta Súdans vegna hótana arabískra skæruliða um að ráðast á útlendinga og fulltrúa samtakanna á svæðinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa afvopnað lítinn hluta skæruliðanna en eiga mikið starf eftir.

Ríkisborgararéttur fyrir Fischer?

Ríkisborgararéttur til handa Bobby Fischer er á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið. Fjórir stuðningsmenn Fischers eru boðaðir á fund nefndarinnar. Fulltrúi í nefndinni kveðst ekki geta túlkað þetta öðruvísi en svo að samstaða sé um að veita Fishcer ríkisborgararétt.

Íslendingar nota mest af raforku

Aukning raforkunotkunar Íslendinga á síðasta ári er sú mesta í tæpa tvo áratugi. Raforkunotkun á íbúa er sú mesta í heiminum hér á landi og á síðasta ári notaði hver Íslendingur að meðaltali 29.500 kílóvattstundir af raforku.

Wolfowitz forseti Alþjóðabankans

Bandaríkjastjórn tilnefndi hinn umdeilda Paul Wolfowitz sem forseta Alþjóðabankans nú fyrir stundu. George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var vegna tilnefningarinnar að Wolfowitz hafi alla þá reynslu sem þurfi til að stýra bankanum, auk þess sem persóna hans og framkoma sé hrein og bein.

Sjá næstu 50 fréttir