Erlent

Robert Blake sýknaður

Bandaríski leikarinn Robert Blake var í fyrradag sýknaður af ákærum um að hafa myrt eiginkonu sína, Bonny Lee Bakley, árið 2001 og að hafa reynt að fá leigumorðingja til verksins. Blake var mjög hrærður eftir að dómurinn var kveðinn upp og kjökraði hástöfum. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann kom út úr dómssalnum var að kveikja sér í sígarettu og skera af sér staðsetningararmband sitt. Frægðarsól Blakes reis hæst á áttunda áratugnum þegar hann lét í sjónvarsþáttunum Baretta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×