Hundruð rýma vestan megin 17. mars 2005 00:01 Vinna við rýmingaráætlun og viðbrögð við eldgosi í Mýrdalsjökli er langt komin og má búast við að niðurstöðurnar liggi fyrir í byrjun júní. Í haust hefst svo undirbúningur fyrir almannavarnaræfingu sem á að halda í október. Áætlunin tekur til hundruða manna á Hvolsvelli, í Fljótshlíð og Landeyjum ef jökulhlaup fer niður Emstrur og Markarfljót. Fólkið færi líklega á Hellu og nágrenni. Rýmingaráætlunin er meðal annars byggð á hermiflóðum sem hafa verið látin renna niður Markarfljót og Emstrur í tölvu til að almannavarnir geti betur áttað sig á því hvar þurfi að rýma hús í kjölfar eldgoss eftir því hvert flóðið rennur. Yfirgnæfandi líkur eru á því að flóðið renni í vesturátt og þarf þá að rýma þann hluta Vík, sem stendur niðri á sandinum, og bæina fyrir austan Vík, fyrst og fremst Höfðabrekku. Þar búa nokkur hundruð manns og færi fólkið í þann hluta þorpsins sem stendur ofar. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að til sé 20-30 ára gömul rýmingaráætlun sem standi fyrir sínu. Samkvæmt henni geti rýming átt sér stað á 30-40 mínútum. Einu raunverulegu breytingarnar sem hafi átt sér stað sé sameining allra almannavarnanefndanna í sýslunni. Í seinni tíð hafa fundist sannanir um að hlaupið geti í vestur frá Mýrdalsjökli og þarf því líka að vera til rýmingaráætlun í Fljótshlíð, Þórsmörk, á Hvolsvelli og í Landeyjum. "Langflest hlaup fara niður Mýrdalssand og landslagið undir jöklinum er kannski þannig að það eru langmestar líkur til þess. Í seinni tíð hafa menn aftur á móti fundið sannanir um hlaup í aðrar áttir og það er það sem menn eru að vinna út frá núna. En líkurnar á því eru miklu minni," segir Sveinn. Rýmingaráætlunin er unnin undir stjórn Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjórans. Fréttir Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Vinna við rýmingaráætlun og viðbrögð við eldgosi í Mýrdalsjökli er langt komin og má búast við að niðurstöðurnar liggi fyrir í byrjun júní. Í haust hefst svo undirbúningur fyrir almannavarnaræfingu sem á að halda í október. Áætlunin tekur til hundruða manna á Hvolsvelli, í Fljótshlíð og Landeyjum ef jökulhlaup fer niður Emstrur og Markarfljót. Fólkið færi líklega á Hellu og nágrenni. Rýmingaráætlunin er meðal annars byggð á hermiflóðum sem hafa verið látin renna niður Markarfljót og Emstrur í tölvu til að almannavarnir geti betur áttað sig á því hvar þurfi að rýma hús í kjölfar eldgoss eftir því hvert flóðið rennur. Yfirgnæfandi líkur eru á því að flóðið renni í vesturátt og þarf þá að rýma þann hluta Vík, sem stendur niðri á sandinum, og bæina fyrir austan Vík, fyrst og fremst Höfðabrekku. Þar búa nokkur hundruð manns og færi fólkið í þann hluta þorpsins sem stendur ofar. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að til sé 20-30 ára gömul rýmingaráætlun sem standi fyrir sínu. Samkvæmt henni geti rýming átt sér stað á 30-40 mínútum. Einu raunverulegu breytingarnar sem hafi átt sér stað sé sameining allra almannavarnanefndanna í sýslunni. Í seinni tíð hafa fundist sannanir um að hlaupið geti í vestur frá Mýrdalsjökli og þarf því líka að vera til rýmingaráætlun í Fljótshlíð, Þórsmörk, á Hvolsvelli og í Landeyjum. "Langflest hlaup fara niður Mýrdalssand og landslagið undir jöklinum er kannski þannig að það eru langmestar líkur til þess. Í seinni tíð hafa menn aftur á móti fundið sannanir um hlaup í aðrar áttir og það er það sem menn eru að vinna út frá núna. En líkurnar á því eru miklu minni," segir Sveinn. Rýmingaráætlunin er unnin undir stjórn Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjórans.
Fréttir Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira