Fleiri fréttir Fimmtungur í útsvar Tuttugu prósent af kostnaði við viðgerðir skipa hérlendis skila sér aftur til opinberra aðila. Afleidd velta tengdra greina er áætluð um 40 prósent. Þetta kemur fram í sameiginlegri skýslu fullrúa iðnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Samtaka Iðnaðarins sem birt var í síðasta mánuði. 16.3.2005 00:01 Sex milljónir að sigla út Áætlað er að það muni samtals kosta 5,8 milljónir að sigla með Tý og Ægi til Póllands til viðgerða, að sögn Guðmundar I. Guðmunssonar yfirlögfræðings ríkiskaupa. Segir hann að útreikningurinn komi frá Landhelgisgæslunni og sé byggð á reynslu hennar við siglingar úr landi. 16.3.2005 00:01 Stúlkan útskrifuð af spítalanum Stúlkan sem féll af svölum fjórðu hæðar fjölbýlishúss í Reykjavík í janúar hefur verið útskrifuð af Barnaspítala Hringsins. Litla stúlkan er fimm ára og er líðan hennar ágæt að sögn lækna. Stúlkan klifraði yfir svalahandrið og féll til jarðar. 16.3.2005 00:01 Fjölmiðlanefnd: Sögulegar sættir Sögulegar sættir gætu náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um áhersluatriði laga um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin svokallaða er að ljúka störfum og útlit er fyrir samstöðu um að einstaklingar og fyrirtæki megi eiga stærri eignarhlut en gert var ráð fyrir í öllum útgáfum fjölmiðlafrumvarpsins. 16.3.2005 00:01 Sökuð um líkrán Breskt par hefur verið handtekið í tengslum við rannsókn á líkráni. Lík ríflega áttræðrar konu sem lést fyrir átta árum var grafið upp og rænt í október síðastliðnum. Lögregla segir allt benda til þess að dýravinir hafi verið að verki en konan var skyld Hall-fjölskyldunni, sem á býli þar sem naggrísir eru ræktaðir. 16.3.2005 00:01 Skreytir sig með vafasömum fjöðrum Olís er vinsælasta fyrirtækið í smásölu samkvæmt svokallaðri Ánægjuvog Gallups og fagnar mjög. FÍB telur hins vegar að fyrirtækið skreyti sig með vafasömum fjöðrum, enda hafi könnuninni lokið um mánuði áður en samráðsskýrsla Samkeppnisstofnunar kom út. 16.3.2005 00:01 Þrautaganga Fischers Allsherjarnefnd Alþingis hefur samþykkt að veita ríkisborgararétt til handa Fischer. Hér koma helstu punktar í baráttu Fischers fyrir frelsi. 16.3.2005 00:01 Funda um ríkisborgararétt Fischers Ríkisborgararéttur skákmeistarans Bobbys Fischer verður tekinn fyrir á fundi allsherjarnefndar Alþingis nú fyrir hádegi og vonast stuðningsmenn hans til þess að Fischer fái nú loksins íslenskan ríkisborgararétt með hraði. 16.3.2005 00:01 Ísland toppar í tækninni Ísland stekkur úr tíunda sæti í annað á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir 104 þjóðir heims sem nýta nýja upplýsinga- og fjarskiptatækni vel. 16.3.2005 00:01 Samningur undir væntingum Félagsmálaráðherra kynnir niðurstöðu tekjustofnanefndar ríkis og sveitarfélaga fyrir Alþingi í dag. 16.3.2005 00:01 Brugðist við erlendum kvörtunum Dómsmálaráðherra skoðar að afnema einkaleyfi Happdrætti háskóla Íslands til peningaverðlauna. Hann hefur kynnt ríkisstjórninni hugmyndir sínar um heildarendurskoðun á reglum um happdrætti og hlutaveltur. 16.3.2005 00:01 Sérsamningar skólanna slá í gegn Reykjavíkurborg ætlar að gera sérsamning við kennara í Norðlingaholti. Garðabær hefur þegar lagt drög að sérsamningi fyrir samstarfsnefnd KÍ og launanefndarinnar. Fimm grunnskólar í Reykjavík hafa sýnt sérsamningum áhuga. </font /></b /> 16.3.2005 00:01 Siglingaleiðin fyrir Horn lokuð Siglingaleiðin fyrir Horn er lokuð og allar víkur frá Gjögri að Hornbjargi fullar af ís. Landhelgisgæslan kannaði hafísinn í dag og eru ísspangir víða fyrir norðan land. 16.3.2005 00:01 Mótmæltu handtöku arkitektúrnemans Um fimmtán manns mættu við Alþingishúsið síðdegis með trefla fyrir vitum sér og ljósmynduðu húsið og teiknuðu í gríð og erg. Þarna var um að ræða mótmæli vegna handtöku ítalska ferðamannsins sem lögregla hneppti í varðhald vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi. 16.3.2005 00:01 Brösug stjórnarmyndun í Írak Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. 16.3.2005 00:01 Spilling af óþekktri stærðargráðu Spilling er svo mikil í Írak að uppbyggingarstarfið er talið geta orðið eitt mesta spillingarhneyksli sögunnar. Mútugreiðslur og spilling eru vandamál alls staðar í heiminum 16.3.2005 00:01 Krytur í norsku ríkisstjórninni Ágreiningur er enn kominn upp á milli stjórnarflokkanna í Noregi um Evrópumálin. 16.3.2005 00:01 Aðildarviðræðunum frestað Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja ákváðu á fundi sínum í Brussel í gær að fresta aðildarviðræðum við Króata um óákveðinn tíma en þær áttu að hefjast í dag. 16.3.2005 00:01 Bush er áhyggjulaus George W. Bush Bandaríkjaforseti kvaðst í gær skilja hvers vegna bandamenn sínir vildu kalla hermenn sína heim frá Írak en þvertók fyrir að bandalag hinna viljugu þjóða væri hrunið. 16.3.2005 00:01 Jeríkó í höndum Palestínumanna Palestínumenn tóku í gær við stjórn borgarinnar Jeríkó á Vesturbakkanum. Borgin er sú fyrsta af fimm sem Ísraelar ráðgera að afhenda palestínskum embættismönnum. 16.3.2005 00:01 Wolfowitz í Alþjóðabankann George W. Bush Bandaríkjaforseti mun mæla með að Paul Wolfowitz aðstoðarlandvarnaráðherra verði skipaður bankastjóri Alþjóðabankans. 16.3.2005 00:01 Stjórnlagaþingið kemur saman Stjórnlagaþing Íraka var sett í gær en þetta er í fyrsta sinn í hálfa öld sem þjóðkjörið þing kemur saman eftir frjálsar kosningar. 16.3.2005 00:01 Skurðaðgerð í boði Rússneska öryggislögreglan hefur boðið þeim sem bent geta á dvalarstað tsjetsjenska uppreisnarleiðtogans Shamil Basajev lýtaaðgerð svo að öryggi þeirra verði tryggt. 16.3.2005 00:01 29 farast í flugslysi Flugvél fórst í Rússlandi í gær með 50 manns innanborðs. Rússeskir embættismenn segja að 29 farþegar hafi týnt lífi en 23 bjargast en þar af eru tíu sagðir mjög alvarlega slasaðir 16.3.2005 00:01 Raforkunotkun mest á Íslandi Raforkunotkun Íslendinga er sú mesta í heiminum og notaði hver íbúi að meðaltal 29.500 kílóvattsstundir af raforku á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Orkuspánefnd. Þá var aukning á almennri forgangsnotkun sú mesta í 20 ár eða frá 1987. 16.3.2005 00:01 Slippasvæði tilbúið 2010 Uppbygging Mýrargötu og slippasvæðis gæti verið lokið árið 2010 ef tillögur að rammaskipulagi verður að veruleika. Tillögurnar voru kynntar í gær á vel sóttum kynningarfundi í gamla Búrhúsinu við Grandagarð. 16.3.2005 00:01 Nauðaflutningar vegna uppsagna Allt upp undir tíu fjölskyldur munu flytja frá Bolungarvík fyrir árslok 2007 vegna fækkunar starfsmanna ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli. 16.3.2005 00:01 Furða sig á RÚV-frumvarpinu Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa furðu sinni á frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sem þeir segja slæmt fyrir lýðræðið. Verið að stofna ríkisstjórnarútvarp, segir þingmaður Samfylkingarinnar. 16.3.2005 00:01 Óvíst um umsókn Fischers Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. 16.3.2005 00:01 Rammaskipulag um slippsvæðið Byggð verður samfelld frá Ægisgarði að Grandagarði í Reykjavík, samkvæmt lokatillögu að nýju rammaskipulagi um Mýrargötu-slippsvæðið sem kynnt var í dag. Gert er ráð fyrir allt að 500 íbúðum og 15 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði. 16.3.2005 00:01 Aðeins bráðabirgðalausn "Þó að einhverjir sveitarstjórnarmenn séu tilbúnir að skrifa upp á þennan samning þá er mikil almenn óánægja með þessa niðurstöðu," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Lúðvík er einn fulltrúa sveitarfélaga í tekjustofnanefnd ríkis og sveitarfélaga en félagsmálaráðherra kynnir niðurstöður hennar á Alþingi í dag. 16.3.2005 00:01 Yfirlýsing OPEC marklaus Olíuframleiðsla OPEC-ríkjanna verður aukin á næstunni en það virðist lítil áhrif ætla að hafa á olíuverð á heimsmarkaði sem þokast enn á ný nærri sögulegu hámarki. Sérfræðingar á markaði telja mestar líkur á að verðið hækki áfram í ljósi vaxandi eftirspurnar og í raun sé yfirlýsing OPEC marklaus í því samhengi. 16.3.2005 00:01 Gæti lokað Grímsey af Hafísinn fyrir norðan land er á hægri ferð vestur á bóginn og gera veðurfræðingar ráð fyrir að siglingaleiðin fyrir Horn verði áfram lokuð næstu daga. Íslaust er orðið að heita fyrir austan landið en samfelld ísbreiða nálgast Grímsey og gæti lokað eyjuna af breytist haf- og vindáttir ekki næstu daga. 16.3.2005 00:01 Þriggja mánaða fangelsi Maður var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innbrot og þjófnað og enn fremur brot á vopna- og fíkniefnalögum en viðkomandi á að baki langan brotaferil. Þóttu því ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. 16.3.2005 00:01 Dæmdur fyrir 30 brot Rúmlega tvítugur maður var í gær dæmdur til fjórtán mánaða fangelsis fyrir ítrekuð þjófnaðar- og fíkniefnabrot en maðurinn hefur setið inni frá því í janúar á síðasta ári og kemur sá tími til frádráttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var fundinn sekur um margvísleg brot tengd innbrotum, þjófnuðum og fíkniefnum. 16.3.2005 00:01 Sveigjanleg meðferð á nýjum Teigi Áfengismeðferð á Teigi verður breytt með flutningi dagdeildarinnar frá Flókagötu inn í geðdeildarbyggingu Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Teigur hefur þegar verið opnaður í hinu nýja húsnæði og verður nú boðið upp á sveigjanlega meðferð, að sögn Bjarna Össurarsonar yfirlæknis. 16.3.2005 00:01 Háskólinn mun sprengja vegakerfið Ef Vatnsmýrin verður fyrir valinu sem framtíðarstaður Háskólans í Reykjavík mun það að öllum líkindum sprengja vegakerfi miðborgarinnar, segir Einar Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi Framsóknar og óháðra í Garðabæ. 16.3.2005 00:01 Deilt um fyrirkomulag RÚV Sjálfstæðismenn vildu gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi en Framsóknarflokkurinn var ófáanlegur til þess. Sæst var á að stofnunin yrði gerð að sameignarfélagi. Lögfræðingar segja það ekki standast lög um eignarrétt og félagarétt. Menntamálaráðherra segir sérlög ofar almennum lögum. </font /></b /> 16.3.2005 00:01 Flogið með forsetanum Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn auglýsir nú vikuferð til Kína þar sem flogið verður með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta sem fer þangað í opinbera heimsókn um miðjan maí. 16.3.2005 00:01 Slökkvilið berst við sinubruna Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna mikils sinubruna við Sjávargrund í Garðabæ um klukkan 8 í gærkvöld. Þarna var að sögn mikill eldur og tók slökkvistarf hálfa aðra klukkustund. Ólíkt flestum sinueldum, sem taldir eru runnir undan rifjum krakka og unglinga, telur Hafnarfjarðarlögregla að eldri menn hafi verið að verki í þetta sinn. 15.3.2005 00:01 Fær ekki að koma til Íslands Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer skákmeistari fengi að fara til Íslands. Talsmaður japanska dómsmálaráðuneytisins lýsti þessu yfir við þingnefnd sem fjallaði um málið í gær að ósk eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði að ef Fischer yrði fluttur úr landi þá yrði hann sendur til Bandaríkjanna. 15.3.2005 00:01 Hyggjast stækka vopnabúr sitt Norður-Kóreumenn hyggjast framleiða fleiri kjarnavopn til þess að mæta aukinni andstöðu Bandaríkjamanna. Þetta sagði talsmaður utanríkisráðuneytis landsins í nótt. Hann sagði að Norður Kóreumenn yrðu að bregðast við afa óvinveittum skilaboðum Bandaríkjamanna undanfarið með því að auka við vopnabúr sitt. 15.3.2005 00:01 Forseta Kosovo sýnt banatilræði Sprengja sprakk nærri bifreið forseta Kosovo í Pristina, höfuðborg héraðsins, í morgun. Bíll forsetans skemmdist í árásinni og gluggar í nærliggjandi húsum splundruðust en engan sakaði. Forsetinn var á leið á fund með Javier Solana, yfirmanni utanríkismála Evrópusambandsins, þegar atburðurinn átti sér stað. Ekki er enn vitað hverjir stóðu fyrir tilræðinu. 15.3.2005 00:01 Réðust gegn föngum eftir umsátur Lögreglumenn á Filippseyjum skutu í morgun að minnsta kosti 17 fanga til bana í fangelsi nærri Manilla. Snemma í gær rændu fangarnir byssum af fangavörðum, skutu þrjá þeirra til bana og gerðu síðan tilraun til að flýja, en því lauk með því að þeir hertóku eina hæð fangelsisins. Eftir nærri sólarhrings umsátur ákvað lögregla að láta til skarar skríða í morgun. 15.3.2005 00:01 Gríðarlegt mannfall í Darfur Að minnsta kosti 180 þúsund manns hafa látið lífið í Darfur-héraði í Súdan undanfarið eitt og hálft ár. Þetta segir Jan Egeland, yfirmaður hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna. Þá eru ekki taldir þeir sem fallið hafa í valinn í átökum heldur er einungis um að ræða fórnarlömb sjúkdóma og vannæringar. 15.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fimmtungur í útsvar Tuttugu prósent af kostnaði við viðgerðir skipa hérlendis skila sér aftur til opinberra aðila. Afleidd velta tengdra greina er áætluð um 40 prósent. Þetta kemur fram í sameiginlegri skýslu fullrúa iðnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Samtaka Iðnaðarins sem birt var í síðasta mánuði. 16.3.2005 00:01
Sex milljónir að sigla út Áætlað er að það muni samtals kosta 5,8 milljónir að sigla með Tý og Ægi til Póllands til viðgerða, að sögn Guðmundar I. Guðmunssonar yfirlögfræðings ríkiskaupa. Segir hann að útreikningurinn komi frá Landhelgisgæslunni og sé byggð á reynslu hennar við siglingar úr landi. 16.3.2005 00:01
Stúlkan útskrifuð af spítalanum Stúlkan sem féll af svölum fjórðu hæðar fjölbýlishúss í Reykjavík í janúar hefur verið útskrifuð af Barnaspítala Hringsins. Litla stúlkan er fimm ára og er líðan hennar ágæt að sögn lækna. Stúlkan klifraði yfir svalahandrið og féll til jarðar. 16.3.2005 00:01
Fjölmiðlanefnd: Sögulegar sættir Sögulegar sættir gætu náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um áhersluatriði laga um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin svokallaða er að ljúka störfum og útlit er fyrir samstöðu um að einstaklingar og fyrirtæki megi eiga stærri eignarhlut en gert var ráð fyrir í öllum útgáfum fjölmiðlafrumvarpsins. 16.3.2005 00:01
Sökuð um líkrán Breskt par hefur verið handtekið í tengslum við rannsókn á líkráni. Lík ríflega áttræðrar konu sem lést fyrir átta árum var grafið upp og rænt í október síðastliðnum. Lögregla segir allt benda til þess að dýravinir hafi verið að verki en konan var skyld Hall-fjölskyldunni, sem á býli þar sem naggrísir eru ræktaðir. 16.3.2005 00:01
Skreytir sig með vafasömum fjöðrum Olís er vinsælasta fyrirtækið í smásölu samkvæmt svokallaðri Ánægjuvog Gallups og fagnar mjög. FÍB telur hins vegar að fyrirtækið skreyti sig með vafasömum fjöðrum, enda hafi könnuninni lokið um mánuði áður en samráðsskýrsla Samkeppnisstofnunar kom út. 16.3.2005 00:01
Þrautaganga Fischers Allsherjarnefnd Alþingis hefur samþykkt að veita ríkisborgararétt til handa Fischer. Hér koma helstu punktar í baráttu Fischers fyrir frelsi. 16.3.2005 00:01
Funda um ríkisborgararétt Fischers Ríkisborgararéttur skákmeistarans Bobbys Fischer verður tekinn fyrir á fundi allsherjarnefndar Alþingis nú fyrir hádegi og vonast stuðningsmenn hans til þess að Fischer fái nú loksins íslenskan ríkisborgararétt með hraði. 16.3.2005 00:01
Ísland toppar í tækninni Ísland stekkur úr tíunda sæti í annað á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir 104 þjóðir heims sem nýta nýja upplýsinga- og fjarskiptatækni vel. 16.3.2005 00:01
Samningur undir væntingum Félagsmálaráðherra kynnir niðurstöðu tekjustofnanefndar ríkis og sveitarfélaga fyrir Alþingi í dag. 16.3.2005 00:01
Brugðist við erlendum kvörtunum Dómsmálaráðherra skoðar að afnema einkaleyfi Happdrætti háskóla Íslands til peningaverðlauna. Hann hefur kynnt ríkisstjórninni hugmyndir sínar um heildarendurskoðun á reglum um happdrætti og hlutaveltur. 16.3.2005 00:01
Sérsamningar skólanna slá í gegn Reykjavíkurborg ætlar að gera sérsamning við kennara í Norðlingaholti. Garðabær hefur þegar lagt drög að sérsamningi fyrir samstarfsnefnd KÍ og launanefndarinnar. Fimm grunnskólar í Reykjavík hafa sýnt sérsamningum áhuga. </font /></b /> 16.3.2005 00:01
Siglingaleiðin fyrir Horn lokuð Siglingaleiðin fyrir Horn er lokuð og allar víkur frá Gjögri að Hornbjargi fullar af ís. Landhelgisgæslan kannaði hafísinn í dag og eru ísspangir víða fyrir norðan land. 16.3.2005 00:01
Mótmæltu handtöku arkitektúrnemans Um fimmtán manns mættu við Alþingishúsið síðdegis með trefla fyrir vitum sér og ljósmynduðu húsið og teiknuðu í gríð og erg. Þarna var um að ræða mótmæli vegna handtöku ítalska ferðamannsins sem lögregla hneppti í varðhald vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi. 16.3.2005 00:01
Brösug stjórnarmyndun í Írak Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. 16.3.2005 00:01
Spilling af óþekktri stærðargráðu Spilling er svo mikil í Írak að uppbyggingarstarfið er talið geta orðið eitt mesta spillingarhneyksli sögunnar. Mútugreiðslur og spilling eru vandamál alls staðar í heiminum 16.3.2005 00:01
Krytur í norsku ríkisstjórninni Ágreiningur er enn kominn upp á milli stjórnarflokkanna í Noregi um Evrópumálin. 16.3.2005 00:01
Aðildarviðræðunum frestað Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja ákváðu á fundi sínum í Brussel í gær að fresta aðildarviðræðum við Króata um óákveðinn tíma en þær áttu að hefjast í dag. 16.3.2005 00:01
Bush er áhyggjulaus George W. Bush Bandaríkjaforseti kvaðst í gær skilja hvers vegna bandamenn sínir vildu kalla hermenn sína heim frá Írak en þvertók fyrir að bandalag hinna viljugu þjóða væri hrunið. 16.3.2005 00:01
Jeríkó í höndum Palestínumanna Palestínumenn tóku í gær við stjórn borgarinnar Jeríkó á Vesturbakkanum. Borgin er sú fyrsta af fimm sem Ísraelar ráðgera að afhenda palestínskum embættismönnum. 16.3.2005 00:01
Wolfowitz í Alþjóðabankann George W. Bush Bandaríkjaforseti mun mæla með að Paul Wolfowitz aðstoðarlandvarnaráðherra verði skipaður bankastjóri Alþjóðabankans. 16.3.2005 00:01
Stjórnlagaþingið kemur saman Stjórnlagaþing Íraka var sett í gær en þetta er í fyrsta sinn í hálfa öld sem þjóðkjörið þing kemur saman eftir frjálsar kosningar. 16.3.2005 00:01
Skurðaðgerð í boði Rússneska öryggislögreglan hefur boðið þeim sem bent geta á dvalarstað tsjetsjenska uppreisnarleiðtogans Shamil Basajev lýtaaðgerð svo að öryggi þeirra verði tryggt. 16.3.2005 00:01
29 farast í flugslysi Flugvél fórst í Rússlandi í gær með 50 manns innanborðs. Rússeskir embættismenn segja að 29 farþegar hafi týnt lífi en 23 bjargast en þar af eru tíu sagðir mjög alvarlega slasaðir 16.3.2005 00:01
Raforkunotkun mest á Íslandi Raforkunotkun Íslendinga er sú mesta í heiminum og notaði hver íbúi að meðaltal 29.500 kílóvattsstundir af raforku á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Orkuspánefnd. Þá var aukning á almennri forgangsnotkun sú mesta í 20 ár eða frá 1987. 16.3.2005 00:01
Slippasvæði tilbúið 2010 Uppbygging Mýrargötu og slippasvæðis gæti verið lokið árið 2010 ef tillögur að rammaskipulagi verður að veruleika. Tillögurnar voru kynntar í gær á vel sóttum kynningarfundi í gamla Búrhúsinu við Grandagarð. 16.3.2005 00:01
Nauðaflutningar vegna uppsagna Allt upp undir tíu fjölskyldur munu flytja frá Bolungarvík fyrir árslok 2007 vegna fækkunar starfsmanna ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli. 16.3.2005 00:01
Furða sig á RÚV-frumvarpinu Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa furðu sinni á frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sem þeir segja slæmt fyrir lýðræðið. Verið að stofna ríkisstjórnarútvarp, segir þingmaður Samfylkingarinnar. 16.3.2005 00:01
Óvíst um umsókn Fischers Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. 16.3.2005 00:01
Rammaskipulag um slippsvæðið Byggð verður samfelld frá Ægisgarði að Grandagarði í Reykjavík, samkvæmt lokatillögu að nýju rammaskipulagi um Mýrargötu-slippsvæðið sem kynnt var í dag. Gert er ráð fyrir allt að 500 íbúðum og 15 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði. 16.3.2005 00:01
Aðeins bráðabirgðalausn "Þó að einhverjir sveitarstjórnarmenn séu tilbúnir að skrifa upp á þennan samning þá er mikil almenn óánægja með þessa niðurstöðu," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Lúðvík er einn fulltrúa sveitarfélaga í tekjustofnanefnd ríkis og sveitarfélaga en félagsmálaráðherra kynnir niðurstöður hennar á Alþingi í dag. 16.3.2005 00:01
Yfirlýsing OPEC marklaus Olíuframleiðsla OPEC-ríkjanna verður aukin á næstunni en það virðist lítil áhrif ætla að hafa á olíuverð á heimsmarkaði sem þokast enn á ný nærri sögulegu hámarki. Sérfræðingar á markaði telja mestar líkur á að verðið hækki áfram í ljósi vaxandi eftirspurnar og í raun sé yfirlýsing OPEC marklaus í því samhengi. 16.3.2005 00:01
Gæti lokað Grímsey af Hafísinn fyrir norðan land er á hægri ferð vestur á bóginn og gera veðurfræðingar ráð fyrir að siglingaleiðin fyrir Horn verði áfram lokuð næstu daga. Íslaust er orðið að heita fyrir austan landið en samfelld ísbreiða nálgast Grímsey og gæti lokað eyjuna af breytist haf- og vindáttir ekki næstu daga. 16.3.2005 00:01
Þriggja mánaða fangelsi Maður var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innbrot og þjófnað og enn fremur brot á vopna- og fíkniefnalögum en viðkomandi á að baki langan brotaferil. Þóttu því ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. 16.3.2005 00:01
Dæmdur fyrir 30 brot Rúmlega tvítugur maður var í gær dæmdur til fjórtán mánaða fangelsis fyrir ítrekuð þjófnaðar- og fíkniefnabrot en maðurinn hefur setið inni frá því í janúar á síðasta ári og kemur sá tími til frádráttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var fundinn sekur um margvísleg brot tengd innbrotum, þjófnuðum og fíkniefnum. 16.3.2005 00:01
Sveigjanleg meðferð á nýjum Teigi Áfengismeðferð á Teigi verður breytt með flutningi dagdeildarinnar frá Flókagötu inn í geðdeildarbyggingu Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Teigur hefur þegar verið opnaður í hinu nýja húsnæði og verður nú boðið upp á sveigjanlega meðferð, að sögn Bjarna Össurarsonar yfirlæknis. 16.3.2005 00:01
Háskólinn mun sprengja vegakerfið Ef Vatnsmýrin verður fyrir valinu sem framtíðarstaður Háskólans í Reykjavík mun það að öllum líkindum sprengja vegakerfi miðborgarinnar, segir Einar Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi Framsóknar og óháðra í Garðabæ. 16.3.2005 00:01
Deilt um fyrirkomulag RÚV Sjálfstæðismenn vildu gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi en Framsóknarflokkurinn var ófáanlegur til þess. Sæst var á að stofnunin yrði gerð að sameignarfélagi. Lögfræðingar segja það ekki standast lög um eignarrétt og félagarétt. Menntamálaráðherra segir sérlög ofar almennum lögum. </font /></b /> 16.3.2005 00:01
Flogið með forsetanum Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn auglýsir nú vikuferð til Kína þar sem flogið verður með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta sem fer þangað í opinbera heimsókn um miðjan maí. 16.3.2005 00:01
Slökkvilið berst við sinubruna Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna mikils sinubruna við Sjávargrund í Garðabæ um klukkan 8 í gærkvöld. Þarna var að sögn mikill eldur og tók slökkvistarf hálfa aðra klukkustund. Ólíkt flestum sinueldum, sem taldir eru runnir undan rifjum krakka og unglinga, telur Hafnarfjarðarlögregla að eldri menn hafi verið að verki í þetta sinn. 15.3.2005 00:01
Fær ekki að koma til Íslands Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer skákmeistari fengi að fara til Íslands. Talsmaður japanska dómsmálaráðuneytisins lýsti þessu yfir við þingnefnd sem fjallaði um málið í gær að ósk eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði að ef Fischer yrði fluttur úr landi þá yrði hann sendur til Bandaríkjanna. 15.3.2005 00:01
Hyggjast stækka vopnabúr sitt Norður-Kóreumenn hyggjast framleiða fleiri kjarnavopn til þess að mæta aukinni andstöðu Bandaríkjamanna. Þetta sagði talsmaður utanríkisráðuneytis landsins í nótt. Hann sagði að Norður Kóreumenn yrðu að bregðast við afa óvinveittum skilaboðum Bandaríkjamanna undanfarið með því að auka við vopnabúr sitt. 15.3.2005 00:01
Forseta Kosovo sýnt banatilræði Sprengja sprakk nærri bifreið forseta Kosovo í Pristina, höfuðborg héraðsins, í morgun. Bíll forsetans skemmdist í árásinni og gluggar í nærliggjandi húsum splundruðust en engan sakaði. Forsetinn var á leið á fund með Javier Solana, yfirmanni utanríkismála Evrópusambandsins, þegar atburðurinn átti sér stað. Ekki er enn vitað hverjir stóðu fyrir tilræðinu. 15.3.2005 00:01
Réðust gegn föngum eftir umsátur Lögreglumenn á Filippseyjum skutu í morgun að minnsta kosti 17 fanga til bana í fangelsi nærri Manilla. Snemma í gær rændu fangarnir byssum af fangavörðum, skutu þrjá þeirra til bana og gerðu síðan tilraun til að flýja, en því lauk með því að þeir hertóku eina hæð fangelsisins. Eftir nærri sólarhrings umsátur ákvað lögregla að láta til skarar skríða í morgun. 15.3.2005 00:01
Gríðarlegt mannfall í Darfur Að minnsta kosti 180 þúsund manns hafa látið lífið í Darfur-héraði í Súdan undanfarið eitt og hálft ár. Þetta segir Jan Egeland, yfirmaður hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna. Þá eru ekki taldir þeir sem fallið hafa í valinn í átökum heldur er einungis um að ræða fórnarlömb sjúkdóma og vannæringar. 15.3.2005 00:01