Erlent

Wolfowitz í Alþjóðabankann

George W. Bush Bandaríkjaforseti mun samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar mæla með að Paul Wolfowitz aðstoðarlandvarnaráðherra verði skipaður bankastjóri Alþjóðabankans. James Wolfensohn, núverandi bankastjóri, mun senn láta af embætti. Wolfowitz hefur staðið í eldlínunni í ráðherratíð sinni en hann þykir með herskárri mönnum í ríkisstjórn Bush. Alþjóðabankanum er jafnan stýrt af Bandaríkjamanni enda hefur sú þjóð mest áhrif allra innan stofnunarinnar. Helstu verkefni bankans eru lánveitingar til efnahagsuppbyggingar í þróunarlöndunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×