Erlent

Forseta Kosovo sýnt banatilræði

Sprengja sprakk nærri bifreið forseta Kosovo í Pristina, höfuðborg héraðsins, í morgun. Bíll forsetans skemmdist í árásinni og gluggar í nærliggjandi húsum splundruðust en engan sakaði. Forsetinn var á leið á fund með Javier Solana, yfirmanni utanríkismála Evrópusambandsins, þegar atburðurinn átti sér stað. Ekki er enn vitað hverjir stóðu fyrir tilræðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×