Erlent

Hyggjast stækka vopnabúr sitt

Norður-Kóreumenn hyggjast framleiða fleiri kjarnavopn til þess að mæta aukinni andstöðu Bandaríkjamanna. Þetta sagði talsmaður utanríkisráðuneytis landsins í nótt. Hann sagði að Norður Kóreumenn yrðu að bregðast við afa óvinveittum skilaboðum Bandaríkjamanna undanfarið með því að auka við vopnabúr sitt. Með því móti yrði áfram jafnvægi í heimshlutanum og því myndu aðgerðir af þessu tagi í raun stuðla að friði til lengri tíma litið. Ummælin gleðja væntanlega ekki Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hélt til Asíu í gær. Þar mun hún hitta leiðtoga sex Asíuþjóða á næstu dögum og reyna að fá þá í lið með sér í báráttunni fyrir því að halda kjarnorkuþróun í Norður-Kóreu í skefjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×