Erlent

Krytur í norsku ríkisstjórninni

Ágreiningur er enn kominn upp á milli stjórnarflokkanna í Noregi um Evrópumálin. Í síðustu viku lýsti Erna Solberg, leiðtogi Hægri flokksins, því yfir að sækja bæri um aðild að Evrópusambandinu árið 2007. Í gær sagði Einar Steensnæs, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins á stórþinginu, að flokkurinn tæki ekki þátt í samsteypustjórn sem hefði slíkt á dagskránni. Hann sagði í viðtali við norska útvarpið að stjórnarsáttmálann kvæði á um að ef annar stjórnarflokkanna hefði frumkvæði að því að setja aðildarviðræður á oddinn væru forsendur samstarfsins brostnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×