Fleiri fréttir

Svíi biður umhjálp

Sænskur ríkisborgari, sem haldið er í gíslingu í Írak, bað Karl Gústaf Svíakonung og Jóhannes Pál II páfa um hjálp við að losna lifandi úr gíslingu sinni. Gíslatökumenn tóku hjálparbeiðni mannsins upp á myndband og sendu það til fjölmiðla.

Vilja breytingar á skólastarfi

Fjölmargir skólastjórnendur hafa haft samband við Kennarasamband Íslands með í huga að breyta skólastarfi í grunnskólunum.

Ísaksskóli hækkar laun og gjöld

Tíu kennarar af sextán í Ísaksskóla hafa gert sérsamning um kjör. Kennarasamband Íslands segir samninginn brjóta í bága við lög. Skólastjóri Ísaksskóla segir Kennarasambandið hafa verið með í ráðum. Skólagjöld hækka mest um tæpan þriðjung. </font /></b />

Ólögmæt handtaka á mótmælanda

Íslenska lögreglan var í dag fundin sek um að hafa handtekið karlmann með ólögmætum hætti sumarið 2002 og skert tjáningarfrelsi hans. Ríkinu var gert að greiða manninum bætur. Lögmaður hans telur líklegt að þrír menn sem lögreglan handtók við sama tækifæri fái einnig bætur frá ríkinu.

Víglína í átökum við Bandaríkin

Sýrland er vaxandi vandamál að mati utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tilgangur bandalags Sýrlendinga og Írana er óljós en því er velt upp hvort það sé eins konar víglína í átökum við Bandaríkin.

Lögreglustjóri átalinn harðlega

Karlmanni voru í dag dæmdar bætur vegna ámælisverðra vinnubragða lögreglunnar í Reykjavík. Hann lá í tvö og hálft ár undir grun um refsiverðan verknað án þess að ákæra væri gefin út. Hæstiréttur átelur lögreglustjórann í Reykjavík harðlega fyrir sleifarlagið og segir þessi vinnubrögð brot á friði mannsins og æru hans.

Fengu hundaæðissýkt líffæri

Þrír sjúklingar berjast fyrir lífi sínu í Þýskalandi eftir að í þá voru grædd líffæri úr konu sem reyndist hafa verið með hundaæði. Líffæragjafin lést eftir hjartaáfall á síðasta ári og við rannsókn virtist allt í lagi með líffæri hennar.

Mjólkursamsalan og MBF sameinast

Mjólkursamsalan mun renna inn í Mjólkurbú Flóamanna, samkvæmt tillögu sem stjórnir samvinnufélaganna kynna bændum á næstu dögum. Ekki er áformað að loka neinni af fimm mjólkurstöðvum þeirra í kjölfar sameiningarinnar sem taka á gildi í apríl.

Dýrt spaug ef flug tefst

Það getur verið þreytandi að bíða tímunum saman á flugvöllum eða jafnvel í flugvélum vegna tafa, en framvegis verður það líka dýrt spaug - fyrir flugfélögin. Nýjar Evrópureglur tóku í dag gildi sem gera ráð fyrir mun hærri greiðslum til farþega sem verða fyrir töfum.

Mikið áfall fyrir Fischer

Stuðningsmenn Bobbys Fischers eru sárir og reiðir yfir að allsherjarnefnd Alþingis skuli ekki leggja til að hann fái íslenskan ríkisborgararétt. Sæmundur Pálsson segir að þetta verði mikið áfall fyrir Fischer.

Strætisvagn skemmdist í eldsvoða

Strætisvagn stórskemmdist í eldsvoða í morgun. Afturhluti vagnsins stóð í björtu báli eftir að eldur kom upp í vélarrúminu. Engir farþegar voru um borð en vagnstjórar fá sérþjálfun í hvernig eigi að bregðast við svona óhöppum.

Tveir harðir árekstar

Tveir harðir árekstrar urðu með skömmu millibili í gærkvöldi í umdæmi lögreglunnar á Selfossi.

16 milljónir í bætur vegna slyss

Hæstiréttur hefur dæmt Útgerðarfélag Akureyringa til að greiða fyrrum háseta á Hólmadrangi sextán milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem varð um borð í skipinu haustið 1999. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.

Bætur vegna ólöglegrar handtöku

Ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 90 þúsund króna bætur vegna ólöglegrar handtöku í tengslum við heimsókn forseta Kína til Íslands sumarið 2002.

Fischer fær ekki ríkisborgararétt

Á fundi allsherjarnefndar í gærmorgun var ákveðið að mæla ekki með því við Alþingi að bandaríska skákmanninum Bobby Fischer yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur að svo stöddu.

Frumvarp um reykingabann

Siv Friðleifsdóttir og þrír aðrir þingmenn lögðu í gær fram frumvarp á Alþingi um að reykingar yrðu alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum, sem og við aðrar menningar- og félagssamkomur.

Stöndum okkur verr en Írakar

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á það í umræðum um kosningarnar í Írak á Alþingi í fyrradag að hlutfall kvenna á íraska þinginu væri hærra en á Alþingi Íslendinga.

Bað til guðs - fékk skyldusparnað

Viðbrögð þeirra sem eiga óvæntan glaðning í formi skyldusparnaðar hjá Íbúðalánasjóði eru oftast gleði blandin. Einn hafði beðið til guðs, af því að bíllinn hans bilaði. Þá datt bréf inn um lúguna hjá honum. Svíi, sem ekki hafði komið til landsins í 18 - 20 ár, eyddi sínum sparnaði á þjóðhátíð.

Ræða þarf stöðu trúarlegra skóla

Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, hefur viðrað ugmyndir um hvernig breyta megi einkareknum skólum í borginni. Sagði hann meðal annars um Suðurhlíðarskóla, sem rekinn er af aðventistum, að hann væri rekinn á trúarlegum forsendum og ræða þyrfti stöðu borgarinnar gagnvart slíkum skólum. 

Kristinn H. tekinn í sátt

Sættir náðust í gærkvöld milli Kristins H. Gunnarssonar og þingflokks Framsóknarflokksins er Kristni voru boðin að nýju sæti í sjávarútvegsnefnd og umhverfisnefnd, sem hann sat í áður en honum var vikið úr nefndum í haust.

Milljónahækkanir í hverjum mánuði

Formaður félags fasteignasala þvertekur fyrir að fasteignasalar sjálfir haldi íbúðaverði eins háu og þeim er mögulegt. Dæmi er um að íbúðir hafi hækkað um fjórar milljónir á þremur mánuðum. </font /></b />

Kyoto-sáttmálinn orðinn gildur

Kyoto-sáttmálinn um losun gróðurhúsalofttegunda tók loks gildi í nótt, sjö árum eftir að hann var samþykktur. Til þess að sáttmálinn tæki gildi þurfti aðild landa sem bæru samanlagt ábyrgð á losun að minnsta kosti 55% prósenta gróðurhúsalofttegunda heimsins.

Kalla sendiherra sinn heim

Yfirvöld í Líbanon segja yfirgnæfandi líkur á að morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, í fyrradag hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Þrátt fyrir það hafa Bandaríkjamenn kallað sendiherra sinn í Sýrlandi heim í kjölfar árásarinnar.

10 mánuðir fyrir röð afbrota

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tuttugu og sjö ára karlmann í tíu mánaða fangelsi og til greiðslu sekta til ýmissa aðilla fyrir óvenju skrautlegan afbrotaferil á skömmum tíma í fyrra. Þeim ferli lauk með því að hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í byrjun desember og hefur setið í því síðan.

Bílvelta við Kambana

Ökumaðaur jeppa slapp ómeiddur þegar jeppinn rann út af Suðurlandsvegi rétt ofan við Kamba í gærkvöldi og valt. Hálka var á vettvangi og skemmdist jeppinn talsvert.

Hellisheiðin lokuð

Kolvitlaust veður er nú á Hellisheiði og hefur henni verið lokað. Umferðin rétt mjakast áfram og nokkrir bílar hafa farið út af vegum. Innanlandsflug hjá bæði Íslandsflugi og Landsflugi liggur niðri vegna veðurofsans.

Snarpur skjálfti nærri Tókýó

Tuttugu og átta manns slösuðust í jarðskjálfta upp á 5,4 á Richter sem varð í grennd við Tókýó snemma í morgun. Engar alvarlegar skemmdir urðu í skjálftanum en nokkur truflun varð á lestarsamgöngum og hlutir féllu úr hillum í verslunum og heimahúsum.

Rafmagnstruflanir í Borgarfirði

Rafmagnstruflanir urðu í Borgarfirði í gærkvöldi vegna bilunar í svonefndri Mýralínu. Starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins fundu bilun í háspennulínunni og þurfti að taka straum af henni á meðan viðgerð fór fram en allt komst í lag síðar um kvöldið.

Gefur Magasin falleinkunn

Jóhannes Jónsson í Bónus gefur þjónustunni í Magasin du Nord, sem Baugur keypti nýverið, falleinkun í viðtali við <em>Jótlandspóstinn</em> í gær. Þar lýsir Jóhannes því að hann hafi verið staddur í Kaupmannahöfn og vantað ný föt, og auðvitað farið í Magasin.

Þúsundir á götum Beirútar

Þúsundir manna hafa safnast saman í Beirút, höfuðborg Líbanon, til þess að fylgjast með því þegar líkkista Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verður flutt í gegnum borgina. Hariri var myrtur í sprengjuárás í fyrradag. Stór hluti þeirra sem safnast hafa saman bera skilti með áletruðum ókvæðisorðum um Sýrlendinga.

Langfleygasta farþegavél heims

Flugrisinn Boeing afhjúpuðu í gær langfleygustu farþegaflugvél í heimi. Vélin getur ferðast á milli nánast hvaða tveggja borga sem er í heiminum, án þess að millilenda. Þannig verður hægt að ferðast í beinu tuttugu tíma flugi á milli New York og Sidney í Ástralíu svo að dæmi sé tekið.

Smástirni fer nærri Jörðu

Föstudagurinn þrettándi verður ekki óhappadagur í apríl árið 2029. Þá mun smástirni á stærð við þrjá knattspyrnuvelli fara mjög nærri Jörðinni, án þess þó að rekast á hana. Þetta er mat stjörnufræðinga í Bretlandi.

Slæmt ástand á Keflavíkurflugvelli

Fjöldi manns bíður um borð í millilandaflugvélum við Flugstöðina á Keflavíkurflugvelli þar sem flugmenn leggja ekki í hann vegna vinds og blindu á vellinum. Sjálfar brautirnar eru hins vegar í lagi.

Munu brátt geta smíðað kjarnavopn

Ísraelsstjórn heldur því fram að aðeins sé hálft ár þar til stjórnvöld í Íran verði búin að koma sér upp allri þeirri þekkingu sem þau skortir nú til að smíða kjarnorkuvopn.

Barnið komið til foreldra sinna

Litla kraftaverkabarnið frá Srí Lanka, sem fannst undir braki skömmu eftir að flóðbylgjan gekk þar á land annan dag jóla, hefur nú loks fengið að fara til foreldra sinna. Níu pör sögðust vera foreldrar barnsins en nú hefur verið skorið úr um málið með DNA-prófi.

Danskur ráðherra segir af sér

Ráðherra fjölskyldu- og neytendamála í Danmörku sagði af sér í morgun vegna eigin peningavandræða. Ráðherranum, Henriette Kjær, og eiginmanni hennar hafði margoft verið fyrirskipað af dómstóli í Kaupmannahöfn að borga upp vangreitt lán fyrir húsgagnakaupum upp á rúmlega 600 þúsund íslenskar krónur, en aldrei farið eftir því.

Hundruð flugfarþega biðu í vélunum

Hundruð flugfarþega þurftu að bíða tímunum saman úti í vélum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem vélarnar ýmist komust ekki frá flugstöðinni eða ekki að henni vegna veðurofsa. Allt innanlandsflug lá líka niðri í morgun.

Blaðakonan biður sér griða

Ræningjar ítölsku blaðakonunnar Giuliöna Sgrena hafa sent frá sér myndband þar sem hún biður sér griða. Sgrena, sem er fimmtíu og sjö ára blaðamaður á ítalska dagblaðinu Il Manifesto, var rænt í Bagdad í byrjun febrúar.

Slys á börnum algengari á Íslandi

Slys á ungum börnum í heimahúsum eru algengari hér á landi en í nágrannalöndunum. Velferðarsjóður barna á Íslandi hefur látið gera tíu upplýsinga- og fræðslumyndir í því skyni að fækka slysum á börnum. 

Ágreiningurinn ekki úr sögunni

Kristinn H. Gunnarsson segir allan skoðanaágreining ekki úr sögunni þótt hann tæki aftur sæti í sjávarútvegsnefnd og umhverfisnefnd fyrir hönd Framsóknarflokksins.

Sýrlensk yfirvöld grunuð um morðið

Þúsundir manna fylgdu Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, til grafar í morgun. Líkfylgdin var skipulagslaus og róstusöm og stór hluti syrgjenda hrópaði ókvæðisorð um yfirvöld í Sýrlandi sem eru grunuð um að hafa staðið að baki morðárásinni.

Aukin réttindi foreldra

Félagsmálaráðherra boðaði rétt fyrir hádegi umfangsmiklar breytingar á réttindum foreldra langveikra barna í fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bar upp fyrirspurnina um þennan rétt foreldra.

Skaut sprengju nærri kjarnorkuveri

Óþekkt flugvél skaut sprengju á autt svæði utan við borgina Dailam í suðurhluta Írans fyrir stundu. Kjarnorkuver er staðsett skammt frá staðnum þar sem sprengjan lenti en frekari upplýsingar um sprenginguna liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Millilandaflug komið í fullan gang

Millilandaflug er komið í fullan gang á nýjan leik eftir miklar tafir vegna vonskuveðurs í morgun. Allar vélar sem áttu að fara í morgun eru nú farnar, ef undan eru skildar vél sem fara á til Kanaríeyja nú um tvöleytið og flugvél Iceland Express sem fer í loftið eftir tæpa klukkustund.

Sjá næstu 50 fréttir