Erlent

Kyoto-sáttmálinn orðinn gildur

Kyoto-sáttmálinn um losun gróðurhúsalofttegunda tók loks gildi í nótt, sjö árum eftir að hann var samþykktur. Til þess að sáttmálinn tæki gildi þurfti aðild landa sem bæru samanlagt ábyrgð á losun að minnsta kosti 55% prósenta gróðurhúsalofttegunda heimsins. Það markmið náðist fyrst fyrir níutíu dögum þegar Rússland samþykkti sáttmálann. Samkvæmt sáttmálanum er stefnt að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5,2% fyrir árslok ársins 2012. En þó að 141 land hafi samþykkt sáttmálann þykir það rýra hann býsna mikið að lönd eins og Bandaríkin, Kína, Ástralía og Indland eigi ekki aðild að honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×