Milljónahækkanir í hverjum mánuði 16. febrúar 2005 00:01 Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum að fasteignaverð á suðvesturhorni landsins hefur margfaldast undanfarin ár og sér ekki enn fyrir endann á. Það þykir mörgum undarlegt hversu mjög verð halda áfram að hækka og eru ýmsir á þeirri skoðun að fasteignasalar sjálfir geri sitt ítrasta til að halda verðum í hámarki enda hærri söluþóknun í boði fyrir vikið. Þeim dæmum fer fjölgandi sem berast inn á borð Fréttablaðsins þar sem ýmsir setja spurningarmerki eða gera athugasemdir við verðmyndun á fasteignamarkaðnum. Eðlilegt er að verð hækki þegar eftirspurn er meiri en framboð eins og verið hefur en engu að síður eru til dæmi um verðhækkanir á sömu eignum um milljónir króna á örfáum mánuðum. Á Vatnsendasvæðinu er verið að selja ýmsar eignir þar á meðal tvílyft parhús sem eðli málsins samkvæmt eru eins að allri gerð og lögun. Ein hæðin á slíku húsi var seld fyrir þremur mánuðum síðan ásamt bílskúr fyrir 24 milljónir króna og nýverið var næsta hæð við hliðina auglýst til sölu ásamt sams konar bílskúr fyrir rúmar 28 milljónir króna. Það er hækkun um tæplega 1.4 milljónir á mánuði. Kjallaraíbúð í vesturbæ Reykjavíkur var til sölu fyrir tæpar átta milljónir fyrir ári síðan. Stutt er síðan sama íbúð var aftur auglýst til sölu en eigendinn fór fram á 12. 8 milljónir. Ekkert hafði verið unnið að endurbótum á umræddri íbúð í millitíðinni. Grétar Jónasson, formaður félags fasteignasala, segist kannast við þá umræðu að fasteignasalar geri sitt besta til að halda íbúðarverðum í hámarki en segist fullviss að meirihluti þeirra stundi slíkt ekki. "Auðvitað er auðvelt að halda slíku fram en staðreyndin er sú að þrátt fyrir að þóknun viðkomandi stofu eða sölumanns hækki í hlutfalli við söluverð þá er það ekki há upphæð og mér er til efs að til séu menn sem elta slíkt. Svo má ekki gleyma því að ábyrgð fasteignasala er mikil og ef kaupanda þykir eftir á að hyggja kaupverð óeðlilega hátt þá eru lög og reglur hans megin og hann getur stefnt fasteignasalanum. Þessi viðurlög eru hörð gagnvart öllum sem fasteignasölu stunda og velflestir ef ekki allir sem fasteignasölu stunda vita vel af þeim lögum og reglum sem gilda um stéttina." Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum að fasteignaverð á suðvesturhorni landsins hefur margfaldast undanfarin ár og sér ekki enn fyrir endann á. Það þykir mörgum undarlegt hversu mjög verð halda áfram að hækka og eru ýmsir á þeirri skoðun að fasteignasalar sjálfir geri sitt ítrasta til að halda verðum í hámarki enda hærri söluþóknun í boði fyrir vikið. Þeim dæmum fer fjölgandi sem berast inn á borð Fréttablaðsins þar sem ýmsir setja spurningarmerki eða gera athugasemdir við verðmyndun á fasteignamarkaðnum. Eðlilegt er að verð hækki þegar eftirspurn er meiri en framboð eins og verið hefur en engu að síður eru til dæmi um verðhækkanir á sömu eignum um milljónir króna á örfáum mánuðum. Á Vatnsendasvæðinu er verið að selja ýmsar eignir þar á meðal tvílyft parhús sem eðli málsins samkvæmt eru eins að allri gerð og lögun. Ein hæðin á slíku húsi var seld fyrir þremur mánuðum síðan ásamt bílskúr fyrir 24 milljónir króna og nýverið var næsta hæð við hliðina auglýst til sölu ásamt sams konar bílskúr fyrir rúmar 28 milljónir króna. Það er hækkun um tæplega 1.4 milljónir á mánuði. Kjallaraíbúð í vesturbæ Reykjavíkur var til sölu fyrir tæpar átta milljónir fyrir ári síðan. Stutt er síðan sama íbúð var aftur auglýst til sölu en eigendinn fór fram á 12. 8 milljónir. Ekkert hafði verið unnið að endurbótum á umræddri íbúð í millitíðinni. Grétar Jónasson, formaður félags fasteignasala, segist kannast við þá umræðu að fasteignasalar geri sitt besta til að halda íbúðarverðum í hámarki en segist fullviss að meirihluti þeirra stundi slíkt ekki. "Auðvitað er auðvelt að halda slíku fram en staðreyndin er sú að þrátt fyrir að þóknun viðkomandi stofu eða sölumanns hækki í hlutfalli við söluverð þá er það ekki há upphæð og mér er til efs að til séu menn sem elta slíkt. Svo má ekki gleyma því að ábyrgð fasteignasala er mikil og ef kaupanda þykir eftir á að hyggja kaupverð óeðlilega hátt þá eru lög og reglur hans megin og hann getur stefnt fasteignasalanum. Þessi viðurlög eru hörð gagnvart öllum sem fasteignasölu stunda og velflestir ef ekki allir sem fasteignasölu stunda vita vel af þeim lögum og reglum sem gilda um stéttina."
Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði