Erlent

Svíi biður umhjálp

Sænskur ríkisborgari, sem haldið er í gíslingu í Írak, bað Karl Gústaf Svíakonung og Jóhannes Pál II páfa um hjálp við að losna lifandi úr gíslingu sinni. Gíslatökumenn tóku hjálparbeiðni mannsins upp á myndband og sendu það til fjölmiðla. "Fjölskyldu minnar vegna bið ég alla að gera það sem þeir geta til að tryggja lausn mína," sagði Minas Ibrahim al-Yousifi í myndbandinu. Hann bjó um margra ára skeið í Svíþjóð en sneri aftur til Íraks eftir innrás Bandaríkjanna og Bretlands árið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×