Lögreglustjóri átalinn harðlega 17. febrúar 2005 00:01 Karlmanni voru í dag dæmdar bætur vegna ámælisverðra vinnubragða lögreglunnar í Reykjavík. Hann lá í tvö og hálft ár undir grun um refsiverðan verknað án þess að ákæra væri gefin út. Hæstiréttur átelur lögreglustjórann í Reykjavík harðlega fyrir sleifarlagið og segir þessi vinnubrögð brot á friði mannsins og æru hans. Maðurinn var kærður til lögreglu í október árið 1999 vegna gruns um fjárdrátt. Hann sat í gæsluvarðhaldi í um viku vegna málsins en ákæra á hendur honum var síðan ekki gefin út fyrr en í mars 2002 eða tveimur og hálfu ári eftir að málið er tilkynnt til lögreglu. Hann var síðar sýknaður af ákærunni vorið 2002. Maðurinn krafðist bóta vegna gæsluvarðhaldsins sem hann sætti. Hæstiréttur fellst ekki á það en telur hins vegar að rannsókn málsins hafi ekki verið með eðlilegum hraða og að þessi dráttur sé óhóflegur og verði ekki skýrður með manneklu hjá lögreglustjóraembættinu en lögreglustjórinn afsakaði seinaganginn með því að lögreglumaðurinn sem annaðist rannsókn málsins hafi farið til Bosníu í níu mánuði og málið því beðið á meðan. Hæstiréttur dæmir manninum hálfa milljón króna í bætur og segir drátt lögreglustjórans vera brot á friði mannsins og æru. Þetta er í annað sinn á innan við viku sem dómstólar landsins snupra lögregluyfirvöld fyrir seinagang í vinnubrögðum. Í síðustu viku setti Héraðsdómur Reykjaness ofan í við sýslumanninn í Hafnarfirði fyrir seinagang, sem væri brot á lögum, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svona óeðlilegur dráttur ætti sér stað af og til. Það væri óásættanlegt en til að koma í veg fyrir slíkt þyrftu sýslumannsembættin að ráða yfir nægilegum mannafla. Slíkt væri alltaf spurning um fjárveitingu til embættanna. Fréttastofa ákvað því að leita til yfirmanns sýslumanna landsins, Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Hann vildi hins vegar ekki veita viðtal en sagði að aldrei væri hægt að komast algjörlega hjá því að svona mál kæmu upp og þetta væri rætt reglulega í ráðuneytinu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þær ákúrur sem dómstólar hefðu veitt sýslumönnum vegna vinnubragða sem brjóta gegn lögum og stjórnarskrá lýðveldisins. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Karlmanni voru í dag dæmdar bætur vegna ámælisverðra vinnubragða lögreglunnar í Reykjavík. Hann lá í tvö og hálft ár undir grun um refsiverðan verknað án þess að ákæra væri gefin út. Hæstiréttur átelur lögreglustjórann í Reykjavík harðlega fyrir sleifarlagið og segir þessi vinnubrögð brot á friði mannsins og æru hans. Maðurinn var kærður til lögreglu í október árið 1999 vegna gruns um fjárdrátt. Hann sat í gæsluvarðhaldi í um viku vegna málsins en ákæra á hendur honum var síðan ekki gefin út fyrr en í mars 2002 eða tveimur og hálfu ári eftir að málið er tilkynnt til lögreglu. Hann var síðar sýknaður af ákærunni vorið 2002. Maðurinn krafðist bóta vegna gæsluvarðhaldsins sem hann sætti. Hæstiréttur fellst ekki á það en telur hins vegar að rannsókn málsins hafi ekki verið með eðlilegum hraða og að þessi dráttur sé óhóflegur og verði ekki skýrður með manneklu hjá lögreglustjóraembættinu en lögreglustjórinn afsakaði seinaganginn með því að lögreglumaðurinn sem annaðist rannsókn málsins hafi farið til Bosníu í níu mánuði og málið því beðið á meðan. Hæstiréttur dæmir manninum hálfa milljón króna í bætur og segir drátt lögreglustjórans vera brot á friði mannsins og æru. Þetta er í annað sinn á innan við viku sem dómstólar landsins snupra lögregluyfirvöld fyrir seinagang í vinnubrögðum. Í síðustu viku setti Héraðsdómur Reykjaness ofan í við sýslumanninn í Hafnarfirði fyrir seinagang, sem væri brot á lögum, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svona óeðlilegur dráttur ætti sér stað af og til. Það væri óásættanlegt en til að koma í veg fyrir slíkt þyrftu sýslumannsembættin að ráða yfir nægilegum mannafla. Slíkt væri alltaf spurning um fjárveitingu til embættanna. Fréttastofa ákvað því að leita til yfirmanns sýslumanna landsins, Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Hann vildi hins vegar ekki veita viðtal en sagði að aldrei væri hægt að komast algjörlega hjá því að svona mál kæmu upp og þetta væri rætt reglulega í ráðuneytinu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þær ákúrur sem dómstólar hefðu veitt sýslumönnum vegna vinnubragða sem brjóta gegn lögum og stjórnarskrá lýðveldisins.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira