Innlent

Vilja breytingar á skólastarfi

Fjölmargir skólastjórnendur hafa haft samband við Kennarasamband Íslands með í huga að breyta skólastarfi í grunnskólunum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandisns, segir fimmta ákvæði í nýjum kjarasamningi, þar sem opnað sé fyrir möguleika á sérsamningum í grunnskólum, verkja áhuga margra. Þrír skólastjórar hafi til dæmis haft samband við sig í gær. Þeir vilji skoða breytingar í samráði og samstarfi við sambandið, eins og ákvæðið kveði á um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×