Fleiri fréttir

Ráðherra varar fólk við

Helmingur af verðbólgu síðustu tólf mánaða er vegna hækkana á fasteignaverði. Fjármálaráðherra segir þessar hækkanir komnar til vegna breyttra aðstæðna á lánamarkaði og biður fólk að fara varlega í skuldsetningu þar sem óljóst er hvert stefnir.

Í framboð úr fangelsi

Borgarstjórinn í Mexíkóborg hótaði því að fara í forsetaframboð úr fangelsisklefa ef hann yrði dreginn fyrir dómstól og dæmdur í fangelsi.

Stærsti vandi íslensks réttarfars

Það fer eftir því hvernig Hæstiréttur er mannaður hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar úr héraðsdómi. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari.

12 ára gamalt námskeið lífsbjörg

Tólf ára gamalt skyndihjálparnámskeið varð manni í hjartastoppi til lífs. Maðurinn, sem sýndi rétt viðbrögð á neyðarstundu með hetjulegri framgöngu, var valinn skyndihjálparmaður ársins í dag. 

Deilt um úlfaveiðar í Noregi

Harðar deilur eru um það í Noregi hvort eigi að leyfa að skjóta úlfa. Borgarbúar vilja banna það en fólk til sveita segir að borgarbúarnir hafi ekkert vit á málinu.

Rannsókn á bruna hefst í dag

Rannsókn hefst í birtingu á því hvað olli sprengingu í mjölþurrkara í fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík í gær sem olli stórtjóni á allri verksmiðjunni. Slökkviliðsmenn voru á vettvangi fram undir miðnætti og lögregla vaktaði svæðið í nótt. Ljóst er að engin loðna verður brædd í verksmiðjunni á þessari vertíð en fram undan voru miklar annir þar sem loðnan er farin að ganga vestur með suðurströndinni og því hentugt að landa í Grindavík.

Stunginn á útsölu IKEA í Lundúnum

Einn maður var stunginn og fimm fluttir á sjúkrahús eftir mikla ringulreið á opnunarútsölu IKEA í Lundúnum í gærkvöldi. Þúsundir manna voru mættar fyrir utan búðina laust fyrir miðnætti þegar opnað var. Auk fyrrgreindra afleiðinga hlutu tuttugu og tveir minni háttar meiðsli í kjölfar stympinga á opnunarútsölunni.

Þriðji söluturninn rændur

Þriðja sjoppuránið í þessari viku var framið þegar maður vopnaður barefli rændi söluturn við Langholtsveg um níuleytið í gærkvöldi. Hin voru framin í Mjódd og í Grafarholti. Ræninginn í gærkvöldi var með sólgleraugu líkt og ræninginn í Mjódd í fyrrakvöld og grunar lögregluna allt eins að sami maður hafi verið að verki á öllum stöðunum.

Trylltist við afskipti lögreglu

Ölvaður ökumaður trylltist þegar lögreglan á Akureyri ætlaði að stöðva hann í Gilinu á Akureyri í gær. Hann gaf í og ók utan í lögreglubílinn en lögreglunni tókst að króa hann af. Þá læsti hann bílnum og neitaði að koma út. Lögreglumenn brutu þá rúðu til að ná manninum en þá réðst hann á lögreglumennina sem náðu að yfirbuga hann og flytja í járnum á lögreglustöðina þar sem hann var látinn sofa úr sér.

Bjartsýni lykill að langlífi

Leiðin að langlífi er að líta lífið björtum augum og elska náunga sinn. Þetta er samdóma álit hóps Kúbumanna yfir hundrað ára sem kom saman í gær. Læknar, næringarfræðingar og fleiri sérfræðingar áttu fund með hópnum í gær til þess að reyna að komast að því hver væri lykillinn að langlífi. Sumir sögðust þakka vinnusemi langlífið og aðrir miklu grænmetisáti.

Ótti vegna skjálfta í Aceh-héraði

Mikil skelfing greip um sig meðal íbúa á Aceh-héraði á Indónesíu í gær þegar jarðskjálfti upp á 6,2 á Richter skók svæðið. Fólk hljóp upp á hæðir og lögreglumenn og hermenn kölluðu í gegnum gjallarhorn og vöruðu fólk við flóðbylgjum. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli eða tjóni á byggingum í kjölfar skjálftans.

Dettifoss kominn til Rotterdam

Þýski dráttarbáturinn Primus kom með flutningaskipið Dettifoss í togi til Rotterdam undir kvöld í gær þar sem Dettifoss verður tekinn í þurrkví til viðgerðar. Tvö varðskip drógu Dettifoss inn til Eskifjarðar fyrir tæpum hálfum mánuði eftir að stýrið brotnaði af skipinu í slæmu veðri suðaustur af landinu.

Ók út af í hálku á Reykjanesbraut

Ökumaður rútu, sem var einn á ferð, slapp ómeiddur þegar bíllinn rann út af Reykjanesbraut skammt frá Vogaafleggjara í gærkvöldi. Á leiðinni út af braut bíllinn meðal annars umferðarmerki, en hálka var á vettvangi. Önnur rúta var notuð til að draga ökutækið aftur upp á veginn og var bíllinn ökufær eftir óhappið.

Norður-Kóreumenn eiga kjarnavopn

Stjórnvöld í Norður-Kóreu lýstu því yfir í morgun að þau hafi látið smíða kjarnorkuvopn til þess að verjast yfirgangi Bandaríkjamanna og tilraunum þeirra til að einangra landið. Jafnframt hafa stjórnvöld í Norður-Kóreu hætt þátttöku í viðræðum sex þjóða sem miðuðu að því að takmarka framþróun kjarnorkumála í landinu þannig að þar yrðu ekki smíðuð kjarnorkuvopn.

Fundi frestað vegna árása

Fundi Palestínumanna og Ísraela um öryggismál var frestað fyrir stundu eftir að liðsmenn Hamas-samtakanna létu vörpusprengjum rigna yfir landnemabyggðir gyðinga á Gaza-svæðinu í morgun. Háttsettur palestínskur embættismaður sagði að Ísraelar hefðu beðið um að fundinum yrði frestað. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður haldinn.

Landamærum Íraks lokað í fimm daga

Öllum landamærum að Írak verður lokað í fimm daga í næstu viku af öryggisástæðum. Ekki var gefin nein ástæða fyrir lokuninni en líklega er hún vegna þess að þá nær hámarki hin árlega trúarhátíð sjíta. Á síðasta ári voru gerðar fjölmargar sjálfsmorðsárásir á þessari hátíð, sem kostuðu yfir 170 manns lífið. Árásarmennirnir voru súnnímúslimar sem réðu lögum og lofum í landinu meðan Saddam Hussein var við völd.

Hefur verslað fyrir átta milljarða

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hefur verslað við íslensk fyrirtæki fyrir ríflega átta milljarða króna frá upphafi framkvæmdanna við Kárahnjúka til síðustu áramóta. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að íslensk fyrirtæki hafi ekki farið varhluta af starfsemi Impregilo hér á landi því fyrir utan greiðslur fyrir vörur og þjónustu bætast við laun starfsmanna, launatengdur kostnaður og skattar.

Samið um stækkun Norðuráls

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra undirrituðu í gær fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, viðaukasamning vegna stækkunar Norðuráls á Grundartanga. Í samningnum er miðað við að stækka álverið upp í 260 þúsund tonna ársframleiðslu.

Sérhæfð öryggisdeild á Kleppi

Sérhæfð öryggisdeild á Kleppsspítala fyrir geðsjúka tekur til starfa innan skamms að því er fram kom í máli heilbrigðisráðherra í morgun. Þegar er farið að ráða starfsfólk og unnið er að breytingum á húsnæði. Margir þingmenn gagnrýndu á Alþingi í morgun að ekki yrði gert ráð fyrir að geðsjúkir fangar fengju inni á deildinni og báðu ráðherra að skoða hug sinn vandlega hvort ekki væri unnt að bæta þar úr.

Vilja fleiri NATO-hermenn í gæslu

Bandaríkin munu fara fram á það í dag að bandalagsþjóðir NATO leggi til fleiri hermenn til gæslustarfa í Afganistan og Írak. Forystumenn í gömlu Evrópu eru ekki hrifnir.

Mótmæla samgöngumiðstöð

Höfuðborgarsamtökin mótmæla fyrirhugaðri byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri. Fulltrúar samtakanna afhentu borgarráðsmönnum og embættismönnum borgarinnar í morgun yfirlýsingu þar sem varað er við því að gengið verði til samninga við ríkið um samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli.

Verða af töluverðum tekjum

Stór hluti árstekna þeirra starfsmanna sem vinna í fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík verður til á loðnuvertíðinni sem stendur nú sem hæst. Bæjarstjórinn segir brunann í gær mikið áfall fyrir bæjarfélagið sem verði af töluverðum tekjum. Hann hefur þó trú á að verksmiðjan verði byggð upp að nýju þar sem hluti af tækjum skemmdist ekki.

Fundur vegna viðtals við Halldór

Boðað hefur verið til aukafundar á Alþingi í dag til að ræða um viðtal Brynhildar Ólafsdóttur fréttamanns við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sem birt var á Stöð tvö í gærkvöldi. Það var Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sem óskaði eftir viðræðum um viðtalið.

Hart deilt á forsætisráðherra

Hart var deilt á Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í umræðum á Alþingi í dag um viðtal Brynhildar Ólafsdóttur, fréttamanns á Stöð tvö, við forsætisráðherra sem sýnt var í gær. Þar lýsti Halldór aðdraganda þess að Ísland samþykkti að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak, afleiðingar þess og ástæður, en það var Össur Skarphéðinsson sem bað um tækifæri til að ræða um viðtalið á Alþingi.

TM sendir frá sér afkomuviðvörun

Tryggingamiðstöðin hefur líkt og Samherji gefið út afkomuviðvörun í tengslum við stórbrunann sem varð í fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík í gær. Eignirnar voru tryggðar hjá Tryggingamiðstöðinni sem gerir ráð fyrir að áhrif þess á afkomu félagsins muni nema tvö hundruð milljónum króna að viðbættum viðbótariðgjöldum sem greiða þarf til endurtryggjenda þegar svona stórt tjón verður.

Fái Norður-Kóreu aftur að borðinu

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, býst við að hægt verði að fá Norður-Kóreumenn aftur að samningaborðinu vegna kjarnorkumála landsins, en Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í dag að þeir hefðu látið smíða kjarnorkuvopn til þess að verjast yfirgangi Bandaríkjamanna.

Ævintýri lesin í síma

Hollendingar fara nú ótroðnar slóðir í að kynna börnum ævintýri. Búið er að koma á fót símaþjónustu í landinu þangað sem börn geta hringt og hlustað á Rauðhettu og fleiri gömul ævintýri fyrir litlar 450 krónur, eða svipaða upphæð og ævintýrabók kostar í bókabúð. Valið stendur á milli fjögurra ævintýra en skipt er reglulega um sögur hjá símaþjónustunni.

Akademían fagnar framtaki Eimskips

Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún fagnar því framtaki Eimskipafélags Íslands að styrkja Háskóla Íslands með því að veita 500 milljónir króna til að byggja upp háskólatorg og 100 milljónir króna árlega til styrktar doktorsnemum við skólann.

Um 55% bóta eftir læknismeðferð

Meiri hluti bótamála sjúklingatrygginga sem Tryggingastofnun samþykkti á árunum 2001 - 2004 fellur undir lagaákvæði um að "ekki hafi verið staðið eins vel að læknismeðferð og unnt var." Umsóknum um bætur hefur fjölgað mikið á milli ára. </font /></b />

Horfið frá stórum geðsjúkarhúsum

Það þarf að endurskoða hlutverk geðheilbrigðisstofnana, hverfa frá uppbyggingu stórra geðsjúkarhúsa, og gera þjónustuna notendavænni.

Abbas rekur öryggismálafulltrúa

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, rak í dag þrjá yfirmenn öryggismála eftir að vopnahlé við Ísrael var brotið í tvígang. Uppreisnarmenn skutu vörpusprengjum á landnemabyggð gyðinga á Gaza-svæðinu og þá réðst hópur byssumanna inn í fangelsi á Gaza-svæðinu og drap þrjá fanga í deilum tveggja klíkna.

Sýklalyfjanotkun veldur vandræðum

Mikil ávísun sýklalyfja í suðurhluta Evrópu veldur því að þar verða til sífellt fleiri sýklar sem eru ónæmir fyrir lyfjunum. Í nýrri, viðamikilli rannsókn kemur fram að mun fleiri tilfelli með sýklum sem erum ónæmir fyrir sýklalyfjum koma upp í suðurhluta Evrópu en norðurhluta þess þar sem læknar gefa sjaldnar sýklalyf.

60 fjölmiðlamenn á matreiðsluhátíð

Sextíu erlendir fjölmiðlamenn koma til landsins á vegum Icelandair til að fylgjast með Food and Fun hátíðinni sem haldin verður dagana 16. til 20. febrúar næstkomandi. Flestir koma fjölmiðlamennirnir frá Bandaríkjunum, eða um tuttugu talsins, og eru þeir jafnt frá sérritum og sjónvarpsstöðvum sem eingöngu fjalla um mat og almennum fjölmiðlum á borð við <em>The Washington Post</em>.

Ógnarjafnvæginu raskað

Norður-Kóreumenn hafa viðurkennt að eiga kjarnorkuvopn. Þau segjast eingöngu ætla að nota vopnin í fælingar- og sjálfsvarnarskyni en engu að síður er staðan uggvænleg. Helst óttast menn að norður-kóresk stjórnvöld muni selja vopnin í hendur öfgasamtaka eða annarra ríkja.

Tíu féllu í hörðum bardaga í Írak

Að minnsta kosti 10 lögreglumenn létust í hörðum bardaga við uppreisnarmenn nærri bænum Salman Pak suðaustur af Bagdad í Írak í dag. Bardaginn stóð í nokkrar klukkustundir og samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar særðust að minnsta kosti 65 lögreglumenn í honum. Engar fréttir hafa hins vegar borist af því hversu margir uppreisnarmenn féllu í átökunum.

Sýknaður af kynferðisbroti

Karlmaður sem í héraðsdómi var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir langvarandi kynferðisbrot gagnvart ungri stúlku var sýknaður af Hæstarétti í dag. Stúlkan er dóttir konu sem starfaði hjá manninum og kom oft í vinnuna með móður sinni. Hafði héraðsdómur dæmt hann fyrir brot gegn stúlkunni, meðal annars fyrir samræði þegar hún var á aldrinum níu til þrettán ára.

700 milljóna tekjutap

Íslendingar verða hugsanlega af 700 milljónum króna vegna brunans í fiskimjölsverksmiðju Samherja í fyrradag að mati sjávarútvegsráðherra. Þetta kom fram á fundi Árna Mahiesen ráðherra með Ólafi Erni Ólafssyni, bæjarstjóra í Grindavík, Guðjóni Hjörleifssyni formanni sjávarútvegsnefndar Alþingis og Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja í gær.

Sex hundruð í ólöglegri vinnu

Sífellt fleiri stunda svarta vinnu á Íslandi. Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir þetta áberandi í byggingargeiranum og telur allt að 600 manns í ólöglegri vinnu. Samiðn og Útlendingastofnun hefja samstarf. </font /></b />

Norðurál fær heimild til stækkunar

Ekkert stendur lengur í vegi fyrir því að Norðurál á Grundartanga geti aukið afköst álverksmiðju sinnar í 260 þúsund tonn en samningur þess efnis var undirritaður í vikunni. Hafa framkvæmdir við stækkun álversins staðið yfir um tíma en í þessum áfanga er einungis gert ráð fyrir að afkastagetan verði 212 þúsund tonn.

Hvattir til áframhaldandi viðræðna

Leiðtogar heimsins hafa hver af öðrum hvatt Norður-Kóreumenn til að hefja aftur samningaviðræður við sex ríki um kjarnorkumál landins, en Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í morgun að þeir hefðu þróað kjarnorkuvopn til varnar yfirgangi Bandaríkjanna og hygðust hverfa frá samningaborðinu.

Dómtekið í Héraðsdómi

Mál Valgerðar H. Bjarnadóttur, fv. framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu og formanns leikhússráðs Leikfélags Akureyrar, um greiðslu launa út ráðningartímabilið sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu hefur verið dómtekið hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Vill fá konur í stjórn

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hvetur stjórnarformenn 80-90 helstu fyrirtækjanna í landinu til að beita sér fyrir því að konur fái tækifæri í stjórn og hefur sent þeim bréf þessa efnis, þó ekki þeim fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel.

Hittust í gegnum stefnumótasíðu

Norska blaðið Dagbladet birti nýlega viðtal við norskt-íslenskt par, Súsönnu Andreudóttur, 28 ára, og Christopher Landmark, 32 ára, sem kynntust á stefnumótasíðu. Þau byrjuðu að búa saman þremur dögum eftir að hafa hist í fyrsta skipti.

Auðveldar mannahald

Nokkuð er um að fiskvinnslufyrirtæki eigi húsnæði, jafnvel heilt fjölbýlishús, til að geta leigt út til erlendra farandverkamanna á höfuðborgarsvæðinu og er þar auðvitað um nútíma verbúðir að ræða.

Uppgreiðslurnar námu milljarði

Uppgreiðslur lána hjá Byggðastofnun námu tæpum 1.100 milljónum króna frá 1. september 2004 fram til dagsins í dag. Það er um 8-9 prósent af heildarútlánum. Uppgreiðslurnar hafa dregist umtalsvert saman upp á síðkastið en mega þó ekki verða mikið fleiri.

Sjá næstu 50 fréttir