Innlent

Mótmæla samgöngumiðstöð

Höfuðborgarsamtökin mótmæla fyrirhugaðri byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri. Fulltrúar samtakanna afhentu borgarráðsmönnum og embættismönnum borgarinnar í morgun yfirlýsingu þar sem varað er við því að gengið verði til samninga við ríkið um samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli. Miðstöðin mun að mati samtakanna ekki gagnast borgarbúum en er til þess fallin að festa flugstarfsemi í sessi í Vatnsmýrinni. Vilja Höfuðborgarsamtökin að unnið verði að heildarskipulagi á svæðinu í fullri sátt við borgarbúa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×