Erlent

Hvattir til áframhaldandi viðræðna

Leiðtogar heimsins hafa hver af öðrum hvatt Norður-Kóreumenn til að hefja aftur samningaviðræður við sex ríki um kjarnorkumál landins, en Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í morgun að þeir hefðu þróað kjarnorkuvopn til varnar yfirgangi Bandaríkjanna og hygðust hverfa frá samningaborðinu. Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, sem er eitt af ríkjunum sem taka þátt í viðræðunum, lýsti því yfir að ekki væri ráðlegt fyrir Norður-Kóreustjórn að hætta viðræðum við ríkin sex . Fyrr í dag hvatti Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, aðila málsins til að reyna til þrautar að semja og þá sagði Scott McClellan, talmaður Hvíta hússins, Bandaríkjastjórn áfram fylgjandi friðsamlegri lausn í deilunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×