Innlent

Rannsókn á bruna hefst í dag

Rannsókn hefst í birtingu á því hvað olli sprengingu í mjölþurrkara í fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík í gær sem olli stórtjóni á allri verksmiðjunni. Slökkviliðsmenn voru á vettvangi fram undir miðnætti og lögregla vaktaði svæðið í nótt. Ljóst er að engin loðna verður brædd í verksmiðjunni á þessari vertíð en fram undan voru miklar annir þar sem loðnan er farin að ganga vestur með suðurströndinni og því hentugt að landa í Grindavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×