Erlent

Abbas rekur öryggismálafulltrúa

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, rak í dag þrjá yfirmenn öryggismála eftir að vopnahlé við Ísrael var brotið í tvígang. Uppreisnarmenn skutu vörpusprengjum á landnemabyggð gyðinga á Gaza-svæðinu og þá réðst hópur byssumanna inn í fangelsi á Gaza-svæðinu og drap þrjá fanga í deilum tveggja klíkna. Ekki eru nema tveir dagar síðan Ísraelar og Palestínumenn sömdu um vopnhlé eftir fjögurra ára styrjöld, en Ísraelar frestuðu fyrr í dag fundi með Palestínumönnum um öryggismál vegna árásarinnar á landnemabyggðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×