Innlent

Sérhæfð öryggisdeild á Kleppi

Sérhæfð öryggisdeild á Kleppsspítala fyrir geðsjúka tekur til starfa innan skamms að því er fram kom í máli heilbrigðisráðherra í morgun. Þegar er farið að ráða starfsfólk og unnið er að breytingum á húsnæði. Margir þingmenn gagnrýndu á Alþingi í morgun að ekki yrði gert ráð fyrir að geðsjúkir fangar fengju inni á deildinni og báðu ráðherra að skoða hug sinn vandlega hvort ekki væri unnt að bæta þar úr. Þetta kom fram í umræðum um skýrslu heilbrigðisráðherra um stöðu geðheilbrigðismála í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×