Innlent

Olíuhækkun dýrkeypt fyrir útveginn

Hækkun á verði olíu á þessu ári hefur haft mikil áhrif á rekstrarafkomu sjávarútvegsins að sögn Björgólfs Jóhannssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hann sagði við setningu ársfunds samtakanna í gær að hækkun á olíureikningi útgerðarinnar síðustu tólf mánuði nemi rúmum 2,5 milljörðum króna. Björgólfur sagði ólíklegt að orkufrekar veiðar gætu gengið til lengdar við þessar aðstæður. Það hvetji til þess að fundnir verði aðrir orkugjafar fyrir stórnotendur eins og útgerðina. Hann sagði að ekkert virtist í spilunum sem leiddi til lækkunar á olíuverði og því væri mikilvægt að allir mögulegar ráðstafanir væru gerðar til að lækka þennan kostnað. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra tilkynnti á fundinum að hann hefði skipað nefnd sem ætti að gera úttekt á starfsumhverfi sjávarútvegsins og skoða hvort hægt væri að minnka álögur, einfalda og samhæfa ýmsa þjónustu ríkisins til þess að hægt væri að lækka rekstrarkostnað útgerðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×