Fleiri fréttir

Vestfirðir eitt prófastsdæmi

Á kirkjuþingi í gær var lagt til að Barðastrandarprófastsdæmi og Ísafjarðarprófastsdæmi sameinist og heiti hins sameinaða prófastsdæmis verði Vestfjarðaprófastsdæmi.

Líflegt á kirkjuþingi

Líflegt var í Grensáskirkju á öðrum degi kirkjuþings í gær. Umræður spunnust um stöðu samningamála við ríkið eftir að kirkjumálaráðherra vék að prestssetrum í ræðu sinni á sunnudag. Bent var á var að vilja hafi skort til að ræða þessi mál af hálfu ráðamanna og því hafi verið erfitt að þoka þeim áfram.

Pyntingar rannsakaðar í Georgíu

Yfirvöld í fyrrum Sovétlýðveldinu Georgíu kanna nú mál fjórtán lögreglumanna sem grunaðir eru um að hafa pyntað fjölda fanga á síðastliðnum árum. Ríkissaksóknari landsins sagði að fleiri lögreglumenn væru grunaðir um pyntingar.

Vetrardekkin viðruð

Annir voru á dekkjaverkstæðum í gær þar sem fjöldi ökumanna vildi losna af sumarbörðunum í fyrstu vetrarhálkunni sunnan heiða. Lausleg athugun Fréttablaðsins sýndi að nagladekkin væru á undanhaldi, heilsársdekk og grófmynstruð vetrardekk nytu æ meiri vinsælda.

Þaki haldið í skefjum

Þaki á einbýlishúsi á Höfn í Hornarfirði var haldið í skefjum með skurðgröfu í gær. Hávaðarok var í bænum, líkt og víða um land, og fylgdust björgunarsveitarmenn árvökulum augum með því sem hugsanlega gat tekist á loft.

Hundrað skip á sjó

Um eitt hundrað skip og bátar voru á sjó undir kvöld í gær samkvæmt upplýsingum frá tilkynningaskyldunni. Smærri bátar höfðu komið sér í land vegna veðursins en hinir stærri létu ekki vagg og veltu á sig fá og héldu fast við sinn keip. Skip voru víða að veiðum, á grynningu fyrir sunnan land, meðfram norðurströndinni og eins á Halamiðum.

Komst sjálfur heim

Bónda í Berufirði var saknað um skeið í gær og voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar. Skilaði hann sér sjálfur heim, heill á húfi, áður en leit hófst af þunga. Maðurinn fór að líta eftir fé snemma í gær og skilaði sér ekki heim á tilsettum tíma.

Veturinn kom í gær

Vindur blés hressilega víða um land í gær og sums staðar var dágóð snjókoma. Nokkurt tjón hlaust af þegar hluti þaks feyktist af mjölgeymslu í Vestmannaeyjum, rafmagn fór af á Höfn í Hornafirði og snjóþyngsli öftruðu færð á Austfjörðum.

Óákveðnir og nýir ráða úrslitum

Þeir kjósendur sem ennþá eru óákveðnir og þeir sem aldrei hafa kosið áður koma til með að ráða úrslitum forsetakosninganna vestan hafs. Þetta er mat Davids Rohdes sem er einhver þekktasti sérfræðingur í kosningahegðun í Bandaríkjunum.

Málaferli gegn borginni

Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn telur fráleitt að líta svo á að hömlur sem settar voru á uppbyggingu matvöruverslana í Grafarvogi gildi enn. Engum geti dottið í hug að þær hafi átt að gilda að eilífu. Verið er að undirbúa málaferli gegn Reykjavíkurborg vegna samninga um einokun Baugs á matvöruverslun í hverfinu. 

Öftust í forgangsröðinni

Sum börn innan veggja almennra grunnskóla eiga við mun alvarlegri fötlun að stríða en börnin í sérskólum, segir Halldór Gunnarsson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Einhverf börn á leið í skólann

Reykjavíkurborg hefur látið undirbúa nýjar umsóknir fyrir um tíu einhverf grunnskólabörn í borginni. Stefán Jón Hafstein formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur segir að farið verði að kröfum kennara. Allir þeir 20 til 30 sem komi að kennslu barnanna verði kallaðir út og fái laun samkvæmt ráðningarsamningi.

Loka þurfti Oddsskarði

Vonskuveður var á austanverðu landinu í gær og voru björgunarsveitir á Egilsstöðum og Reyðarfirði kallaðar út til að aðstoða ökumenn bíla sem lent höfðu í vandræðum í Fagradal vegna ófærðar.

Olíuvinnsla hér við land?

Eftir því sem olíuverð hækkar og ófriður eykst á helstu olíuvinnslusvæðum veraldar leita menn nýrra olíuvinnslusvæða á norðurhveli. Ýmsar vísbendingar eru um olíu og gas á íslensku hafsvæði.

29. dagur verkfalls

Landsbankinn hefur hætt dagvistun barna starfsmanna í verkfalli kennara. Atli Atlason framkvæmdastjóri starfsmannasviðs segir að í byrjun verkfalls þegar staða foreldra hafi verið könnuð hafi verið talið að um 40 til 50 börn þyrftu gæslu.

Fasteignaskattstekjur aukast mikið

Tekjur sveitarfélaga af fasteignasköttum gætu aukist um meira en einn milljarð króna á næsta ári vegna hækkunar fasteignaverðs. Fasteignaskattar eru næststærsti tekjustofn sveitarfélaganna á eftir útsvarinu og skila þeim u.þ.b. 11 milljörðum króna á þessu ári í sveitarsjóðina. Þeir taka hins vegar mið af fasteignaverði.

Eiríkur útilokar lagasetningu

Ekki er í bígerð að setja lög á verkfall kennara, segir Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands: "Lagasetning er út úr myndinni. Ég treysti þeim heimildum sem ég hef."

Stjórnarskrá breytt í kosningum

Umdeildur forseti Hvíta-Rússlands verður að líkindum um hríð í embætti því stjórnarskrá landsins var breytt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eftirlitsmenn gera athugasemdir við framkvæmdina, en hann blæs á gagnrýni.

Samræmd próf burt

Umfangsmestu breytingar á bresku skólakerfi í sextíu ár voru kynntar í gær. Samkvæmt þeim verður dregið mjög úr notkun samræmdra prófa til að mæla árangur nemenda á menntaskólaaldri.

Frammíköll, skvaldur og fliss

Geir H. Haarde fjármálaráðherra sakaði Samfylkinguna um málefnaskort þegar hann var gagnrýndur fyrir það í upphafi þingfundar að skipa einungis karlmenn í nýja framkvæmdanefnd um stofnanakerfi og rekstur verkefna ríkisins. 

Kóreumenn verða áfram í ár

Suður Kóreskar hersveitir verða áfram í Írak í að minnsta kosti ár. 2800 Suður Kóreskir hermenn hafa verið sendir til Írak í mánuðinum og 800 í viðbót koma í nóvember. Þeir munu aðallega vinna við hjálparstörf og endurreisn.

Héraðslistinn fékk flest atkvæði

Héraðslistinn fékk flest atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum í nýja sveitarfélaginu á Héraði í gær. Fékk listinn 417 atkvæði og fjóra menn kjörna. Framsóknarflokkurinn og Sjálfsstæðisflokkurinn fengu hvor þrjá menn kjörna og listi Áhugafólks um sveitarstjórnarmál einn mann. Alls nýttu 1410 atkvæðisrétt sinn en á kjörskrá voru ríflega 2100 manns.

7 handteknir

Sjö hafa verið handteknir í Kína fyrir að pakka og selja gervi-mjólkurduft fyrir kornabörn. Þrettán börn hafa látist eftir neyslu duftsins, og á annað hundrað hafa veikst. Fólkið hafði selt duftið mánuðum saman í norðurhluta landsins áður en athæfið komst upp. Sumt af duftinu var raunverulegt mjólkurduft, en í það vantaði mörg lífsnauðsynleg næringarefni.

Skorinn á háls, en lifir af

Maður á þrítugsaldri var skorinn á háls með brotnu glasi á veitingastaðnum Nellys á gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis í nótt. Betur fór en á horfðist því hann mun að sögn lögreglu lifa árásina af en átökin byrjuðu sem slagsmál fjögurra manna. Allir eru mennirnir á þrítugsaldri.

Í vandræðum á Esjunni

Feðgar lentu í vandræðum í gönguferð upp Esjuna um fimm leytið í gær þegar svarta þoka skall á. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar voru kallaðar út eftir að faðirinn náði símasambandi við Neyðarlínuna. Feðgunum var sagt að halda kyrru fyrir.

Karzai byrjar vel

Nú hafa 5% atkvæða í forsetakosningunum í Afganistan verið talin, og hefur Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti landsins, fengið 67% þeirra. Búist er við að það taki nokkra daga að ljúka talningunni. Góð kjörsókn var í þessum fyrstu frjálsu þingkosningum í landinu.

70 þúsund látnir í Súdan?

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að sjötíu þúsund flóttamenn hafi látist í Darfur héraði í Súdan á síðustu mánuðum. Yfirvöld í Súdan segja töluna ekki nærri svona háa. Starfsmenn alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja hinsvegar engan vafa, farsóttir hafi breiðst út og malaríutilfellum fjölgað mjög. Þá hafi margir látist af vannæringu.

Taugaskaði eftir offituaðgerð

Ný rannsókn sýnir að þeir sem hafa gengist undir aðgerð á maga og þörmum í þeim tilgangi að léttast eiga á hættu að verða fyrir taugaskaða í kjölfar aðgerðarinnar. Fréttastofa BBC greinir frá rannsókninni, sem gerð var við sjúkrahús í Minnesota, og mun birtast á næstunni í tímaritinu Neurology.

Heimurinn er ekki öruggari

Innrásin í Írak hefur ekki leitt til öruggari heims. Þetta segir Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Þessi orð lét Kofi Annan falla í viðtali á breskri sjónvarpsstöð í morgun, og koma þau sér ekki vel fyrir Bush bandaríkjaforseta og Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, sem hafa hamrað á því undanfarna mánuði, til að réttlæta innrásina í Írak, að heimurinn væri mun öruggari staður nú en áður.

Sjö handteknir vegna mjólkurdufts

Sjö hafa verið handteknir í Kína fyrir að selja gervi-mjólkurduft fyrir kornabörn. Þrettán börn hafa látist og á annað hundrað veikst. Fólkið er talið hafa komið sextíu tonnum af gervi-mjólkurdufti í umferð og mjólkurdufti sem í vantaði mörg lífsnauðsynleg næringarefni. Framleiðslan var stöðvuð og 36 tonn af duftinu eyðilögð.

NY Times styður Kerry

Bandaríska stórblaðið The New York Times lýsir yfir stuðningi við John Kerry í leiðara í dag. Segir þar að Kerry hafi sterka siðferðisvitund og búi yfir kostum sem gæti orðið að grunni sterks leiðtoga. Þá lýsir The Boston Globe einnig yfir stuðningi við Kerry í dag.

Héraðslistinn sigraði

Héraðslistinn er sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna sem haldnar voru í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Heráði í gær. Í sumar runnu Austur-hérað, sem er Egilsstaðir og hrepparnir, Fellahreppur og Norður-héraðs saman í eitt sveitarfélag. Sameiningin var reyndar kærð til félagsmálaráðuneytisins en þar var ekki fallist á kæruna.

Frakkar kaupa olíu sem aldrei fyrr

Frakkar láta hátt olíuverð ekki trufla sig ef marka má nýlegar sölutölur þaðan. Frakkar, sem vanalega eru afar harðir neitendur, nota bensín og olíu sem aldrei fyrr, þrátt fyrir hið háa verð. Ákveðnir hópar í Frakklandi hafa þó staðið fyrir mótmælum eins og vænta mátti, en hafa ekki náð eyrum almennings.

Skógarbjörn gengur berseksgang

Einn maður lést og sjö slösuðust þegar skógarbjörn gekk berseksgang í Rúmeníu. Skógarhöggsmenn skutu björninn niður þegar mesta æðið var runnið af honum, en þá hafði hann auk fyrrgreindrar árásar á fólk sem var við sveppatýnslu einnig ráðist á sjúkrabíl sem kom á staðinn.

Mega skjóta niður dópflugvélar

Lög sem heimila flugher Brasilíu að skjóta niður flugvélar sem grunaðar eru um að flytja eiturlyf taka gildi í dag. Stjórnvöld í Brasilíu segja fíkniefnavandann orðinn það alvarlegan í landinu að nausynlegt sé að grípa til harkalegra aðgerða.

Ættu ekki að ala upp börn

"Í hverri einustu viku er í DV svo sóðaleg lygi og svo yfirgengilegur sóðaskapur og bull að ég myndi ekki láta sjá mig í sjónvarpi,væri ég ritstjóri þess blaðs, hvað þá taka að mér að ala upp börn," sagði Bjarni Harðarson, ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins í Silfri Egils á Stöð 2 í dag. Bjarni beindi orðum sínum til annars tveggja ritstjóra DV sem var gestur í Silfrinu.

Níu létust í árásum skæruliða

Níu írakskir lögreglumenn létust þegar skæruliða réðust á bíl þeirra fyrr í dag. Lögregumennirnir voru að koma af æfingu suðvestur af Baghdad, þegar skæruliðarnir létu til skarar skríða og drápu alla lögreglumennina sem í bílnum voru.

Kerry saxar á fylgi Bush

John Kerry saxar á fylgi George Bush samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters/Zogby. Einungis rúmar tvær vikur eru þar til bandarískir kjósendur velja sér forseta annan nóvember. Bandaríska stórblaðið The New York Times lýsti í dag yfir stuðningi við Kerry í leiðara.

Hvítrússar kjósa í dag

Í dag kjósa Hvítrússar um það hvort Alexander Lukashenko, forseti landsins, skuli hefja sitt þriðja kjörtímabil í embætti. Strangt til tekið er Lukashenko fallinn á tíma, því að hann má aðeins sitja tvö kjörtímabil, en honum leyfist þó að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald sitt, beri þannig undir og það hefur hann gert nú.

Fljótsdalshérað talið best

Fljótsdalshérað er nafnið sem kjósendur í sveitarstjórnarkosningunum á Austur Héraði vilja sjá sem nafn á nýju sveitarfélagi. Þau nöfn sem kosið var um í gær voru Egilsstaðabyggð, Fljótsdalshérað og Sveitarfélagið Hérað, en jafnframt gafst kjósendum kostur á að leggja fram annað nafn frá eigin brjósti.

Slökkviliðsmenn styðja kennara

Stjórn og fulltrúaráð Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu kennara, sem landssambandið telur mikilvægt að leysist hið allra fyrsta, enda geti langvinnt verkfall haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Indland sigrar klæðskiptingakeppni

Litrík og íburðarmikil fegurðarsamkeppni klæðskiptinga var haldin í höfuðborg Perús í gær. Fulltrúi Indlands sigraði með yfirburðum. 21 maður tók þátt í keppninni, sem haldin var í höfuðborg Perú, Líma í gær. Keppendur komu fram í baðfötum, sumarkjólum og kvöldkjólum, á vel sóttri sýningu og það var indverski keppandinn, Lidia Zaray, bar sigur úr bítum.

Færri látast í stríðsátökum

Enda þótt styrjaldir séu stöðugt í heimsfréttunum þá er það staðreynd að stríðsátökum fer fækkandi og dregið hefur úr mannfalli af þeirra völdum

Biskup: Kennaraverkfall óþolandi

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi verkfall grunnskólakennara í setningarræðu sinni á kirkjuþingi. Sagði hann að samfélagið flokkaði börn sem afgangsstærð og að óþolandi væri að kennarar fyndu sig knúa til að beita verkfallsvopninu.

Sjá næstu 50 fréttir