Erlent

Samræmd próf burt

Umfangsmestu breytingar á bresku skólakerfi í sextíu ár voru kynntar í gær. Samkvæmt þeim verður dregið mjög úr notkun samræmdra prófa til að mæla árangur nemenda á menntaskólaaldri. Markmið breytinganna er að bæta almenna kunnátta á öllum skólastigum í lestri, tjáningu og stærðfræði og auka tækifæri í verknámi. Breskt skólakerfi þykir of fábreytt að þessu leyti og er breytingunum nú ætlað að stemma stigu við gífurlegu brottfalli nemenda frá 16 ára aldri, en brottfallið á Bretlandi er hið mesta meðal iðnvæddra þjóða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×