Innlent

Skorinn á háls, en lifir af

Maður á þrítugsaldri var skorinn á háls með brotnu glasi á veitingastaðnum Nellys á gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis í nótt. Betur fór en á horfðist því hann mun að sögn lögreglu lifa árásina af en átökin byrjuðu sem slagsmál fjögurra manna. Allir eru mennirnir á þrítugsaldri. Lögregla veit hver árásarmaðurinn er og segist munu hafa tal af honum í dag. Alls voru fjórar líkamsárásir tilkynntar til lögreglu en þetta var sú alvarlegasta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×