Erlent

Skógarbjörn gengur berseksgang

Einn maður lést og sjö slösuðust þegar skógarbjörn gekk berseksgang í Rúmeníu. Skógarhöggsmenn skutu björninn niður þegar mesta æðið var runnið af honum, en þá hafði hann auk fyrrgreindrar árásar á fólk sem var við sveppatýnslu einnig ráðist á sjúkrabíl sem kom á staðinn. Þó að mikið sé um villta skógarbirni í Rúmeníu og þeir eigi það til að skaða fólk, hefur þarlendur björn ekki gert óskunda af þessari stærðargráðu í mörg ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×