Erlent

Taugaskaði eftir offituaðgerð

Ný rannsókn sýnir að þeir sem hafa gengist undir aðgerð á maga og þörmum í þeim tilgangi að léttast eiga á hættu að verða fyrir taugaskaða í kjölfar aðgerðarinnar. Fréttastofa BBC greinir frá rannsókninni, sem gerð var við sjúkrahús í Minnesota, og mun birtast á næstunni í tímaritinu Neurology. Hún sýnir að þó nokkrir sjúklingar kvarta undan sársauka, doða og ertingu eftir að hafa látið minnka á sér magann eða stytta þarmana. Rannsakendur telja að skemmdirnar orsakist af vannæringu, þar sem líkaminn er ekki eins hæfur til að taka upp næringarefni eftir aðgerðina. Þeir telja að hægt sé að koma í veg fyrir vandamálið að verulegu leiti með réttu fæðuvali í kjölfar aðgerðar, og það mikilvægasta sé að fylgst sé vel með sjúklingunum og lengi, eftir slíkar aðgerðir, með tilliti til fæðunnar. Rannsóknin sýndi að einn af hverjum sex sem gengust undir slíka aðgerð sem urðu fyrir taugaskaða, allt frá minniháttar ertingu í fótum upp að alvarlegum sársauka sem batt fólk við hjólastíl. Þeir hinsvegar sem höfðu fengið stífa ráðgjöf og eftirfylgni varðandi fæðuval áttu hinsvegar yfirleitt ekki við slík vandamál að stríða. Aðgerðirnar eru aðeins framkvæmdar á fólki sem á við alvarleg offituvandamál að stríða, og getur jafnvel bjargað lífi fólks. Rannsakendur segja að þetta verði að hafa í huga, betra sé að vera með ertingu í fótum en alvarlega sykursýki og hjartasjúkdóm af völdum offitu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×