Fleiri fréttir Biskup mjög ósáttur Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, segir óþolandi að kennarar finni sig knúna til að beita verkfallsvopninu. Það sé brýnt að fundin verði leið til að tryggja kennurum viðunandi kjör. Börnin séu afgangsstærð í einu ríkasta samfélagi heims. 17.10.2004 00:01 Kirkjan í mál við ríkið? Kirkjan gæti þurft að höfða mál á hendur ríkinu vegna deilna um Prestsetur. Kirkjan sakar Landbúnaðarráðuneytið um að selja eignir kirkjunnar meðan samningum um þær sé ólokið. Dómsmálaráðherra segir að jarðir sem alþingi hafi samþykkt að selja séu í gíslingu. 17.10.2004 00:01 Einokun ekki aflétt Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans segir ekki standa til að aflétta skipulagskvöðum í Grafarvogi sem meina lóðareigendum í Fossaleyni að starfrækja matvöruverslun. Hún segir slíkar kvaðir ríkjandi alls staðar í borginni til að stýra skipulagi svo ekki skapist óreiða. 17.10.2004 00:01 Bróðurparturinn er lesblindur Bróðurpartur þeirra fimmtán þúsund manna sem ætla má að eigi við verulega lestrarörðugleika að etja hér á landi er lesblindur. Skýrslu um leiðir til að takast á við vandann hefur verið stungið ofan í skúffu. 17.10.2004 00:01 AVION hefur góð áhrif Nýi, íslenski flugrisinn, Avion Group, hefur jákvæð áhrif á rekstur Iceland Express, að sögn eigenda þess síðarnefnda. Iceland Express stefnir í að verða réttum megin við núllið í ár, eftir 30 milljóna króna tap í fyrra. Óformlegar viðræður standa enn yfir við flugfreyjur félagsins, sem sagt var upp störfum fyrir skemmstu. 17.10.2004 00:01 HVersdagslegir hlutir segja margt Hversdagslegir hlutir á borð við baunadós og ópalpakka geta sagt til um tíðarandann og þankaganginn í samfélaginu. Í Listasafni Reykjavíkur stendur nú yfir Grafísk hönnunarsaga á Íslandi. 17.10.2004 00:01 Fær hótanir vegna dóplista Breiðhyltingurinn Björn Sigurðsson sem birtir nöfn dópsala á netinu hefur fengið hótanir í gegnum síma og á netinu frá þeim sem eru andsnúnir listunum. Tengdadóttir hans hefur einnig fengið hótanir. 17.10.2004 00:01 Lög á verkfall eina leið ríkisins Ekki er hægt að leysa verkfall kennara með því að ríkið setji fé í jöfnunarsjóð sveitarfélaganna svo illa stæð sveitarfélög geti mætt launakröfum kennara því samkomulag hafi náðst um fjármál milli sveitarfélaga og ríkisins, segir Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs og menntamálanefndar Alþingis. 17.10.2004 00:01 28. dagur verkfalls Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna hittast á fundi ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Kennarar ætla að fjölmenna fyrir utan Karphúsið og sýna samninganefnd sinni samstöðu. 17.10.2004 00:01 Útilokar ekki málsókn gegn ríkinu Þjóðkirkjuna og ríkið greinir á um eignarréttarstöðu prestssetra. Kirkjumálaráðherra undrast að deilur séu um málið en biskup segist ekki útiloka málsókn ef í harðbakkann slær. 17.10.2004 00:01 Útilokar ekki málsókn gegn ríkinu Þjóðkirkjuna og ríkið greinir á um eignarréttarstöðu prestssetra. Kirkjumálaráðherra undrast að deilur séu um málið en biskup segist ekki útiloka málsókn ef í harðbakkann slær. 17.10.2004 00:01 Líklega í stjórn með D-lista Héraðslistinn fékk fjóra menn kjörna í sveitarstjórnarkosningum á Héraði á laugardag. Nafnið Fljótdalshérað var efst á lista yfir hugsanlegt nafn á sameinuðum sveitarfélögum Austur- og Norður Héraðs og Fellahrepps. 17.10.2004 00:01 Skoða lausn á námsmálum fatlaðra Borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akureyrar ætla að skoða hvort grundvöllur sé til að leysa vanda fjölskyldna fatlaðra barna. Það er í kjölfar frétta um samninga Kópavogs við Kennarasamband Íslands sem leiddi til undanþágu fyrir 13 kennara einhverfra barna í Digranesskóla. 17.10.2004 00:01 Stöðumælagjöld greidd með gsm Á næstunni verður hægt að greiða stöðumælagjöld í Reykjavík með gsm-símum. Samningur Reykjavíkurborgar um þetta við félögin Góðar lausnir ehf. og Farsímagreiðslur ehf. verður undirritaður í dag. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkur, segir að það muni líða tvær til fjórar vikur frá undirritun samningsins þar til kerfið verði tekið í notkun. "Við vonum að þetta verði komið fyrir jólatraffíkina," segir Árni. 17.10.2004 00:01 Verðbólga verður rúm 6% Verðbólga verður rúm sex prósent í upphafi árs 2007 samkvæmt hagspá Landsbankans fyrir árin 2004 til 2010. Í spám fjármálaráðuneytisins er hins vegar gert ráð fyrir að verðbólga haldist á bilinu þrjú til 3,5 prósent fram til ársins 2007, en þá muni hún lækka í tvö prósent. 17.10.2004 00:01 Hryðjuverkamennirnir fíklar Rannsóknir hafa sýnt að sumir hryðjuverkamannanna sem tóku yfir þúsund gísla í skóla í Beslan voru eiturlyfjaneytendur. 17.10.2004 00:01 Þrýstingi létt af ríkisstjórninni Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, skrifaði undir viljayfirlýsingu sambandsins, félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra um áhersluatriði í samningaviðræðum ríkis og sveitarfélaga án þess að bera hana undir stjórn sambandsins eða fulltrúa sambandsins í svonefndri tekjustofnanefnd. Fjallar sú nefnd meðal annars um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. 17.10.2004 00:01 Ættu að draga úr áhyggjum Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, sagði að Íran ætti að gera ráðstafanir til þess að draga úr alþjóðlegum áhyggjum af kjarnorkuáætlunum þeirra. 17.10.2004 00:01 Sex létust í 11 bíla árekstri Sex manns létust og 15 slösuðust alvarlega þegar trukkur fullur af ólöglegum innflytjendum olli 11 bíla árekstri við flótta frá lögreglu í Phoenix, Arizona. 17.10.2004 00:01 Stefnir í stórsigur Karzai Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistan, hefur fengið tæplega 64 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið síðan þingkosningar fóru fram 9. október. 17.10.2004 00:01 New York Times styður Kerry Dagblaðið New York Times styður John Kerry sem forseta Bandaríkjanna. Blaðið greindi frá þessu í sunnudagsútgáfu sinni og kemur stuðningsyfirlýsingin ekki á óvart. 17.10.2004 00:01 Bandaríkjaher umkringir Falluja Bandarískir hersveitir eru búnar að umkringja borgina Falluja og bandarískar herflugvélar gerðu loftárásir á svæði uppreisnarmanna um helgina. Staðfest hefur verið að þrír borgarar hafi látist í átökunum í gær en óttast er að þeir hafi verið mun fleiri. 17.10.2004 00:01 Segir herþoturnar óþarfar Framtíðarhópur Samfylkingarinnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaformanns skilaði af sér áfangaskýrslum á flokksstjórnarfundi á laugardag. Þar kemur meðal annars fram sú skoðun að Íslendingar eigi að taka við rekstri flugvallarins í Keflavík. 17.10.2004 00:01 Herþoturnar mikilvægar Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og einn helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum, segir að pólitískt gildi varnarbúnaðar, eins og orrustuþotna, skipti verulegu máli við öryggisgæslu. 17.10.2004 00:01 Lögsóknum anstöðunnar vísað frá Hæstiréttur Myanmar hefur vísað frá lögsóknum stjórnarandstöðuflokks Aun San Suu Kyi þar sem þess er krafist að henni verði gefið frelsi á ný. Þá vildi flokkurinn fá umfjöllun dómstóla um lokun yfirvalda á skrifstofum þeirra. Dómarar við Hæstaréttinn tóku sér einungis nokkrar klukkustundir til að fjalla um lögsóknirnar áður en þeim var vísað frá. 16.10.2004 00:01 Hléið varð til happs Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi. Um 800 manns voru í þjóðleikhúsinu á tveimur leiksýningum en greiðlega gekk að rýma hússið. Það vildi til happs að hlé var á leiksýningunni þegar brunavarnakerfið fór í gang. 16.10.2004 00:01 Teknir fyrir að hafa í haldi dóp Lögreglan í Kópavogi handtók í gær tvo menn og gerði upptæk tæplega 400 grömm af kannabisefnum, e-töflum og amfetamíni í húsi í austurbæ Kópavogs. Þá fannst líka töluvert af landa í húsinu. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. Einn ökumaður var tekinn í Kópavogi grunaður um ölvun við akstur, og annar í Keflavík. 16.10.2004 00:01 Hrefna heldur suður um höf Ingibjörg Helga heitir hrefna ein sem merkt var með gervihnattamerki í Faxaflóa í haust. Samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar hefur hún nú haldið suður í höf, yfir þúsund sjómílna leið. Hrefnan Ingibjörg var merkt þann 14. september, en rúmri viku síðar synti hún hratt vestur að landgrunnsbrún og hélt sig þar í nokkra daga. 16.10.2004 00:01 Fljúgandi hálka á Holtavörðuheiði Fljúgandi hálka er efst á Holtavörðuheiði að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Hún biður fólk að fara varlega og hafa í huga að ísing á vegum geti verið lúmsk þannig að fólk átti sig ekki á hálkunni fyrr en í vandræði er komið. Lítill jeppi valt á tíunda tímanum, en farþegi og ökumaður sluppu án teljandi meiðsla. Að mati lögreglu skipti bílbeltanotkun þar sköpum. Nánast á sama tíma fór annar bíll út af veginum en þar urðu heldur ekki nein slys. 16.10.2004 00:01 Sjálfstæðismenn nota verkfallið Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Sjálfstæðisflokkinn vera að notfæra sér verkfall grunnskólakennara til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. Það sé ástæða þess að flokkurinn þráast gegn því að ríkisstjórnin komi að lausn deilunnar. 16.10.2004 00:01 Greiða atkvæði um rannsóknir Vestmannaeyingar greiða atkvæði um það á næstunni hvort bæjarsjóður eigi að greiða fyrir rannsóknir vegna jarðganga milli lands og eyja. Samþykkt var í bæjarstjórn á fimmtudag að kanna vilja bæjarbúa vegna þessa en búist er við að rannsóknirnar muni kosta á bilinu fimmtíu til áttatíu milljónir króna. 16.10.2004 00:01 Þjóðleikhúsið rýmt eftir eld Rýma þurfti Þjóðleikhúsið í gærkvöld eftir að eldur kom upp í eldhúsi Þjóðleikhúskjallarans. Um átta hundruð manns voru í húsinu þegar brunavarnarkerfið fór í gang en svo vel vildi til að hlé var á leiksýningunum Edith Piaf og Svört mjólk. 16.10.2004 00:01 Al-Qaeda maður handtekinn Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa handtekið mann sem grunaður er um að hafa fjármagnað hluta af starfsemi Osama Bin Laden og al-Qaeda. Maðurinn, sem er Þjóðverji af sýrískum uppruna, er sagður hafa lagt al-Qaeda lið með fjárstuðningi, síðan 1997 og hafa átt náin tengsl með mönnunum sem frömdu hryðjuverkin í New York þann 11. september árið 2001 16.10.2004 00:01 Höfuðpaurinn sprengdi sig Höfuðpaur hryðjuverkanna í Madrid þann 11. mars er einn mannanna 7 sem sprengdu sig í loft upp þegar lögregla gerði rassíu í höfuðstöðvum þeirra fyrir skömmu. Morðdeild lögreglunnar í Madrid segist hafa borið kennsl á lík mannsins, sem varð lögreglumanni að bana og særði 15, þegar hann sprengdi sig upp ásamt 6 félögum sínum. 16.10.2004 00:01 Fjöldi deyr vegna reykeitrunnar Á aðra milljón manna lætur lífið á ári hverju vegna reykeitrunar af völdum innanhúskyndinga og frumstæðra eldavéla. Alþjóða Heilbrigðismálastofnunum ætlar að fara af stað með átak, sem ætlað er að draga úr dauðsföllum af þessu tagi í fátækum löndum, þar sem slík eitrun er ein algengasta orsök dauða og sjúkdóma. 16.10.2004 00:01 20% eru óákveðnir Einn af hverjum fimm kjósendum í Bandaríkjunum er óákveðinn um það hvern skuli kjósa í forsetakosningunum. Aðeins 17 dagar eru í kosningarnar og fylgi þeirra Bush og Kerrys er hnífjafnt sem stendur. Það stefnir því í æsispennandi kosningar og veltur allt á óákveðnum kjósendum. 16.10.2004 00:01 Eiga að hætta í aukaatriðum Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa þungar áhyggjur af áhrifum verkfalls grunnskólakennara á fjölskyldurnar í landinu. Hann segir nausynlegt að deiluaðilar hætti að hugsa um aukaatriði og fari að snúa sér að því að leysa deiluna. 16.10.2004 00:01 Líklega öll farin Landhelgisgæslan telur allar líkur á að Rússaskipin sem voru austur fyrir landi séu farin. Gæslan er nú í könnunarflugi yfir staðinn. Á miðvikudag bárust þau skilaboð að skipin myndu verða á Þistilfjarðargrunni fram á sunnudag. 16.10.2004 00:01 Persaflóaheilkennið staðfest Vísindamenn í Bandaríkjunum segjast hafa sýnt fram á tivist svokallaðs Persaflóa-heilkennis sem er hugtak, sem notað hefur verið yfir kerfisbundin veikindi bandarískra hermanna sem börðust í fyrra Íraksstríðinu. Þúsundir hermanna þjást af veikindum sem ekki hefur tekist að útskýra. Meðal einkenna eru minnistap, síþreyta og stöðugur svimi. 16.10.2004 00:01 Ramadan byrjar með blóðbaði Þrír bandarískir hermenn létu lífið í sjálfsmorðsárás í Írak, nálægt landamærum Sýrlands, sem átti sér stað í morgun. Þá létust 4 Írakar og 30 slösuðust í árás skæruliða í Baghdad í morgunsárið. Að auki hafa borist fregnir af mannsláti í borgunum Kirkuk og Mosul í dag. 16.10.2004 00:01 Fimm ára afmæli Krafts Lífið er núna var yfirskrift fimm ára afmælishátíðar Krafts sem haldin var í miðborg Reykjavíkur í dag. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Félagsmenn hvöttu fólk til að fagna lífinu og minnast þess að átta þúsund Íslendingar sem greinst hafa með krabbamein eru á lífi á Íslandi í dag. 16.10.2004 00:01 Ísraelar yfirgefa Gasa Ísraelsher yfirgaf norðanverða Gazaströnd í nótt eftir 17 daga hernað. Að minnsta kosti 110 Palestínumenn hafa látist, og hundruðir særst í árásunum, sem komu í kjölfar þess að tvö ísraelsk börn létust í eldflaugaárás herskárra Palestínumanna. Bandaríkjastjórn hefur gagnrýnt framgöngu Ísraelsmanna, og sagt hana of harkalega. 16.10.2004 00:01 Geimskutla í vandræðum Rússnesk Soyus geimskutla með þrjá geimfara innanborðs lenti í vandræðum við alþjóðageimstöðina í morgun. Geimfararnir komu til að leysa tvo menn af, sem hafa verið í stöðinni í hálft ár. Þegar skutlan nálgaðist fór hún skyndilega of hratt, án þess að neinn viti hvers vegna. Geimfararnir tóku sjálfstýringuna af og stýrðu skutlunni sjálfir. 16.10.2004 00:01 Boðið upp á skordýr Það er ekki víst að súkkulaðihúðaðir termítar eða hvítlauksristaðir ormar freisti allra, en slíkar kræsingar voru á borðum í Jóhannesarborg á dögunum, og vonast menn til að hinir gómsætu Mopane-ormar verði vinsæl útflutninsvara. Ákveðnar skordýrategundir innihalda nokkuð magn af næringarefnum, og eru alls ekki slæmar á bragðið. 16.10.2004 00:01 Tvær árásir í Afghanistan Þrjú börn og lögreglumaður létust í sprengjuárás í Afghanistan í gær. Þá létu tveir bandarískir hermenn lífið í sambærilegri sprengjuárás í landinu í dag. Árásirnar eru gríðarlegt áfall, þar sem vonast hafði verið til að óöldin í Afghanistan væri loks að lokum komin. 16.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Biskup mjög ósáttur Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, segir óþolandi að kennarar finni sig knúna til að beita verkfallsvopninu. Það sé brýnt að fundin verði leið til að tryggja kennurum viðunandi kjör. Börnin séu afgangsstærð í einu ríkasta samfélagi heims. 17.10.2004 00:01
Kirkjan í mál við ríkið? Kirkjan gæti þurft að höfða mál á hendur ríkinu vegna deilna um Prestsetur. Kirkjan sakar Landbúnaðarráðuneytið um að selja eignir kirkjunnar meðan samningum um þær sé ólokið. Dómsmálaráðherra segir að jarðir sem alþingi hafi samþykkt að selja séu í gíslingu. 17.10.2004 00:01
Einokun ekki aflétt Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans segir ekki standa til að aflétta skipulagskvöðum í Grafarvogi sem meina lóðareigendum í Fossaleyni að starfrækja matvöruverslun. Hún segir slíkar kvaðir ríkjandi alls staðar í borginni til að stýra skipulagi svo ekki skapist óreiða. 17.10.2004 00:01
Bróðurparturinn er lesblindur Bróðurpartur þeirra fimmtán þúsund manna sem ætla má að eigi við verulega lestrarörðugleika að etja hér á landi er lesblindur. Skýrslu um leiðir til að takast á við vandann hefur verið stungið ofan í skúffu. 17.10.2004 00:01
AVION hefur góð áhrif Nýi, íslenski flugrisinn, Avion Group, hefur jákvæð áhrif á rekstur Iceland Express, að sögn eigenda þess síðarnefnda. Iceland Express stefnir í að verða réttum megin við núllið í ár, eftir 30 milljóna króna tap í fyrra. Óformlegar viðræður standa enn yfir við flugfreyjur félagsins, sem sagt var upp störfum fyrir skemmstu. 17.10.2004 00:01
HVersdagslegir hlutir segja margt Hversdagslegir hlutir á borð við baunadós og ópalpakka geta sagt til um tíðarandann og þankaganginn í samfélaginu. Í Listasafni Reykjavíkur stendur nú yfir Grafísk hönnunarsaga á Íslandi. 17.10.2004 00:01
Fær hótanir vegna dóplista Breiðhyltingurinn Björn Sigurðsson sem birtir nöfn dópsala á netinu hefur fengið hótanir í gegnum síma og á netinu frá þeim sem eru andsnúnir listunum. Tengdadóttir hans hefur einnig fengið hótanir. 17.10.2004 00:01
Lög á verkfall eina leið ríkisins Ekki er hægt að leysa verkfall kennara með því að ríkið setji fé í jöfnunarsjóð sveitarfélaganna svo illa stæð sveitarfélög geti mætt launakröfum kennara því samkomulag hafi náðst um fjármál milli sveitarfélaga og ríkisins, segir Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs og menntamálanefndar Alþingis. 17.10.2004 00:01
28. dagur verkfalls Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna hittast á fundi ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Kennarar ætla að fjölmenna fyrir utan Karphúsið og sýna samninganefnd sinni samstöðu. 17.10.2004 00:01
Útilokar ekki málsókn gegn ríkinu Þjóðkirkjuna og ríkið greinir á um eignarréttarstöðu prestssetra. Kirkjumálaráðherra undrast að deilur séu um málið en biskup segist ekki útiloka málsókn ef í harðbakkann slær. 17.10.2004 00:01
Útilokar ekki málsókn gegn ríkinu Þjóðkirkjuna og ríkið greinir á um eignarréttarstöðu prestssetra. Kirkjumálaráðherra undrast að deilur séu um málið en biskup segist ekki útiloka málsókn ef í harðbakkann slær. 17.10.2004 00:01
Líklega í stjórn með D-lista Héraðslistinn fékk fjóra menn kjörna í sveitarstjórnarkosningum á Héraði á laugardag. Nafnið Fljótdalshérað var efst á lista yfir hugsanlegt nafn á sameinuðum sveitarfélögum Austur- og Norður Héraðs og Fellahrepps. 17.10.2004 00:01
Skoða lausn á námsmálum fatlaðra Borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akureyrar ætla að skoða hvort grundvöllur sé til að leysa vanda fjölskyldna fatlaðra barna. Það er í kjölfar frétta um samninga Kópavogs við Kennarasamband Íslands sem leiddi til undanþágu fyrir 13 kennara einhverfra barna í Digranesskóla. 17.10.2004 00:01
Stöðumælagjöld greidd með gsm Á næstunni verður hægt að greiða stöðumælagjöld í Reykjavík með gsm-símum. Samningur Reykjavíkurborgar um þetta við félögin Góðar lausnir ehf. og Farsímagreiðslur ehf. verður undirritaður í dag. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkur, segir að það muni líða tvær til fjórar vikur frá undirritun samningsins þar til kerfið verði tekið í notkun. "Við vonum að þetta verði komið fyrir jólatraffíkina," segir Árni. 17.10.2004 00:01
Verðbólga verður rúm 6% Verðbólga verður rúm sex prósent í upphafi árs 2007 samkvæmt hagspá Landsbankans fyrir árin 2004 til 2010. Í spám fjármálaráðuneytisins er hins vegar gert ráð fyrir að verðbólga haldist á bilinu þrjú til 3,5 prósent fram til ársins 2007, en þá muni hún lækka í tvö prósent. 17.10.2004 00:01
Hryðjuverkamennirnir fíklar Rannsóknir hafa sýnt að sumir hryðjuverkamannanna sem tóku yfir þúsund gísla í skóla í Beslan voru eiturlyfjaneytendur. 17.10.2004 00:01
Þrýstingi létt af ríkisstjórninni Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, skrifaði undir viljayfirlýsingu sambandsins, félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra um áhersluatriði í samningaviðræðum ríkis og sveitarfélaga án þess að bera hana undir stjórn sambandsins eða fulltrúa sambandsins í svonefndri tekjustofnanefnd. Fjallar sú nefnd meðal annars um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. 17.10.2004 00:01
Ættu að draga úr áhyggjum Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, sagði að Íran ætti að gera ráðstafanir til þess að draga úr alþjóðlegum áhyggjum af kjarnorkuáætlunum þeirra. 17.10.2004 00:01
Sex létust í 11 bíla árekstri Sex manns létust og 15 slösuðust alvarlega þegar trukkur fullur af ólöglegum innflytjendum olli 11 bíla árekstri við flótta frá lögreglu í Phoenix, Arizona. 17.10.2004 00:01
Stefnir í stórsigur Karzai Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistan, hefur fengið tæplega 64 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið síðan þingkosningar fóru fram 9. október. 17.10.2004 00:01
New York Times styður Kerry Dagblaðið New York Times styður John Kerry sem forseta Bandaríkjanna. Blaðið greindi frá þessu í sunnudagsútgáfu sinni og kemur stuðningsyfirlýsingin ekki á óvart. 17.10.2004 00:01
Bandaríkjaher umkringir Falluja Bandarískir hersveitir eru búnar að umkringja borgina Falluja og bandarískar herflugvélar gerðu loftárásir á svæði uppreisnarmanna um helgina. Staðfest hefur verið að þrír borgarar hafi látist í átökunum í gær en óttast er að þeir hafi verið mun fleiri. 17.10.2004 00:01
Segir herþoturnar óþarfar Framtíðarhópur Samfylkingarinnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaformanns skilaði af sér áfangaskýrslum á flokksstjórnarfundi á laugardag. Þar kemur meðal annars fram sú skoðun að Íslendingar eigi að taka við rekstri flugvallarins í Keflavík. 17.10.2004 00:01
Herþoturnar mikilvægar Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og einn helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum, segir að pólitískt gildi varnarbúnaðar, eins og orrustuþotna, skipti verulegu máli við öryggisgæslu. 17.10.2004 00:01
Lögsóknum anstöðunnar vísað frá Hæstiréttur Myanmar hefur vísað frá lögsóknum stjórnarandstöðuflokks Aun San Suu Kyi þar sem þess er krafist að henni verði gefið frelsi á ný. Þá vildi flokkurinn fá umfjöllun dómstóla um lokun yfirvalda á skrifstofum þeirra. Dómarar við Hæstaréttinn tóku sér einungis nokkrar klukkustundir til að fjalla um lögsóknirnar áður en þeim var vísað frá. 16.10.2004 00:01
Hléið varð til happs Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi. Um 800 manns voru í þjóðleikhúsinu á tveimur leiksýningum en greiðlega gekk að rýma hússið. Það vildi til happs að hlé var á leiksýningunni þegar brunavarnakerfið fór í gang. 16.10.2004 00:01
Teknir fyrir að hafa í haldi dóp Lögreglan í Kópavogi handtók í gær tvo menn og gerði upptæk tæplega 400 grömm af kannabisefnum, e-töflum og amfetamíni í húsi í austurbæ Kópavogs. Þá fannst líka töluvert af landa í húsinu. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. Einn ökumaður var tekinn í Kópavogi grunaður um ölvun við akstur, og annar í Keflavík. 16.10.2004 00:01
Hrefna heldur suður um höf Ingibjörg Helga heitir hrefna ein sem merkt var með gervihnattamerki í Faxaflóa í haust. Samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar hefur hún nú haldið suður í höf, yfir þúsund sjómílna leið. Hrefnan Ingibjörg var merkt þann 14. september, en rúmri viku síðar synti hún hratt vestur að landgrunnsbrún og hélt sig þar í nokkra daga. 16.10.2004 00:01
Fljúgandi hálka á Holtavörðuheiði Fljúgandi hálka er efst á Holtavörðuheiði að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Hún biður fólk að fara varlega og hafa í huga að ísing á vegum geti verið lúmsk þannig að fólk átti sig ekki á hálkunni fyrr en í vandræði er komið. Lítill jeppi valt á tíunda tímanum, en farþegi og ökumaður sluppu án teljandi meiðsla. Að mati lögreglu skipti bílbeltanotkun þar sköpum. Nánast á sama tíma fór annar bíll út af veginum en þar urðu heldur ekki nein slys. 16.10.2004 00:01
Sjálfstæðismenn nota verkfallið Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Sjálfstæðisflokkinn vera að notfæra sér verkfall grunnskólakennara til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. Það sé ástæða þess að flokkurinn þráast gegn því að ríkisstjórnin komi að lausn deilunnar. 16.10.2004 00:01
Greiða atkvæði um rannsóknir Vestmannaeyingar greiða atkvæði um það á næstunni hvort bæjarsjóður eigi að greiða fyrir rannsóknir vegna jarðganga milli lands og eyja. Samþykkt var í bæjarstjórn á fimmtudag að kanna vilja bæjarbúa vegna þessa en búist er við að rannsóknirnar muni kosta á bilinu fimmtíu til áttatíu milljónir króna. 16.10.2004 00:01
Þjóðleikhúsið rýmt eftir eld Rýma þurfti Þjóðleikhúsið í gærkvöld eftir að eldur kom upp í eldhúsi Þjóðleikhúskjallarans. Um átta hundruð manns voru í húsinu þegar brunavarnarkerfið fór í gang en svo vel vildi til að hlé var á leiksýningunum Edith Piaf og Svört mjólk. 16.10.2004 00:01
Al-Qaeda maður handtekinn Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa handtekið mann sem grunaður er um að hafa fjármagnað hluta af starfsemi Osama Bin Laden og al-Qaeda. Maðurinn, sem er Þjóðverji af sýrískum uppruna, er sagður hafa lagt al-Qaeda lið með fjárstuðningi, síðan 1997 og hafa átt náin tengsl með mönnunum sem frömdu hryðjuverkin í New York þann 11. september árið 2001 16.10.2004 00:01
Höfuðpaurinn sprengdi sig Höfuðpaur hryðjuverkanna í Madrid þann 11. mars er einn mannanna 7 sem sprengdu sig í loft upp þegar lögregla gerði rassíu í höfuðstöðvum þeirra fyrir skömmu. Morðdeild lögreglunnar í Madrid segist hafa borið kennsl á lík mannsins, sem varð lögreglumanni að bana og særði 15, þegar hann sprengdi sig upp ásamt 6 félögum sínum. 16.10.2004 00:01
Fjöldi deyr vegna reykeitrunnar Á aðra milljón manna lætur lífið á ári hverju vegna reykeitrunar af völdum innanhúskyndinga og frumstæðra eldavéla. Alþjóða Heilbrigðismálastofnunum ætlar að fara af stað með átak, sem ætlað er að draga úr dauðsföllum af þessu tagi í fátækum löndum, þar sem slík eitrun er ein algengasta orsök dauða og sjúkdóma. 16.10.2004 00:01
20% eru óákveðnir Einn af hverjum fimm kjósendum í Bandaríkjunum er óákveðinn um það hvern skuli kjósa í forsetakosningunum. Aðeins 17 dagar eru í kosningarnar og fylgi þeirra Bush og Kerrys er hnífjafnt sem stendur. Það stefnir því í æsispennandi kosningar og veltur allt á óákveðnum kjósendum. 16.10.2004 00:01
Eiga að hætta í aukaatriðum Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa þungar áhyggjur af áhrifum verkfalls grunnskólakennara á fjölskyldurnar í landinu. Hann segir nausynlegt að deiluaðilar hætti að hugsa um aukaatriði og fari að snúa sér að því að leysa deiluna. 16.10.2004 00:01
Líklega öll farin Landhelgisgæslan telur allar líkur á að Rússaskipin sem voru austur fyrir landi séu farin. Gæslan er nú í könnunarflugi yfir staðinn. Á miðvikudag bárust þau skilaboð að skipin myndu verða á Þistilfjarðargrunni fram á sunnudag. 16.10.2004 00:01
Persaflóaheilkennið staðfest Vísindamenn í Bandaríkjunum segjast hafa sýnt fram á tivist svokallaðs Persaflóa-heilkennis sem er hugtak, sem notað hefur verið yfir kerfisbundin veikindi bandarískra hermanna sem börðust í fyrra Íraksstríðinu. Þúsundir hermanna þjást af veikindum sem ekki hefur tekist að útskýra. Meðal einkenna eru minnistap, síþreyta og stöðugur svimi. 16.10.2004 00:01
Ramadan byrjar með blóðbaði Þrír bandarískir hermenn létu lífið í sjálfsmorðsárás í Írak, nálægt landamærum Sýrlands, sem átti sér stað í morgun. Þá létust 4 Írakar og 30 slösuðust í árás skæruliða í Baghdad í morgunsárið. Að auki hafa borist fregnir af mannsláti í borgunum Kirkuk og Mosul í dag. 16.10.2004 00:01
Fimm ára afmæli Krafts Lífið er núna var yfirskrift fimm ára afmælishátíðar Krafts sem haldin var í miðborg Reykjavíkur í dag. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Félagsmenn hvöttu fólk til að fagna lífinu og minnast þess að átta þúsund Íslendingar sem greinst hafa með krabbamein eru á lífi á Íslandi í dag. 16.10.2004 00:01
Ísraelar yfirgefa Gasa Ísraelsher yfirgaf norðanverða Gazaströnd í nótt eftir 17 daga hernað. Að minnsta kosti 110 Palestínumenn hafa látist, og hundruðir særst í árásunum, sem komu í kjölfar þess að tvö ísraelsk börn létust í eldflaugaárás herskárra Palestínumanna. Bandaríkjastjórn hefur gagnrýnt framgöngu Ísraelsmanna, og sagt hana of harkalega. 16.10.2004 00:01
Geimskutla í vandræðum Rússnesk Soyus geimskutla með þrjá geimfara innanborðs lenti í vandræðum við alþjóðageimstöðina í morgun. Geimfararnir komu til að leysa tvo menn af, sem hafa verið í stöðinni í hálft ár. Þegar skutlan nálgaðist fór hún skyndilega of hratt, án þess að neinn viti hvers vegna. Geimfararnir tóku sjálfstýringuna af og stýrðu skutlunni sjálfir. 16.10.2004 00:01
Boðið upp á skordýr Það er ekki víst að súkkulaðihúðaðir termítar eða hvítlauksristaðir ormar freisti allra, en slíkar kræsingar voru á borðum í Jóhannesarborg á dögunum, og vonast menn til að hinir gómsætu Mopane-ormar verði vinsæl útflutninsvara. Ákveðnar skordýrategundir innihalda nokkuð magn af næringarefnum, og eru alls ekki slæmar á bragðið. 16.10.2004 00:01
Tvær árásir í Afghanistan Þrjú börn og lögreglumaður létust í sprengjuárás í Afghanistan í gær. Þá létu tveir bandarískir hermenn lífið í sambærilegri sprengjuárás í landinu í dag. Árásirnar eru gríðarlegt áfall, þar sem vonast hafði verið til að óöldin í Afghanistan væri loks að lokum komin. 16.10.2004 00:01