Fleiri fréttir

Þriggja bíla árekstur

Harður þriggja bíla árekstur varð á hringveginum um Langadal seint í gær. Svo virðist sem fólksbíl sem var á leið frá Blönduósi hafi verið ekið yfir á rangan vegarhelming og lenti hann á jeppa sem kom á móti. Jeppinn hafnaði þá á öðrum jeppa sem kastaðist út af veginum.

Filippseyingar á leið heim

Filippseyskar hersveitir í Írak eru nú á leið heim eftir að stjórnvöld tóku af skarið og virtu andmæli Bandaríkjastjórnar að vettugi. Vonir standa til að lífi filippseysks gísls verði þyrmt fyrir vikið.

Fíkniefnum kastað úr bíl

Pakka með fíkniefnum var kastað út úr bifreið sem var á norðurleið skammt frá Blönduósi í gærkvöld. Lögregla kannaðist við mennina í bílnum og gaf þeim merki um að stöðva. Í stað þess að nema staðar var litlum pakka, sem reyndist innihalda fíkniefni, fleygt úr bílnum á ferð.

Forsetahjónin á Ísafirði

Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, fóru til Ísafjarðar í morgun. Frú Dorrit er sérstakur heiðursgestur og verndari Siglingadaga sem settir verða í dag og forsetinn verður viðstaddur ráðstefnuna „Með höfuðið hátt“ sem sett var í gærkvöldi.

Löggæslukostnaður hækkar mjög

Löggæslukostnaður á Landsmóti hestamanna hefur farið hækkandi undanfarin ár . Kostnaðurinn á landsmótinu á Hellu í ár var 2,7 milljónir króna en var 2,5 milljónir króna á Vindheimamelum fyrir tveimur árum.

Brýnt að minnka sykurneyslu

Lýðheilsustöð hefur fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að kanna áhrif forvarnargjalds á sykur og gos á vísitölu neysluverðs. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að taka verði á ofneyslu sykurs sem eigi annars eftir að verða þungur klafi á heilbrigðiskerfinu og það sé gott að allar leiðir séu kannaðar.

Íslendingar borða lítinn fisk

Íslendingar borða helmingi minni fisk en ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir að sögn Laufeyjar Steingrímsdóttur hjá Lýðheilsustöð.

Lífsgæði á Íslandi í sjöunda sæti

Ísland er í sjöunda sæti yfir þau lönd sem njóta mestra lífsgæða samkvæmt nýútkominni skýrslu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Ísland var í öðru sæti listans í fyrra. Könnunin nær yfir 177 lönd í heiminum.

Stjórnarandstaðan fundar

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittast á fundi nú á tólfta tímanum en þeir eru afar ósáttir við að enginn fundur verði í allsherjarnefnd í dag. Stjórnarandstaðan krafðist þess í gær að fundum nefndarinnar yrði framhaldið strax í dag en næsti fundur hefur hins vegar verið boðaður klukkan 10 á mánudag.

Þörf á menningarlegri fjölbreytni

Mótun pólitískrar stefnu sem viðurkennir menningarlegan fjölbreytileika ríkja er ekki aðeins ákjósanleg stefna heldur beinlínis nauðsynleg í nútímasamfélögum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um menningarlegan fjölbreytileika í ríkjum heims í dag.

Öryggisráðið fundar um múrinn

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun síðar í dag fjalla um ályktunartillögu þar sem Ísraelsríki er skyldað til að fara að úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag þess efnis að rífa beri hluta öryggismúrsins sem skilur að Ísraela og Palestínumenn.

Heimdallur vill skattalækkanir

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn til að lækka skatta nú á sumarþinginu. Í yfirlýsingu frá Heimdalli í dag segir að þingstörfin hafi verið róleg undanfarið og ekkert sé því til fyrirstöðu að frumvarp um skattalækkanir verði lagt fram þegar í stað og samþykkt nú í sumar.

Hvolfdi í lendingu

Lítilli einkaflugvél af gerðinni Piper Super Cub hlekktist á í lendingu og hvolfdi við afleggjara skammt frá Hjálparfossi í Þjórsárdal í morgun. Talið er að einungis flugmaðurinn hafi verið um borð og mun hann ekki hafa slasast.

OPEC-ríkin auka olíuframleiðslu

OPEC-ríkin ætla að auka olíuframleiðslu sína frá og með 1. ágúst. Óvíst var hvort af aukningunni yrði vegna nokkurrar verðhjöðnunar fyrr í mánuðinum en nú segja talsmenn OPEC að 500 þúsund föt verði framleidd aukalega á hverjum degi.

Skelfilegt ástand í Chad

Alvarleg vannæring hrjáir eitt af hverjum þremur börnum sem halda til í flóttamannabúðum í Chad eftir flótta frá Darfúr-héraði í Súdan. Ástandið þar versnar sífellt og svo virðist sem mannúðaraðstoð sé ekki nema dropi í hafið.

Tefst um nokkrar vikur

Sprungur og gljúpur jarðvegur í farvegi Jöklu, þar sem aðalstífla við Kárahnjúka á að standa, tefur verkáætlun við stíflugerðina um nokkrar vikur. Verkefnisstjóri Impregilo segir að vandinn sé yfirstíganlegur og frávikin svo lítil að þau skipti engu að lokum.

Enginn fundur fyrr en eftir helgi

Stjórnarflokkarnir hafa ekki náð samkomulagi um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd Alþingis mótmæla því harðlega að fundum í nefndinni skuli hafa verið frestað fram yfir helgi.

Segir bæjarstjórn beita brellum

Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, sakar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar um að beita brellum við spá um íbúafjölgun. Sigurður Geirdal bæjarstjóri segir mið tekið af meðalfjölgun á síðastliðnum 10 árum.

Vilja háskóla á Vestfjörðum

Nú í hádeginu er verið að fremja gjörning á Silfurtorgi á Ísafirði þar sem skorað er á yfirvöld, með táknrænum hætti, að stofna Háskóla Vestfjarða. Um fjögur hundruð manns á Vestfjörðum stunda fjarnám á háskólastigi og segja íbúar á svæðinu að stofnun háskóla sé löngu tímabær.

Umfangsmikil leit að Sri Rahmawati

Lögregla hefur staðið fyrir umfangsmikilli leit að Sri Rahmawati, 33 ára gamalli konu sem saknað hefur verið í nær tvær vikur. Leitað hefur verið á höfuðborgarsvæðinu og lögreglsa notið aðstoðar hjálparsveita. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að unnið hafi verið markvisst að rannsókninni og að rætt við fjölda fólks og hugsanleg vitni.

Misskilningur hjá Ríkisendurskoðun

Fjármálaráðherra sendir Ríkisendurskoðanda í dag skriflegar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Fjármálaráðherra segir misskilnings gæta í skýrslunni.

Martha Stewart fær 5 mánuði

Bandaríska kaupsýslu- og sjónvarpskonan Martha Stewart var dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir að ljúga til um hlutabréfaviðskipti í New York í dag. </font />

10 ára drengur varð fyrir bíl

Tíu ára drengur slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bíl við Síðumúla í Reykjavík um eitt leytið í dag. Ekki er ljóst á þesari stundu hvernig slysið vildi til en að sögn lögreglunnar er rannsókn á frumstigi.

Réttarhöldum Milosevic frestað

Vörn Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í réttarhöldunum yfir honum fyrir stríðglæpadómstólnum í Haag hefur aftur verið frestað, nú til 31. ágúst. Ástæðan er sögð vera heilsufar Milosevic en blóðþrýstingur hans er víst mjög hár þessa dagana.

Óvissa um stjórnsýsluhús

Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um byggingu stjórnsýsluhúss á Keflavíkurflugvelli. Málið hefur síðustu mánuði verið til umræðu innan utanríkis- og fjármálaráðuneytis en utanríkisráðuneytið hefur forræði yfir málinu.

Líflegt skógarlíf á morgun

Óhætt er að segja að líflegt verði í skógum skógræktarfélaganna um helgina. Skógræktarfélagi Íslands hefur borist tikynningar um skógargöngur- og hátíðir á vegum skógræktarfélaganna á fimm stöðum á laugardaginn og telur félagið að þá sé ekki allt upptalið.

Siniscalco settur ráðherra

Domenico Siniscalco mun verða settur efnahags- og viðskiptaráðherra Ítalíu í dag að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum innan ítölsku stjórnarinnar.

Yfirkennari skólans handtekinn

Yfirkennarinn í grunnskólanum í Kumbakonam á Indlandi, sem brann í morgun, hefur verið handtekinn. AP fréttastofan segir að a.m.k. 80 börn hafi látið lífið í eldsvoðanum og 100 liggi sár á sjúkrahúsi, þar af um 30 sem séu alvarlega slösuð. 

44 þúsund tonnum landað

Tæplega 44 þúsund tonnum af síld úr norsk íslenska síldarstofninum hefur verið landað það sem af er vertíðinni. Þar af hafa íslensk skip landað tæplega 38 þúsund tonnum og erlend skip um sex þúsund tonnum.

Á hjólastólum yfir Hellisheiði

Tveir ungir menn, sem báðir hafa verið bundnir við hjólastóla frá fæðingu, ætla að fara á hjólastólum yfir Hellisheiði á milli Hveragerðis og Reykjavíkur á morgun. Þeir leggja af stað frá hringtorginu við Hveragerði klukkan níu í fyrramálið og áætla að koma að Barnaspítala Hringsins um þrjúleytið.

100 ára afmæli Síldarævintýrisins

Haldið verður upp á hundrað ára afmæli Síldarævintýrisins hér á landi með sérstakri hátíðardagskrá á Siglufirði helgina 23.-25. júlí næstkomandi. Af því tilefni koma Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og frú Dorrit Moussaieff, eiginkona hans, í opinbera heimsókn til Siglufjarðar.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar röng

Fjármálaráðuneytið setur verulega ofan í við Ríkisendurskoðun vegna skýrslu hennar um framkvæmd fjárlaga í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Eru gerðar níu athugasemdir við skýrsluna og færð rök fyrir rangfærslum Ríkisendurskoðunar í hverju tilviki fyrir sig.

Torfærutröll föst í tolli

Sex norskir torfærujeppar sitja fastir í tolli í Reykjavík og því verður ekkert af fyrirhugaðri jeppakeppni milli Íslendinga og Norðmanna sem fram átti að fara í dag. Eru forsvarsmenn keppninnar ævareiðir þar sem mikið hefur verið haft fyrir að koma slíkri keppni á og reyndist yfirvöldum ómögulegt að veita undanþágur.

Í stríð við Varnarliðið

"Það lítur út fyrir að skrifstofurnar hér breytist í málflutningsstofu á næstu dögum," segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Til hans koma daglega félagsmenn sem starfa fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og kvarta undan kjarasamningsbrotum.

Vondur og einhæfur matur

"Það er rétt að sífellt fleiri kvarta yfir matnum í aðalbúðum en það virðist ekki hafa neitt að segja," segir Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður starfsmanna við Kárahnjúka. Hafa allnokkrir haft samband við Fréttablaðið vegna þessa og segja það fæði sem boðið sé upp á fyrir neðan allar hellur.

Neysla gosdrykkja minnkar

Neysla landsmanna á sykruðum gosdrykkjum hefur dregist saman um rúmlega 36 þúsund lítra sl. tólf mánuði, samanborið við síðustu tólf mánuði þar á undan, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Þar er stuðst við Nielsen-sölutölur frá Markaðsgreiningu ehf., dótturfélagi IMG.

Annarri útgáfu skýrslunnar lokið

Skattrannsóknarstjóri hefur lokið við aðra útgáfu frumskýrslu vegna skattrannsóknar á Baugi og tengdum félögum. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa frest til mánudags til að skila inn athugasemdum við hana.

Strandaglópar á eyðieyju

Þrír ástralskir táningar syntu níu kílómetra að eyðieyju eftir að bát þeirra hvolfdi. Þaðan syntu þeir til annarrar eyjar þar sem þeir lifðu á kókósmjólk og ostrum í tæpa viku. 

Alvarlegar villur í skýrslunni

Fjármálaráðuneytið segir veigamiklar og alvarlegar villur vera í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga síðasta árs. Ríkisendurskoðun notist við marklausan samanburð sem brengli alla umfjöllun í skýrslunni.

DNA-niðurstaðna enn beðið

Lögregla hefur leitað víða í nágrenni Reykjavíkur að Sri Rhamawati, 33 ára gamalli þriggja barna móður, sem ekkert hefur spurst til síðan 4. júlí. Niðurstaðna úr DNA-rannsókn á blóðsýnum, sem tekin voru á heimili og í bifreið manns sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi hennar, er enn beðið.

Líf hundruð þúsunda í hættu

Þjóðarmorð og hungursneyð gætu leitt til dauða hundruð þúsunda í Darfur-héraði í Súdan. Íslensk kona, sem bjó um hríð í Súdan, segir ástandið hluta af víðtækari deilum í landinu sem eigi sér langa sögu.

Eignarnám fimm jarða

Landsvirkjun hefur óskað eftir leyfi iðnaðarráðherra til að krefjast eignarnáms á fimm jörðum á Héraði vegna rafmagnslína frá Kárahnjúkavirkjun. 

Verkamannaflokkurinn fær á baukinn

Breski Verkamannaflokkurinn fékk á baukinn hjá kjósendum í aukakosningum sem fram fóru í gær. Innan flokksins hafa menn af því vaxandi áhyggjur að stríðið í Írak gæti reynst flokknum dýrkeypt í næstu kosningum.

Meirihluti á móti frumvarpinu?

Ekki er þingmeirihluti fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu, fullyrðir formaður Samfylkingarinnar og segir hann Sjálfstæðisflokkinn ætla að nota helgina til að beygja Framsóknarflokkinn einn ganginn enn. Formaður Vinstri - grænna telur forsætisráðherra stýra allsherjarnefnd sem sé niðurlægjandi fyrir formann hennar.

Smávægilegar tafir við Kárahnjúka

Sprungur í stíflustæðinu við Kárahnjúka hafa tafið framkvæmdir um fáeinar vikur en talsmaður Impregilos segir að vandinn verði leystur innan tíðar. Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með hve framkvæmdum miðar almennt vel.

Sjá næstu 50 fréttir